Tvísmellandi Logitech g903 mús


Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf Framed » Fim 26. Mar 2020 10:52

Logitech g903 músin hjá mér er byrjuð að tvísmella alveg hroðalega. Tveggja ára gömul. Er komin ansi nálægt því að vera ónothæf. Komst að því um daginn að þetta er þekktur galli og eiginlega bara tímaspursmál hvenær þetta byrjar og hversu slæmt það verður en ekki hvort þetta gerist. Þetta var samt dýr mús og í þokkabót alveg frábært að nota hana... áður en þessi galli byrjaði. Eina sem mér hefur fundist að henni er að mér þykir takkarnir vera heldur næmir þannig að það er of auðvelt að smella óvart. Þ.e.a.s. áður en tvísmelluvesenið byrjaði.

Því spyr ég fullt af spurningum:
Hefur eitthvað annað en að skipta um switch-a raunverulega virkað og í einhvern tíma? Þrýstiloft, blása á milli takkanna, slökkva og smella stöðugt í mínútu, skipta út driverum, biðja til músaguðana, stíga regndans nakin/n undir fullu tungli, eða eitthvað annað sem fólki hefur dottið í hug að prufa?

Hefur einhver hérna skipt um switch-a í svona mús eða öðrum sambærilegum? Hvernig gekk? Entist viðgerðin?
Er eitthvað verkstæði sem myndi gera þetta á verði sem jafnast ekki á við nýja mús?
Er einhver hér á landi að selja switch-a sem virka? Þeir eru frekar ódýrir í innkaupum en sendingarkostnaður og gjöld myndu margfalda verðið á þeim.
Er einhver að selja nýja músaskauta fyrir high-end Logitech mýs? Nokkuð öruggt að þeir munu eyðileggjast ef ég ríf músina í sundur.

Og líklega mikilvægasta spurningin; á einhver lóðbolta sem væri til í að lána mér?

Eða á ég bara að veita músinni sína hinstu hvíld og kaupa mér nýja?
Síðast breytt af Framed á Fim 26. Mar 2020 11:01, breytt samtals 1 sinni.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Tengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf arons4 » Fim 26. Mar 2020 12:02

Lítið mál að spreya contact spreyi undir takkana á þessari mús og í switchana. Ekki varanleg lausn samt
Síðast breytt af arons4 á Fim 26. Mar 2020 12:03, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf Njall_L » Fim 26. Mar 2020 13:22

Eina varanlega lausnin á þessu er að skipta um takka eins og þú nefnir, og þá í leiðinni skipta um skauta því þeir munu að öllum líkindum skemmast þegar músin er opnuð.

Þú ert heppinn að vera með G903 þar sem rofarnir í henni eru álóðaðir á litla prentplötu sem tengist með aftengjanlegum vírum við móðurborð músarinnar og því þarf ekki lóðbolta til að skipta um rofan heldur er bara skipt um rofa+prentplötu+víra, allt í einu. Það eina sem þarf í þessa aðgerð er skrúfjárn og nokkrar mínútur í tíma.
Dæmi um rofa í G903: https://www.aliexpress.com/i/4000237514613.html


Löglegt WinRAR leyfi


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf axyne » Fim 26. Mar 2020 21:11

Ég er búinn að fara í gegnum 2x logitech mýs á 2 árum í vinnunni (teiknivinna). G403 og siðan G603.
Báðar fóru þeir að tvíklikka. þetta er mjög þekkt vandamál með nýju logitech músunum því miður.

Ég rannsakaði þetta aðeins, ef þú ætlar að skipta um microswitcha þá ættirðu að kaupa þá sem eru frá Japan ekki kína.
það er ekkert svo mikið mál að skipta um þetta, fullt af guides hér t.d.
Það er líka slatti af vídeó á youtube hvernig þú getur opnað switchinn og beygt aðeins járnið tilbaka. pottþétt skammtímalausn samt.

Ákvað að nenna ekki að standa í þessu og keypti mér Logitech MX3, vona hún dugi eitthvað.
Síðast breytt af axyne á Fim 26. Mar 2020 21:12, breytt samtals 1 sinni.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf gnarr » Fös 27. Mar 2020 08:09

Logitech er með alveg rosalega gott RMA prógramm. Ég hef nokkrum sinnum lent í biluðum músum frá þeim og fengið sendar nýjar frá þeim.
Ég myndi byrja á að tékka á því áður en þú ferð að rífa allt í sundur.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf Framed » Mán 30. Mar 2020 16:28

gnarr skrifaði:Logitech er með alveg rosalega gott RMA prógramm. Ég hef nokkrum sinnum lent í biluðum músum frá þeim og fengið sendar nýjar frá þeim.
Ég myndi byrja á að tékka á því áður en þú ferð að rífa allt í sundur.


Hversu gott? Nú er þessi mús komin úr ábyrgð fyrir stuttu og í fljótu bragði sýnist mér ég ekki hafa passað upp á kvittunina heldur. Músin er keypt erlendis en þar sem þetta var "click and collect" kaup þá virðist verslunin ekki hafa vistað nein gögn um kaupin.
Hafa þau verið að samþykkja RMA án kaupstaðfestingar?

axyne skrifaði:Ég er búinn að fara í gegnum 2x logitech mýs á 2 árum í vinnunni (teiknivinna). G403 og siðan G603.
Báðar fóru þeir að tvíklikka. þetta er mjög þekkt vandamál með nýju logitech músunum því miður.

Ég rannsakaði þetta aðeins, ef þú ætlar að skipta um microswitcha þá ættirðu að kaupa þá sem eru frá Japan ekki kína.
það er ekkert svo mikið mál að skipta um þetta, fullt af guides hér t.d.
Það er líka slatti af vídeó á youtube hvernig þú getur opnað switchinn og beygt aðeins járnið tilbaka. pottþétt skammtímalausn samt.

Ákvað að nenna ekki að standa í þessu og keypti mér Logitech MX3, vona hún dugi eitthvað.


Já, ég komst að því eftir á að þetta væri algengt. Virðist einmitt vera algengara vandamál hjá "leikja" músunum heldur en öðrum. Fann þráð þar sem því var velt upp að ástæðuna kynni að finna í að switcharnir væru stilltir mun viðkvæmari til að bæta viðbrögðin í leikjum. Takk fyrir tengilinn. Þarna eru gagnlegri upplýsingar en ég var búinn að finna.

Njall_L skrifaði:Þú ert heppinn að vera með G903 þar sem rofarnir í henni eru álóðaðir á litla prentplötu sem tengist með aftengjanlegum vírum við móðurborð músarinnar og því þarf ekki lóðbolta til að skipta um rofan heldur er bara skipt um rofa+prentplötu+víra, allt í einu. Það eina sem þarf í þessa aðgerð er skrúfjárn og nokkrar mínútur í tíma.
Dæmi um rofa í G903: https://www.aliexpress.com/i/4000237514613.html


Takk kærlega fyrir þetta. Ég var ekki búinn að pæla í þessum möguleika. Var bara búinn að finna tear down af G703 og gerði ráð fyrir að switcharnir væru með svipuðu sniði.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf gnarr » Þri 31. Mar 2020 00:51

Framed skrifaði:Hversu gott? Nú er þessi mús komin úr ábyrgð fyrir stuttu og í fljótu bragði sýnist mér ég ekki hafa passað upp á kvittunina heldur. Músin er keypt erlendis en þar sem þetta var "click and collect" kaup þá virðist verslunin ekki hafa vistað nein gögn um kaupin.
Hafa þau verið að samþykkja RMA án kaupstaðfestingar?


Ég RMA'aði til þeirra síðast 2014, svo að það gæti mögulega eitthvað hafa breyst siðan, en þá var það 3-4 ára gömul Performance Mouse MX sem ég átti ekki kvittun fyrir.


"Give what you can, take what you need."


einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf einarn » Fös 03. Apr 2020 16:22

Á einmitt poka af Japönskum omron switchum sem eg keypti bara til þess að eiga þegar þetta byrjar að gerast á 500s músinni sem ég er að nota.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf jonsig » Fös 03. Apr 2020 19:57

einarn skrifaði:Á einmitt poka af Japönskum omron switchum sem eg keypti bara til þess að eiga þegar þetta byrjar að gerast á 500s músinni sem ég er að nota.

Eru þetta D2FC micro switches? keypti helling af kína týpum en þær endast svipað og annað frá kína.




einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf einarn » Þri 07. Apr 2020 18:29

jonsig skrifaði:
einarn skrifaði:Á einmitt poka af Japönskum omron switchum sem eg keypti bara til þess að eiga þegar þetta byrjar að gerast á 500s músinni sem ég er að nota.

Eru þetta D2FC micro switches? keypti helling af kína týpum en þær endast svipað og annað frá kína.



Þetta eiga vera þessir japönsku skv týpunumeri. Þessi Kínversku eru ástæðan fyrir þessu double click dæmi. Logi o.f.l nískuðust a þessa switcha og þess vegna er þetta ekki að endast eins og það á að gera. Mínir eru Df201f

:o Mynd[/url]
Síðast breytt af einarn á Þri 07. Apr 2020 18:33, breytt samtals 2 sinnum.




einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf einarn » Þri 07. Apr 2020 18:40

einarn skrifaði:
jonsig skrifaði:
einarn skrifaði:Á einmitt poka af Japönskum omron switchum sem eg keypti bara til þess að eiga þegar þetta byrjar að gerast á 500s músinni sem ég er að nota.

Eru þetta D2FC micro switches? keypti helling af kína týpum en þær endast svipað og annað frá kína.



Þetta eiga vera þessir japönsku skv týpunumeri. Þessi Kínversku eru ástæðan fyrir þessu double click dæmi. Logi o.f.l nískuðust a þessa switcha og þess vegna er þetta ekki að endast eins og það á að gera. Mínir eru D2f01f

:o Mynd[/url]



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf Klaufi » Þri 07. Apr 2020 21:49

Tæplega árs gamla G502 Ligthspeed músin mín var að byrja á þessu.

Ég pantaði Cherry rofa og skauta af https://www.itaktech.com/ til að prófa.

Hef lent í þessu áður með eldri G502, þá notaði ég Omron rofa og sú mús er enn í fínu lagi.


Mynd


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tvísmellandi Logitech g903 mús

Pósturaf braudrist » Þri 07. Apr 2020 22:34

Þetta er ekki bara Logitech. Gamla Razer Naga MMO mín lét líka svona eftir ca. 2 ár og nú tvísmellir Corsair Scimitar skrunhjólið hjá mér.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m