Sælir vaktarar,
ég asnaðist til að rannsaka innviði tölvunnar minnar sl. helgi og tók eftir því að hún væri ógeðslega skítug svo ég ákvað að þrífa hana. Allt gekk vel þar til kom að því að tengja CPU viftuna kikkaði klaufaskapurinn minn inn og ég beyglaði þrjár af fjórum festingum á henni - svona
Ég er argasti nýliði, tölvan er gömul og outdated (keypt 2008, Tölvutek, viftan er intel E18764) -því er ég að spyrja hvort það sé hægt að skipta um þessa pinna og hvort það sé hægt að fá þá eitthvers staðar?
Fyrirfram takk
Klaufi meðhöndlar CPU viftu - hjálp
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2783
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 126
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Klaufi meðhöndlar CPU viftu - hjálp
Þetta er basic stock vifta, kíktu bara við í Kísildal (eða þinni uppáhaldsverslun) og fáðu nýja á 1000kr.
Gætir sennilega fengið notaða hérna á vaktinni á slikk
Gætir sennilega fengið notaða hérna á vaktinni á slikk
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Klaufi meðhöndlar CPU viftu - hjálp
cybørg skrifaði:Allt gekk vel þar til kom að því að tengja CPU viftuna kikkaði klaufaskapurinn minn inn og ég beyglaði þrjár af fjórum festingum á henni
Ekki beyglaðir, braust
En enginn stór skaði, líkt og zedro segir, þá þarftu bara að fjárfesta í nýrri kælingu, flestar verslanir ættu að eiga þessar stock kælingar á um 1000kr.-
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Klaufi meðhöndlar CPU viftu - hjálp
Klaufi skrifaði:Ásakanir eru þetta..
Það var akkurat hugsunin hjá mér, En hvar er tengingin við Klaufa ??
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Klaufi meðhöndlar CPU viftu - hjálp
zedro skrifaði:Þetta er basic stock vifta, kíktu bara við í Kísildal (eða þinni uppáhaldsverslun) og fáðu nýja á 1000kr.
Gætir sennilega fengið notaða hérna á vaktinni á slikk
Takk fyrir ráðlegginguna
Klemmi skrifaði:cybørg skrifaði:Allt gekk vel þar til kom að því að tengja CPU viftuna kikkaði klaufaskapurinn minn inn og ég beyglaði þrjár af fjórum festingum á henni
Ekki beyglaðir, braust
En enginn stór skaði, líkt og zedro segir, þá þarftu bara að fjárfesta í nýrri kælingu, flestar verslanir ættu að eiga þessar stock kælingar á um 1000kr.-
Beyglaði og beyglaði þar til ég braut
cartman skrifaði:Mundu líka að setja nýtt kælikrem milli cpu og viftunnar
Takk, skal gera það
urban skrifaði:Klaufi skrifaði:Ásakanir eru þetta..
Það var akkurat hugsunin hjá mér, En hvar er tengingin við Klaufa ??
Ég er klaufi þó ég sé ekki Klaufi