Sælir Vaktarar.
Okkur hjá Tölvuvinum.is vantar að ráða til okkar í hálft starf eða þar um bil, öflugan tæknimann sem að getur unnið sjálfstætt og ræður við öll helstu verkefni sem að uppá geta komið í tölvuviðgerðum. Þú þarft að vera jafnvígur á hvort heldur vélbúnað í fartölvum sem borðtölvum, helst með einhverja reynslu frá öðru verkstæði, og einnig er gott að geta státaða af gráðum eins og Comptia ++. Hugbúnaðarþekking er mikilvæg í starfi tæknimannsins, og þarftu að getað leyst úr flóknum vandamálum hvort heldur er í Linux, Windows eða Mac. Vinnutíminn er milli 9-13 alla virka daga, með miklum möguleikum á aukavinnu, jafnt í miðri viku sem og um helgar. Við Borgum þér sanngjörn en góð laun, ef að þú stenst væntingar okkar, og hefur í heiðri stundvísi og reglusemi, ásamt góðri og faglegri framkomu við viðskiptavini okkar, sem að nálgast nú á þriðja þúsund, og fara vaxandi.
Ráðið verður nú þegar í starfið ef að góður maður eða kona býðst.
Allar frekari upplýsingar gefur Ólafur Baldursson Framkvæmdarstjóri Tölvuvina.is í síma 445-0100.
Tölvuvinir.is
Tölvuverkstæði
Langholtsvegi 126
104-Reykjavík
s: 445-0100
Starf hjá Tölvuvinum
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 22:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: Bjallavað 11-110 Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1570
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Reputation: 44
- Staðsetning: Breiðholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Starf hjá Tölvuvinum
líst vel á þetta hjá þér Óli
CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 14
- Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 22:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: Bjallavað 11-110 Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Starf hjá Tölvuvinum
Ágætu vaktarar.
Kærar þakkir fyrir frábær viðbrögð. Við höfum nú ráðið í starfið, en viljum engu að síður hvetja ykkur sem að eruð færir í faginu að láta okkur vita af ykkur. Miði er alltaf möguleiki.
Bestu kveðjur
Ólafur Baldursson
Tölvuvinir.is
Tölvuverkstæði
Langholtsvegi 126
104-Reykjavík
S: 445-0100
Kærar þakkir fyrir frábær viðbrögð. Við höfum nú ráðið í starfið, en viljum engu að síður hvetja ykkur sem að eruð færir í faginu að láta okkur vita af ykkur. Miði er alltaf möguleiki.
Bestu kveðjur
Ólafur Baldursson
Tölvuvinir.is
Tölvuverkstæði
Langholtsvegi 126
104-Reykjavík
S: 445-0100