Ónýtt USB tengi og hljóð inputið er brotið


Höfundur
gudneh
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 14. Mar 2009 08:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ónýtt USB tengi og hljóð inputið er brotið

Pósturaf gudneh » Mið 24. Feb 2016 05:01

Er hægt að laga þetta á einhvern máta. Þetta er Lenevy y70 útgáfa.

Mér er hálf illa við að fara að taka þetta í sundur og lóða eitthvað út í loftið.

Reyndar gaf USB tengið sitt þegar ég vara að taka úr sambandi, þá fór það úr.
En hvað um það, er erfitt að skipta um þetta.

Ég geri ráð fyrir því að það þurfi að taka allt móðurborðið úr eins og leggur sig.

Þess næst fara allir í sauna klefann og reyna að ná andanum fyrir næsta verk. Slaka, slaaaaaka.

En svo þarf maður að kunna að lóða þetta, er þetta mikið stórmál. Er einn jútjúb gæd nóg til að koma manni í gegnum þetta.

Ef þið komust í gegnum þennan lestur þá er ég glaður maður.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt USB tengi og hljóð inputið er brotið

Pósturaf Njall_L » Mið 24. Feb 2016 07:54

Ef þú hefur aldrei lóðað og ætlar að byrja á USB tengi þá myndi ég frekar finna rafeindavirkja til að gera þetta fyrir þig. Getur talað við Són eða Litsýn.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt USB tengi og hljóð inputið er brotið

Pósturaf beggi90 » Mið 24. Feb 2016 10:53

Er þetta USB tengið hjá audio jackinum?
Ef ég leitaði að réttu móðurborði sýnist mér þetta vera á sér borði og þar af leiðandi þarftu ekkert að lóða heldur bara skipta einni plötu út.
Endilega checkaðu á fullu model númeri á tölvunni.

Ebay linkur sem ég fann í fljótu bragði : Linkur
Mynd