Síða 1 af 2

Dell Inspiron 6000 fartölva

Sent: Þri 31. Jan 2006 03:20
af MuGGz
http://extranet.ejs.is/extranet/ProductDetail.aspx?ProductID=INSP6000%2307

Hvernig lýst fólki á svona vél ?

Mæliði með einhverju öðru fyrir þennan pening ?

p.s. er algjörlega nýr í þessum fartölvum :)

Sent: Þri 31. Jan 2006 09:56
af wICE_man
VÁ, dýrt drasl maður! (ég er ekki að segja að þessi tölva sé drasl, bara allt of dýr m.v. það sem þú færð þó að þetta sé Hell.. ..ég meina Dell)

Líttu á speccana:

1.4GHz Celeron M
512MB RAM
40GB HDD
Combo drif

Fyrir svona basic útfærslu ættum við að vera að tala um 70.000 kall

Svo höfum við það sem ætti að hækka þetta í verði:

SD-kortalesara 500kall
Firewire 1500kall
15.4" Widescreen 5000kall
6 Cellu rafhlaða 5000kall

og hvað er svo þetta:

"1 árs ábyrgð, 2ja ára neytendaábyrgð"

Ég hélt að það ætti að vera 2 ára ábyrgð á þessu samkvæmt lögum,
-2000kall fyrir þetta.

Svo að verðið sem ég myndi setja á svona grip væri í mesta lagi 80.000kall

Hér er ekki tekið tillit til merkis, þjónustu stigs verslunar eða annara huglægra þátta enda hef ég engan grundvöll til að staðhæfa um þá þætti.

En svona til að taka þetta saman þá er þetta 40.000kr of dýr tölva m.v. specca!

Sent: Þri 31. Jan 2006 10:49
af MuGGz
Geturu bent mér á einhverja fína vél ?

má alveg vera ódýrari, þessi vél mun ekkert vera notuð í þunga vinnslu og enga leiki eða neitt ...

Sent: Þri 31. Jan 2006 13:51
af Tesli
Allavega skaltu tala við einhvern í HR ef þú ætlar að versla við EJS því þeir fá 30% afslátt af öllum fartölvum frá þeim :shock:

Sent: Þri 31. Jan 2006 14:13
af mjamja
laemingi skrifaði:Allavega skaltu tala við einhvern í HR ef þú ætlar að versla við EJS því þeir fá 30% afslátt af öllum fartölvum frá þeim :shock:


HR?? hvað er það?

Sent: Þri 31. Jan 2006 14:19
af Stutturdreki
mjamja skrifaði:HR?? hvað er það?
Háskólinn í Reykjavík

Sent: Þri 31. Jan 2006 14:20
af Veit Ekki
Fyrir þetta sama verð sem þessi tölva hjá EJS er á geturu fengið þessa hérna sem er mun betri:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1970

Þessi er svo 13 þús. ódýrari:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2176

Þessi á 80 þús.:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1968

Allavega er þessar 2 efstu mun betri en þessi hjá EJS.

Þessi á 80 þús. er líka fín, einn bróðir minn á þannig tölvu og er ánægður með hana, hann er að nota hana í skólann, þá aðallega í 3D vinnslu og aðra myndvinnslu.

Sent: Þri 31. Jan 2006 14:58
af MuGGz

Sent: Þri 31. Jan 2006 18:01
af danielr
Sælir,

Hér eru nokkrar frá Acer sem gætu hentað:

http://www.svar.is/vorur/?path=/resourc ... ps=18#2403 69.900

http://www.svar.is/vorur/?path=/resourc ... ps=18#4062 109.900

http://www.svar.is/vorur/?path=/resourc ... ps=18#4062 119.900

Eða fara í ódýrustu Intel Duo Core vélina
http://www.svar.is/vorur/?path=/resourc ... ps=18#4202

...svo ef þú átt pening þá er alvöru duo core vél komin: :)
http://www.svar.is/vorur/?path=/resourc ... ps=18#5672

Sent: Þri 31. Jan 2006 18:31
af MuGGz
Takk fyrir allar ábendingarnar, ég er að skoða þetta allt saman :8)

Þekkiði eitthvað MiTac vélarnar sem Hugver eru með ?

Sent: Þri 31. Jan 2006 18:52
af hilmar_jonsson
MuGGz skrifaði:Takk fyrir allar ábendingarnar, ég er að skoða þetta allt saman :8)

Þekkiði eitthvað MiTac vélarnar sem Hugver eru með ?


Ég þekki eina þannig. Ég myndi frekar taka NX6125 eða e-a ACER vél.

Sent: Þri 31. Jan 2006 18:57
af @Arinn@
En hvernig eru Asus væelarnar sem task eru með að fúkkera ?

Sent: Mið 01. Feb 2006 00:40
af CraZy
danielr skrifaði:
...svo ef þú átt pening þá er alvöru duo core vél komin: :)
http://www.svar.is/vorur/?path=/resourc ... ps=18#5672


hvernig erþað með þetta duo, 1,6ghzx2=3,12 eda bara 1,6 samanlagt :?

Sent: Mið 01. Feb 2006 13:32
af danielr
Nei ekki alveg hægt að segja það með duo'inn, hef verið að skoða nokkur benchmarks og það er nokkuð mismunandi, 1.66Ghz er hinsvegar að koma betur út en "gamli" Dothan Centrino 2.13Ghz.

Auk þess er allt í þessum(flestum) duo core vélum betra, hraðara minni, öflugari skjákort, oft SATA harðir diskar og fleira í þeim dúr.

Sent: Mið 01. Feb 2006 15:34
af MuGGz


Lýst nokkuð vel á þessa :8)

Hvað segja menn hérna ? er Acer TravelMate 4064 WLMi - Centrino málið ?

Sent: Mið 01. Feb 2006 15:36
af urban

Kóði: Velja allt

Rafhlaða: Allt að 2klst


soldið lítil ending á rafhlöðunni

Sent: Mið 01. Feb 2006 16:22
af Viktor
urban- skrifaði:

Kóði: Velja allt

Rafhlaða: Allt að 2klst


soldið lítil ending á rafhlöðunni


Satt...en af hverju Code? Og er ekki hægt að fá stærri?

Sent: Fim 02. Feb 2006 10:02
af danielr
Þessi vél kemur með 4-cellu rafhlöðu og er því með ca. 2klst rafhlöðu(hægt að ná henni nær 3klst ef menn nota ePowerManagement og minnka vinnsluna).

Ástæðan fyrir þessu er bara einfaldlega verðið - þarna er verið að reyna að bjóða vel spekkaða tölvu á lágu verði og þá verður að fórna einhverju. Brilljant fyrir þá sem nota fartölvu oftast í rafmagni, eða komast í rafmagn á 2klst fresti.

Sent: Fim 02. Feb 2006 11:14
af urban
Viktor skrifaði:
urban- skrifaði:

Kóði: Velja allt

Rafhlaða: Allt að 2klst


soldið lítil ending á rafhlöðunni


Satt...en af hverju Code? Og er ekki hægt að fá stærri?

ég ætlaði nú að gera quote en hef klikkað á vitlausan takka

Sent: Fim 02. Feb 2006 12:17
af wICE_man
Til hvers þarftu allan þennan kraft?

Annars geturðu fengið TravelMate 4062LMi hér í Kísildalnum á 98.000kr.

Hér eru speccarnir:

Örgjörvi: Intel Pentium M 1.73Ghz - Centrino - Dothan
- Týpa: 740, 2mb Cache/Skyndiminni, 533mhz FSB
Vinnsluminni: 512mb DDR2 (mest 2gb)
Harðdiskur: 60GB Ultra ATA 100
Drif: CD Skrifari / DVD Skrifari dual layer
Skjár: 15" XGA TFT (1024x768 uppl.)
Skjákort: Intel GMA 915, allt að 128mb
Hljóð: Innbyggðir stereo hátalarar
Lyklaborð: 88 hnappa, nýhönnun sem eykur þægindin
Mús: Innbyggð snertinæm mús(e. Touchpad)
Netkort: Þráðlaust 802.11b/g og 10/100Mbit ethernet
Stýrikerfi: Windows XP Home
Hugbúnaður: Norton AntiVirus(90 daga leyfi), Acrobat Reader, Power DVD, NTI CD Maker
Tengi: 3x USB 2.0, VGA
Stærð: 3.39cm(H) x 36.4cm(B) x 27.9cm(D)
Þyngd: 2.95kg
Rafhlaða: Allt að 2klst
Ábyrgð: 3 ár

Centrino fyrir neðan 100.000kallinn, how about that... :wink:

Sent: Fim 02. Feb 2006 12:23
af MuGGz
mér finnst 1024*768 upplausn í minni kanntinum :?

Sent: Fim 02. Feb 2006 13:10
af wICE_man
Já hún er það, en hvað ertu að græða á 1280X800?

Sent: Fim 02. Feb 2006 13:24
af SolidFeather
256x32

:D!

Sent: Fim 02. Feb 2006 13:30
af MuGGz
Get ég komið og kíkt á hana wice man ??

er hún uppsett í búðinni.. ?