Vinur minn var að endurskipuleggja tölvuna sína.
Endurtengdi tölvuna sína og kveikti en ekkert fór í gang.
Það komu ljós á móðurborðið en tölvan vill ekki í gang.
Það eru allar leiðslur tengdar rétt. Hann er enginn nýgræðlingur í tölvuviðgerðum en þetta er hann ekki að skilja.
Hann er með
RAMPAGE V EXTREME
I7 intel örgjörva lga 2011
32gb minni
corsair ax860i psu
Hann er búinn að prófa PSU. Hann virkar.
Það koma enginn error code á móðurborðinu. Það kviknar á öllum ljósum á móðurborðinu einsog jólatré
en ekki vill tölvan í gang.
Þannig að ég leita til ykkar sem gætu vitað meira um þetta og komið með tillögur um aðgerðir.
Kveðja
mp
bilanagreining
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 90
- Skráði sig: Þri 25. Mar 2008 17:58
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
bilanagreining
Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
Re: bilanagreining
Vinsælast er að vinnsluminnið sé ekki nógu vel slottað í móðurborðið. Ég hélt ég væri of merkilegur fyrir svona mistök þangað til ég eyddi 20 mín í að debugga failed post sem lagaðist loksins þegar ég tók minnið úr og setti aftur í. Myndi prófa það.
|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ
Re: bilanagreining
Gríðarlega algengt að fólk setji vinnsluminnin ekki í almennilega, og/eða setji vinnsluminnin ekki í réttar raufir. Það er það allra fyrsta til að skoða.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 90
- Skráði sig: Þri 25. Mar 2008 17:58
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: bilanagreining
jonsig skrifaði:Af hverju er vinur þinn ekki á vaktinni?
Hann gæti verið á vaktinni en hann er tölvulaus og getur því ekki sent inn beiðni um hjálp. Ég var að reyna að hjálpa honum í gegnum síma þar sem hann býr í Noregi.
Minnið hefur ekki verið fært úr stað og þar af leiðandi ekki til vandræða.
Hún fer ekki í gang. það kemur ekkert á skjáinn, þar af leiðandi fer BIOS ekki í gang til að skoða minni og cpu.
Gæti verið að móðurborðið sé ónýtt?
Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
-
- Gúrú
- Póstar: 579
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
- Reputation: 78
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: bilanagreining
Rafmagn í skjákort eða á það ekki við?
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.