Lyklaborðið mitt í viðgerð hjá START og allt lokað


Höfundur
Santos
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 20. Apr 2014 16:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Lyklaborðið mitt í viðgerð hjá START og allt lokað

Pósturaf Santos » Þri 02. Maí 2017 12:30

Góðan daginn.
Ég er orðin smá hræddur um það að lyklaborðið sem ég fór með í viðgerð fyrir páska sé glatað.
Ég semsagt fór með lyklaborð í viðgerð hjá Start 12. apríl. Eftir páskana svo ákvað ég að hringja í þá og spyrjast fyrir um stöðuna á lyklaborðinu.
Þeir sögðu þá að takkinn væri eitthvað bilaður, og þeir myndu heyra í mér daginn eftir. Nema hvað... þeir hringja ekki, en það er í góðu ég skil alveg að það geta orðið tafir á svona hlutum, en seinna svo sömu viku ákvað ég nú að hringja aftur til að athuga. Þá svarar ekki.
Ég hringi svo aftur næstu viku, og enn svarar engin. Þannig ég ákvað bara að kíkja til þeirra og þegar ég mæti á staðinn, þá er bara miði í glugganum sem á stendur "Lokað í dag". Glöggir menn hafa líklegast tekið eftir því að vefsíðan þeirra er búinn að vera niðri í þó nokkurn tíma, og ekkert er hægt að nálgast neitt á vefsíðuni þeirra. En áfram með söguna... Ég bíð þangað til eftir helgi og ákvað bara að prófa hringja aftur í þá, og ekkert svar. Mæti svo aftur, og ennþá miðinn í glugganum "Lokað í dag". Núna er kominn 3ja vika, og var ég að hringja rétt í þessu og aftur fékk ég ekkert svar. Mig grunar svosem að það sé ennþá lokað hjá þeim.
Og nú spyr ég ykkur, hvað á maður að gera í þessari stöðu. Mér líst ekkert á þetta, þegar það er lokað alla daga og engin svarar simanum og vefsíðan niðri? Er þetta fyrirtæki að fara á hausinn, og ef svo er, get ég ekki fengið þá lyklaborðið mitt aftur eða hvernig virkar þetta nú allt saman??? :popeyed


TL:DR
Fór með lyklaborð í viðgerð hjá START, virðist sem að þeir hafi farið á hausinn. Hvað gerir maður?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborðið mitt í viðgerð hjá START og allt lokað

Pósturaf Viktor » Þri 02. Maí 2017 12:33

Efast um að það sé glatað, þyrftir að finna GSM númer hjá eigendum eða starfsfólki og biðja þá um að skila því bara :)

En mjög furðulegt dæmi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborðið mitt í viðgerð hjá START og allt lokað

Pósturaf vesley » Þri 02. Maí 2017 12:53

Facebook síðan þeirra er horfin líka. Er ekki ansi líklegt að þeir séu bara í basli og allt sé að benda á að búðin sé búin að loka.




Höfundur
Santos
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 20. Apr 2014 16:41
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborðið mitt í viðgerð hjá START og allt lokað

Pósturaf Santos » Þri 02. Maí 2017 13:00

Hvað þýðir það.. á ég þá bara að hringja í þeirra persónulega síma eða hvað? Hvernig eru laga rammarnir í kringum þetta, geta þeir farið á hausinn og ekki skilað til baka þeim vörum sem þeir voru að þjónusta í viðgerð.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborðið mitt í viðgerð hjá START og allt lokað

Pósturaf Viktor » Þri 02. Maí 2017 13:14

Santos skrifaði:Hvað þýðir það.. á ég þá bara að hringja í þeirra persónulega síma eða hvað? Hvernig eru laga rammarnir í kringum þetta, geta þeir farið á hausinn og ekki skilað til baka þeim vörum sem þeir voru að þjónusta í viðgerð.


Ég myndi hringja í þeirra persónulegu síma og mæta heim til þeirra ef því væri að skipta.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB