Ég til þeirra: 20. júní
Var bara að spá afhverju verðin ykkar á GTX 670 skjákortum eru 5.000 kr hærri en hjá öllum öðrum?
http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... lay&cid=12
Þeir til mín: 20. júní
Sæll Jón,
Kortið sem við erum með er Gigabyte Super Overclocked útgáfa sem hefur töluvert betri kælingu en venjulegu kortin ásamt því að það er afkastameira þar sem það er að keyra á hærri klukkutíðnum.
Hinar tölvuverslanirnar á vaktinni eru með reference kort sem eru öll eins nema með mismunandi límmiðum.
Tölvutækni eru með 670 kort frá Gigabyte en það kort er ekki Super Overclocked útgáfa þó það sé með sömu kælingu og útskýrir það verðmuninn.
Verðverndin gildir i raun við alla hluti svo lengi sem að keppnisaðili eigi nákvæmlega sömu vöru á lægra verði til á lager.
Bestu kveðjur
Sölufulltrúi
(ég heiti ekki Jón en það er svosem ekki mikilvægt)
Ég til þeirra: 20. júní
Og ég hef ekki enn fengið neitt svar við því
Þó þeir selji vissulega líka "Gigabyte Super Overclocked" útgáfuna og það á sama verði og stock útgáfan
Getur verið erfitt að svara erfiðum spurningum...
Annars langar mig að hrósa starfsmanni í Omnis í Borgarnesi því þegar ég leit við þar um daginn og sá 3TB USB3 Verbatim flakkara á 50 þúsund spurði ég hversvegna verðið væri svona hátt og hann sagði þetta bara vera gamalt verð og lækkaði það á staðnum niður í einhver 38 þúsund