Síða 1 af 1

Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 08:02
af fhrafnsson
Góðan daginn vaktarar!

Nú er maður að spegúlera í nýjum síma, gamli farinn að verða leiðinlegur. Ég er svona helst að leita að góðu batteríi, IP68 vottun og góðum skjá. Hvað er málið í dag sem er ekki kreisý dýrt?

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 08:52
af Sultukrukka
Myndi fara í Google Pixel 9a af Amazon.de. Heimkominn rétt undir 80K. Hægt að fá hann hérlendis hjá Emobi.is á 95K

IP68,5100mah rafhlaða, góður 120hz skjár, stuðningur við tæki í 7 ár, fín myndavél, hreint android ofl.

https://www.pcmag.com/reviews/google-pixel-9a

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 09:17
af fhrafnsson
Sé líka að Pixel 10 kemur líklega út í ágúst, ætli það sé kannski málið ef maður lætur sig hafa það þangað til?

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 12:29
af Viggi
oneplus 13 eða eða 13r keypti mér 12 í fyrra og gæti ekki verið sáttari 6000 mah battery í 13r og 100w hleðsla sem er ótrúlega næs að hafa

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 12:33
af audiophile
Ég fékk mér OnePlus 13 fyrir stuttu eftir að hafa átt Samsung síma undanfarin 10ár. Mjög sáttur.

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 18:00
af Saewen
Ef þú villt einhvað sem er ekki crazy dýrt þá er oneplus 13 og 13r ekki málið, mæli frekar með að fara í Oneplus Nord 4. Reyndar bara Ip65 en það er meira en nóg, ekki nema þú ert að spá í að taka sundsprett með símann!

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 18:19
af halldorjonz
Ef þu vilt það besta þa er þetta einfalt

iPhone Pro Max

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 22:53
af Moldvarpan
Það fer voðalega mikið eftir því hvað fólk er vant, hvað það fýlar.

Ég hef t.d. alltaf verið með Samsung síma, og mér líkar rosalega vel við þá. Hef verið að velja mér FE útgáfurnar hjá þeim þar sem ég tími ekki að eyða í flaggskipin.

Svo eru aðrir sem segja Apple. And so on.


Ég myndi skoða nýja síma frá þeim framleiðendum sem þér líkar.

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 23:36
af kristjanorrihugason
Þessi er helvíti fínn. Með stórt batterý og 120W hleðslu, IP68, 120hz oled skjá og líka með nóg af geymsluplássi. 256GB er það minnsta sem að ég færi í, þessi er með 512GB sem er góður buffer fyrir framtíðina.

https://mibudin.is/vara/redmi-note-13-p ... njallsimi/

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Þri 20. Maí 2025 23:46
af orn
Myndi ekki skoða flaggskipin nema myndavél skipti þig miklu máli. Midrange gerðir af Samsung eða Redmi eða öðru sambærilegu eru fáránlega góðir fyrir peninginn. Sama batterí og í flaggskipunum, ekki mikið verri örgjörvi sem er plenty og mjög góðir skjáir.

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Mið 21. Maí 2025 09:01
af Dropi
Ég geri bara eitt með símanum mest af öllu og það er að taka myndir af fjölskyldunni og þessvegna er ég með Xiaomi 15 Ultra í dag. Hann er roooosalegur en myndavélin er svo stór að hann liggur ekki vel á borði eða í vasa. En ég er samt ánægður.

Var með Xiaomi 12 Pro í 3 ár og sá sími var líka top notch. Amma er með hann í dag og hún er ekki ósátt.

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Mán 30. Jún 2025 10:49
af falcon1
Ég er hugsanlega líka í sömu hugleiðingum vegna þess að gamli síminn virðist vera hættur að taka við hleðslu. :(

Hvaða sími er með bestu myndavélina? Budget: Helst ekki meira en 100þ

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Mán 30. Jún 2025 11:26
af Zensi
Google Pixel 8/9/10

De-googla með GrapheneOS, ekki setja upp google services sandbox a Admin user og sideloada banka/fjármálaöpp/island.is/auðkenni & sona critical dæmi þar inn.

Búa svo til 2x aðra Users, setja upp Google sandbox (playservices og Playstore) á annann þeirra og setja allt samfélagsmiðladrasl, leiki ogsfrv og inná hinn userinn email'ð, synced browser og vinnutengt dót etc.
Hægt að setja líka upp 4ða user til að leifa krökkunum að horfa á youtubb eða til að lána einhverjum símann til að fletta uppá netinu/hringja.

Heldur öllu 100% aðskildu og öruggu, fullkomin stjórn yfir öllum permissions (ekkert locked permission bull eða bloat), google services keyra í sandbox og hafa ekki aðgengi að neinu í símanum þmt notandahegðun, location etc nema það sé leyft sérstaklega og getur líka sett upp storagescopes fyrir öpp sem er þá bara ákveðin mappa að eigin vali sem þau hafa eingöngu aðgengi að í stað þess að hafa aðgengi að öllum gögnum símans.

Svo er líka plús að update eru OTA á sama tíma og Google pushar updates ásamt því að síminn gengur hraðar, rafhlaða endist mun lengur og síminn hitnar mun minna.

Eini gallinn er að Google Wallet NFC virkar ekki enn fyrir debit/kredikort, en getur haft það í snjallúrinu í staðinn.

Mun amk aldrei fara aftur í "stock" android og sama með fjölskylduna sem er öll pixluð með GrapheneOS

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Mán 30. Jún 2025 13:11
af asimov
falcon1 skrifaði:Ég er hugsanlega líka í sömu hugleiðingum vegna þess að gamli síminn virðist vera hættur að taka við hleðslu. :(

Hvaða sími er með bestu myndavélina? Budget: Helst ekki meira en 100þ


Ertu búinn að þrífa kuskið úr hleðsluportinu?

Re: Spá í nýjum síma

Sent: Mán 30. Jún 2025 13:37
af falcon1
asimov skrifaði:Ertu búinn að þrífa kuskið úr hleðsluportinu?

Já, ég náði einhverju kuski eða ryki með tannstöngli úr portinu þannig að það virðist virka aftur. :) Ótrúlegt hvað þessi sími ætlar að lifa. :D