Ég er að fara að skipta um ofnastilli á einum ofni, ætla að setja svona bluetooth ofnastilli (Danfoss Eco) á en er í smá veseni með að taka þann gamla af. Ég hef oft tekið ofnastilla af heima hjá mér til að losa um pinnann undir og það er frekar auðvelt en nú er ég að gera þetta á ofni hjá öörum en mér og þar er stillirinn aðeins öðruvísi.
Það er svoldið langt síðan ég tók ofnastilli af heima hjá mér svo ég man ekki hvort ég skrúfaði fyrst alveg niður í 0 eða opnaði alveg en ég man að ég fór eftir leiðbeiningum sem ég fann á netinu og þær sögðu pottþétt það sama og það sem ég er að lesa núna sem er að það eigi að setja stillinn alveg í botn áður en hann er tekinn af. Vandamálið þar er að hann er í 4 og það er bara ekki hægt að snúa meira, en það er alveg hægt að snúa niður í núll. Er í lagi að ég taki stillinn af í 4?
Svo annað, til að taka stillinn af, skrúfa ég þá í sundur klemmuna þarna undir eða á ég að geta smellt þessu bara af?
Skipta um ofnastilli
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Skipta um ofnastilli
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Skipta um ofnastilli
Opnaðu hann eins mikið og hægt er til að hann sé lausari, 4 er alveg nóg. Svo bara losa skrúfuna og þá fer hann auðveldlega af
-
- Geek
- Póstar: 800
- Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta um ofnastilli
Pandemic skrifaði:Þessi ofnstillir virkar ekki á ofna sem stilla hitann á úttakinu
þetta er réttur hitastillir á úttak.
I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta um ofnastilli
Myro skrifaði:Opnaðu hann eins mikið og hægt er til að hann sé lausari, 4 er alveg nóg. Svo bara losa skrúfuna og þá fer hann auðveldlega af
Jæja, ég tók stillinn af og ætlaði að setja þann nýja á en þá kom upp smá vandamál, sá nýji passar ekki alveg á. Það fylgja með stillinum tvö millistykki sem maður setur fyrst á en það passar ekki alveg, skífan undir pinnanum er aðeins of breið
Hvernig kem ég þessum stilli á? Þarf ég að kaupa eitthvað annað millistykki eða er hægt að minnka skífuna undir pinnanum einhvern veginn?
Þarna eru öll millistykkin sem eru til fyrir þetta, þau sem fylgdu með stillinum eru M30 og RA. Gæti verið að ég þurfi efri RAV hringinn þarna?
Einhver hér sem hefur reynslu af því að setja svona stilli á og lent í svipuðu vandamáli?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta um ofnastilli
Já - fór í gegnum þetta. Þessir stillar passa ekki á frárennslis-loka (retur-neðan á ofninum) - passa bara á inntaks-loka (tur-ofan á ofninum). Ég fór í að skipta um loka á mínum ofnum - var kominn tími á það hvort sem var..
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta um ofnastilli
einarth skrifaði:Já - fór í gegnum þetta. Þessir stillar passa ekki á frárennslis-loka (retur-neðan á ofninum) - passa bara á inntaks-loka (tur-ofan á ofninum). Ég fór í að skipta um loka á mínum ofnum - var kominn tími á það hvort sem var..
Ok, á ég þá að setja þetta á inntaks-lokann? Eða þarf ég að láta skipta um loka eins og þú gerðir? Er það ekki vesen og kostar eitthvað?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Skipta um ofnastilli
Þú þarft að skipta þessum loka út fyrir túr loka eins og einarth sagði. Kostar ca 8 þús að kaupa nýjan loka og stillité per ofn. Vinnan fer svo eftir aðstæðum og fjölda ofna, ca 15 þús per ofn
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta um ofnastilli
Frábært! Keypti þetta í jólagjöf handa vini mínum, átti að vera eitthvað sniðugt en er bara að búa til vesen og auka kostnað
Kannski get ég sett þetta á einhvern annan ofn hjá honum, vonandi eru ekki allir ofnanir hans eins
Kannski get ég sett þetta á einhvern annan ofn hjá honum, vonandi eru ekki allir ofnanir hans eins
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]