hvernig upplifun af þjónustu ì ìslenkum tölvubúðum(könnun)

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: hvernig upplifun af þjónustu ì ìslenkum tölvubúðum(könnu

Pósturaf Xovius » Lau 26. Okt 2013 21:38

Ég kaupi flest mitt í gegnum vefinn því ég bý útá landi og það er ódýrara að láta bara senda til sín en að gera sér ferð í bæinn þannig að ég þarf yfirleitt enga þjónustu, en tölvutek hefur yfirleitt orðið fyrir valinu hjá mér og sú litla þjónusta sem ég hef þurft hefur verið mjög fín.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: hvernig upplifun af þjónustu ì ìslenkum tölvubúðum(könnu

Pósturaf HalistaX » Lau 26. Okt 2013 22:42

Vélin mín er alfarið frá Tölvuvirkni. Fyrst varð spennufall sem olli því að HD6850 kortið mitt eyðilagðist, það kom út á ábyrgðini en þar sem þeir áttu það ekki til fékk ég bara að borga uppí HD7850 og fékk þá til þess að vippa einum 2tb HDD í í leiðinni.
Svo komst það í ljós seinna að aflgjafinn eyðilagði HD7850 kortið(höndlaði ekki 7850, tvo HDD og einn SSD), skiptu þeir bara um kort og borgaði ég eitthvað smotterí uppí kraftmeiri aflgjafa.

Tölvuvirkni fær topp einkun í minni bók. Frábært bæði viðmótið og þjónustan.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: hvernig upplifun af þjónustu ì ìslenkum tölvubúðum(könnu

Pósturaf Hrotti » Sun 27. Okt 2013 12:13

ég hef almennt ekki haft yfir miklu að kvarta, en ég hætti að versla við computer.is vegna þess að mér fannst svo fáránlegt að þurfa að standa inni í búðinni og panta vörur af netinu í símanum til að fá þær á sama verði. Ég skil alveg conceptið að það sé ódýrara að vera netverslun en þetta var bara of rangt.

Att hafa alltaf reynst mér ótrúlega vel og verið til fyrirmyndar í alla staði.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: hvernig upplifun af þjónustu ì ìslenkum tölvubúðum(könnu

Pósturaf appel » Sun 27. Okt 2013 13:11

Flestar tölvuverslanir á Íslandi eru fínar og maður fær góða þjónustu, þær komast ekki upp með neitt annað enda mikil samkeppni og menn mjög vel vaktandi yfir þeim.


*-*


Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: hvernig upplifun af þjónustu ì ìslenkum tölvubúðum(könnu

Pósturaf Some0ne » Sun 27. Okt 2013 17:40

Tölvutækni taka kökuna, Start.is hafa annars verið mjög liðlegir við mig líka.