Keypti þessa tölvu: http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2161 (er með 3570 ekki 3550) fyrir stuttu síðan en það er alltaf einhvað vesen með hana. Á turninum er ON og OFF takki fyrir LED ljós og svo er líka viftustýring og rétt eftir að ég keypti hana virkaði hvorugt af þessu þannig, að ég fór með hana til að láta laga hana en það tók einhverja 8-9 daga. Svo var hún loksins tilbúinn og ég náði í hana og fljótlega eftir það var einhvað vesen með viftu (heyrðist stundum mjög hátt í henni/þeim og stundum ekkert) og svo núna í dag hætti ein viftan að snúast og engar viftustýringar né ljós virka. Hvað er í gangi?
Finnst þetta nú alveg frekar ömurlegt að vera nýbúinn að kaupa eitt stykki borðtölvu og þurfa strax að vera fara með hana í viðgerð sem tekur marga daga. Málið er bara að ég nota hana svo mikið og vill helst ekki aftur þurfa að fara með hana. En það er líklegast eini kosturinn..
Veit einhver hvað gæti verið að ske?
*Leiðrétting: það snýst engin vifta......
Vesen á tölvu frá Tölvutækni
Re: Vesen á tölvu frá Tölvutækni
Leiðinlegt að heyra að þú hafir lent í vandræðu með vél frá okkur. Við setjum allar nýjar vélar í álagsprófun áður en við látum þær frá okkur til að minnka líkur á því að nýjar vélar frá okkur séu að valda vandræðum, þar sem það er að sjálfsögðu það leiðinlegasta sem getur gerst fyrir nýjan, dýran hlut, að þurfa að fara með hann beint í viðgerð.
Nú er ég í skóla og aðeins í hlutastarfi hjá Tölvutækni og get því ekki sagt til um af hverju verkstæðistíminn hefur verið svona langur hjá þér, en ég veit það fyrir víst að það er einsdæmi ef tíminn fer langt yfir 3-4 virka daga, einu skiptin sem ég man eftir að slíkt hefur gerst er vegna þess að þurft hefur að panta varahlut, sem ætti ekki að hafa verið í þínu tilfelli þar sem við eigum yfirleitt nóg til af þessum Pantheon kössum og getum skipt úr nýjum kassa, eða vegna þess að af einhverjum ástæðum hefur verkið lent til hliðar og gleymst.
Það er að sjálfsögðu slök þjónusta þegar verk gleymast og með réttu og ábyrgu verkferli á slíkt ekki að koma fyrir, við reynum að temja okkur vönduð og öguð vinnubrögð en sökum fámennis og mikilla anna næst ekki alltaf að hafa yfirsýn yfir allt.
Ég skal vekja athygli strákanna á þessu máli og sjá til þess að þetta verði klárað samdægurs þann dag sem tölvan kemur inn til viðgerðar, gefið að hún komi inn fyrir klukkan 14. Þú ert einstaklega óheppinn að því leyti að hafa fengið tvær bilaðar viftustýringar og skil vel ef þú treystir þeim ekki. Því máttu gera þér í hugarlund hvort þú viljir skipta yfir í annan kassa og færðu þá það sem þú greiddir fyrir Pantheon kassann að fullu upp í nýjan.
Endilega vertu í bandi og láttu mig vita hvort og hvenær þú kæmist með vélina og ég fylgi málinu á eftir svo það sé tryggt að þetta gangi smurt fyrir sig.
Beztu kveðjur,
Klemenz Hrafn
Tölvutækni
Nú er ég í skóla og aðeins í hlutastarfi hjá Tölvutækni og get því ekki sagt til um af hverju verkstæðistíminn hefur verið svona langur hjá þér, en ég veit það fyrir víst að það er einsdæmi ef tíminn fer langt yfir 3-4 virka daga, einu skiptin sem ég man eftir að slíkt hefur gerst er vegna þess að þurft hefur að panta varahlut, sem ætti ekki að hafa verið í þínu tilfelli þar sem við eigum yfirleitt nóg til af þessum Pantheon kössum og getum skipt úr nýjum kassa, eða vegna þess að af einhverjum ástæðum hefur verkið lent til hliðar og gleymst.
Það er að sjálfsögðu slök þjónusta þegar verk gleymast og með réttu og ábyrgu verkferli á slíkt ekki að koma fyrir, við reynum að temja okkur vönduð og öguð vinnubrögð en sökum fámennis og mikilla anna næst ekki alltaf að hafa yfirsýn yfir allt.
Ég skal vekja athygli strákanna á þessu máli og sjá til þess að þetta verði klárað samdægurs þann dag sem tölvan kemur inn til viðgerðar, gefið að hún komi inn fyrir klukkan 14. Þú ert einstaklega óheppinn að því leyti að hafa fengið tvær bilaðar viftustýringar og skil vel ef þú treystir þeim ekki. Því máttu gera þér í hugarlund hvort þú viljir skipta yfir í annan kassa og færðu þá það sem þú greiddir fyrir Pantheon kassann að fullu upp í nýjan.
Endilega vertu í bandi og láttu mig vita hvort og hvenær þú kæmist með vélina og ég fylgi málinu á eftir svo það sé tryggt að þetta gangi smurt fyrir sig.
Beztu kveðjur,
Klemenz Hrafn
Tölvutækni
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 172
- Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 16:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á tölvu frá Tölvutækni
Heyrðu, fékk bara að velja nýjan turn hjá þeim og þeir færðu hlutina yfir samdægurs. Er mjög ánægður með hana núna!