Ofhitnun?


Höfundur
Rykhreinsun
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 28. Maí 2013 00:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ofhitnun?

Pósturaf Rykhreinsun » Þri 28. Maí 2013 00:42

Ég hef verið að spila stóra leiki á fartölvunni minni líkt og WoW, LoL og skyrim. Einnig fékk ég mér Darksiders 1 um daginn og það sama gerist við þann leik. Núna undanfarna 2 mánuði slekkur hún skyndilega á sér þegar ég er í leik og hef ég tekið eftir því að hún verði mjög heit þegar þetta gerist og var ég að spá hvort að ég þurfi fara með tölvuna í rykhreinsun eða hvort að það sé eitthvað annað að?

Þessi tölva er af gerðinni Packard bell og er rúmlega 2 ára.

Packard bell:
OS-windows 7, 64bit
Processor-Intel core i5
Graphics-Nvidia Geforce GT540M, 2gb VRAM
Memory-8gb DDR3 memory
Storage-750gb HDD
Síðast breytt af Rykhreinsun á Þri 28. Maí 2013 01:21, breytt samtals 2 sinnum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Vantar upplýsingar varðandi bilun á tölvu

Pósturaf AntiTrust » Þri 28. Maí 2013 00:44

Það þurfa nær allar fartölvur á rykhreinsun að halda reglulega, væri ekkert óeðlilegt við það ef vélin væri stútfull af ryki eftir 2 ára notkun. Ef þetta er ekki hreinsað reglulega endar vélin bara á því að slá út vegna ofhitnunar. Of heit vél þýðir alltaf minni líftími á vélbúnaði, svo það er um að gera að láta rykhreinsa hana, og skipta um hitaleiðandi krem í leiðinni.




Höfundur
Rykhreinsun
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 28. Maí 2013 00:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Rykhreinsun » Þri 28. Maí 2013 00:49

Hvaða tölvubúð væri hentugast að fara í til þess að rykhreinsa?



Skjámynd

KrissiP
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 17:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf KrissiP » Þri 28. Maí 2013 00:54

Ég fór með mína vél í Rykhreinsun og að láta skipta um kælikrem í Tölvutækni. Topp þjónusta og mjög sáttur með tölvuna :happy
Var orðinn 3. Ára og trooðfull af ryki.


I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf AntiTrust » Þri 28. Maí 2013 00:59

KrissiP skrifaði:Ég fór með mína vél í Rykhreinsun og að láta skipta um kælikrem í Tölvutækni. Topp þjónusta og mjög sáttur með tölvuna :happy
Var orðinn 3. Ára og trooðfull af ryki.


Hvað borgaru fyrir slíkt þar?



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Xovius » Þri 28. Maí 2013 01:05

Já, væri fínt að fá verðsamanburð á rykhreinsun :)



Skjámynd

KrissiP
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 17:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf KrissiP » Þri 28. Maí 2013 01:33

AntiTrust skrifaði:
KrissiP skrifaði:Ég fór með mína vél í Rykhreinsun og að láta skipta um kælikrem í Tölvutækni. Topp þjónusta og mjög sáttur með tölvuna :happy
Var orðinn 3. Ára og trooðfull af ryki.


Hvað borgaru fyrir slíkt þar?


Eitthvað um 8 þúsund, man ekki nákvæma upphæð


I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Tengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf kizi86 » Þri 28. Maí 2013 06:07

daaang it, hef semsagt verið að vanrukka fólk allsvakalega, þegar hef verið að gera þetta fyrir vini og ættingja, rukka ég bara 1000-2000kr fyrir :P


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf dori » Þri 28. Maí 2013 09:07

Það er munur á því að rykhreinsa og að blása með loftpressu inní tölvuna. Ég myndi passa mig á fólki sem segist ætla að gera þetta fyrir klink og fara frekar og borga aðeins meira fyrir þjónustu einhvers með þekkingu sem gerir þetta almennilega.



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Yawnk » Þri 28. Maí 2013 09:11

Hvað er gert þegar maður fer með fartölvu í rykhreinsun, er hún alveg rifin í sundur? hef enga reynslu af fartölvum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf dori » Þri 28. Maí 2013 09:15

Yawnk skrifaði:Hvað er gert þegar maður fer með fartölvu í rykhreinsun, er hún alveg rifin í sundur? hef enga reynslu af fartölvum.

Ég veit ekki hvað er almennt gert þegar þú ferð með fartölvu í rykhreinsun en til að ná alveg útúr henni þá þarf að taka hana í sundur. Í besta falli geturðu aðeins losað um rykið með því að blása inní hana (í versta falli brotið eitthvað).

Til að skipta um kælikrem (sem er gott að gera við og við, sérstaklega ef það er svona "stock" krem fyrir) þá þarf hvort eð er að taka hana í sundur.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Xovius » Þri 28. Maí 2013 10:29

Ef það á að gera þetta almennilega þarf að taka kæliunitið úr tölvunni og þegar þú ert búinn að því er náttúrulega sjálfsagt að skipta um kælikremið líka í leiðinni.



Skjámynd

KrissiP
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 17:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf KrissiP » Þri 28. Maí 2013 10:37

KrissiP skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
KrissiP skrifaði:Ég fór með mína vél í Rykhreinsun og að láta skipta um kælikrem í Tölvutækni. Topp þjónusta og mjög sáttur með tölvuna :happy
Var orðinn 3. Ára og trooðfull af ryki.


Hvað borgaru fyrir slíkt þar?


Eitthvað um 8 þúsund, man ekki nákvæma upphæð


Ég lét skipta um kælikrem líka, er með HP vél sem þarf gersamlega að rífa í sundur.
Yawnk skrifaði:Hvað er gert þegar maður fer með fartölvu í rykhreinsun, er hún alveg rifin í sundur? hef enga reynslu af fartölvum.

Held það fari bara eftir því hvernig vél þú ert með.


I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf littli-Jake » Þri 28. Maí 2013 11:29

Þú gætir náttúrulega athugað hversu mikið vélin er að hitna.
Lítið forrit sem heitir HWmonitor getur sýnt þér það. En ég er samt eginlea alveg viss um að það sé kominn tími á rikhreinsun. En væri samt gaman fyrir þig/okkur að sjá hversu miklu það skilar :happy


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf AntiTrust » Þri 28. Maí 2013 12:25

Persónulega hef ég yfirleitt verið með fast verð á rykhreinsun á fartölvum, svo lengi sem það þarf að rífa þær alveg í sundur, og hef þá verið að rukka 5þús fyrir rykhreinsun og nýtt krem. Ef það þarf bara að taka lok af botninum og taka kælielementið af og skipta um krem hef ég verið að rukka 2500kr.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Plushy » Þri 28. Maí 2013 12:49

flest verkstæði rukka tímagjald af rykhreinsunni. Oftast er það samt bara 1/2 yfir í 1 tíma en stundum lengur eftir gerð tölvu og hversu strembið það getur verið að taka hana alveg í sundur og láta aftur saman, þess vegna má reikna með alveg 5-10þ í alhreinsun; rykhreinsun og kælikrem fjarlægt og látið nýtt.

Sniðugast að þekkja fólk sem getur tekið þetta að sér eins og t.d. Antitrust lítur út fyrir að hafa gert til að halda kostnaði í lágmarki :happy




Höfundur
Rykhreinsun
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 28. Maí 2013 00:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Rykhreinsun » Fim 30. Maí 2013 03:07

Fór með tölvuna í tölvutek, lét rykhreinsa og skipta um kælikrem, kostaði 3990. Get núna spilað leikina án þess að tölvan slökkvi á sér. Takk fyrir ábendingarnar. :happy




Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun?

Pósturaf Arnarmar96 » Fim 30. Maí 2013 16:46

má ég sp. hvað gerðu þeir þegar þeir rykhreinsuðu? ég var lika að lenda í ofhitunarvandamálum, venjulega kælikremið í 1 og halft ar, skipti um og rykhreinsaði, bara blés úr ventunum þar sem heita loftið leitar út, og ég fór frá 95°-100° í 85-90° á örgjörva og 85-97°- 80-93° á skjákorti átti til að fara aðeins hærra en 100 gráður á örgjörva og leitaði í 100 gráður á skjákorti, en er eitthvað hægt að fá þetta meira niður eða? ég er með hana undir notepal x2 kælingu á meðan ég spila leiki


Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb