Síða 1 af 1
Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 17:40
af littli-Jake
Mamma er með iPad sem er sennilega orðinn svona 10 ára. Núna fær hann ekki lengur stýrikerfis uppfærslur og hvert appið á fætur öðru hættir að virka. Eru þetta bara örlögin hjá þessu mac dóti?
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 17:44
af Langeygður
Eina sem mér dettur í hug er sidecar og nota hann sem annan skjá eða ser e-reader.
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 18:45
af kizi86
littli-Jake skrifaði:Mamma er með iPad sem er sennilega orðinn svona 10 ára. Núna fær hann ekki lengur stýrikerfis uppfærslur og hvert appið á fætur öðru hættir að virka. Eru þetta bara örlögin hjá þessu mac dóti?
er það nú ekki örlög allra tækja að framleiðendur hætti að koma með uppfærslur? en veit nú ekki hvað það eru margir framleiðendur af android spjaldtölvum, sem koma með stýrikerfis/öryggisuppfærslur í 10 ár.. svo ef ætlar í android, þá er ekkert víst að það sé stuðningur fyrir það tæki í meira en 4-5 ár
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 19:08
af russi
kizi86 skrifaði:er það nú ekki örlög allra tækja að framleiðendur hætti að koma með uppfærslur? en veit nú ekki hvað það eru margir framleiðendur af android spjaldtölvum, sem koma með stýrikerfis/öryggisuppfærslur í 10 ár.. svo ef ætlar í android, þá er ekkert víst að það sé stuðningur fyrir það tæki í meira en 4-5 ár
Má líka nefna svona að ganni að Win10 átti að vera síðasta útgáfan af Win og fá uppfærslur eftir því er hætt að uppfærslur og með end of life eftir ár, rétt nær 10 árum
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 19:33
af Henjo
Þetta er það sem ég þoli ekki við þessa síma og spjaldtölvur. Allt locked og þarf að treyst á hugbúnaðaruppfærslur frá framleiðanda tækisins. Meðan get ég tekið 15 ára gamla borðtölvu og installað Linux eða WIndows á hana án vandræða.
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 21:18
af littli-Jake
kizi86 skrifaði:littli-Jake skrifaði:Mamma er með iPad sem er sennilega orðinn svona 10 ára. Núna fær hann ekki lengur stýrikerfis uppfærslur og hvert appið á fætur öðru hættir að virka. Eru þetta bara örlögin hjá þessu mac dóti?
er það nú ekki örlög allra tækja að framleiðendur hætti að koma með uppfærslur? en veit nú ekki hvað það eru margir framleiðendur af android spjaldtölvum, sem koma með stýrikerfis/öryggisuppfærslur í 10 ár.. svo ef ætlar í android, þá er ekkert víst að það sé stuðningur fyrir það tæki í meira en 4-5 ár
Ég er alls ekki í einhverju Android sé betra en Mac hérna. En það er rosa pirrandi að tæki sem er í fullkomnu lagi verði bara læst út af hugbúnaði.
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 21:23
af Gunnar
jailbreak?
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 22:34
af rapport
Held að jailbreak sé rétta leiðin s.s. unsupported updates....
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 22:58
af Orri
Ef þú vilt keyra öpp eða stýrikerfi sem þurfa nýrri tækni en sú sem er 10 ára, þá já er hún eflaust "gagnslaus", eða í það minnsta hægvirk.
Ef þú vilt keyra öpp og stýrikerfi sem voru gerð fyrir tæki sem eru 10 ára, þá virka þau eflaust ágætlega.
Held það sé alls ekki einskorðað við "Mac dót", og í raun hafa Apple hafa verið hvað duglegastir við að styðja gömul tæki með uppfærslum. Mér sýnist einmitt sambærileg 10 ára Samsung spjaldtölva (Galaxy Note 10.1) vera föst á Android 5, sem væri því eflaust úrelt fyrir löngu (ef þú vilt keyra nýjustu öpp og stýrikerfi).
Re: Úreltir iPad gagnslausir?
Sent: Mið 04. Des 2024 23:09
af Viggi
Rendar með android tækin er hægt að setja upp custom rom og lengja líftíman eithvað aðeins en enginn meðaljón er að fara að standa í því