Síða 1 af 1

Tilgangur 5G á farsímum

Sent: Sun 10. Mar 2024 13:13
af Viggi
Nú er 5G kerfið búið að vera í fullri notkun um allt land í nokkurn tíma og hef prófað tvisvar að hafa kveikt á 5G í símanum og þar sem maður notar bara spotify/youtube og samfélagsmiðlana þá er nákvæmlega engin munur á notkun nema auto 5G étur upp batterýið. Er reyndar með 3 ára síma og kannski einhver munur á modeminu í símunum í dag. Ætti að vera sér toggle (í swipe down menu) fyrir 5G ef maður ættlar að ná í eithvað stórt eða nota síman sé hotspot. Sem heimanet í smábæ er þetta er það meira en nóg. Bara forvitin hvernig vaktarar eru með þetta stilt hjá sér :)

Re: Tilgangur 5G á farsímum

Sent: Sun 10. Mar 2024 14:09
af orn
Galaxy S21 Ultra át batterí eins og brjálæðingur á 5G. Ekkert slíkt vandamál á 23 Ultra. 21 meira að segja hitnaði svo mikið á vídeó símtölum á 5g að hann slökkti á sér á endanum.

Re: Tilgangur 5G á farsímum

Sent: Sun 10. Mar 2024 14:11
af axyne
Búinn að eiga pixel 7 í rúmt ár og hef haft kveikt á 5G allann tímann.
Verð að játa ég var bara ekkert að pæla í þessu. Samkvæmt þessari skýrslu þá er góður munur á 4G vs 5G á Tensor G2
Miðan við mína notkun þá efast ég um að ég hef not fyrir hraðann á 5G svo ég er búinn að skipta yfir á 4G núna, verður síðan að koma í ljós ef ég finn einhvern mun.
Ég hef verið að nota AccuBattery Pro frá degi eitt, ef það er einhver munur á rafhlöðu endingu þá ætti ég að sjá það.

ookladrain.jpg
ookladrain.jpg (56.5 KiB) Skoðað 4259 sinnum

Re: Tilgangur 5G á farsímum

Sent: Sun 10. Mar 2024 15:12
af JReykdal
S21...alltaf kveikt á 5G, enginn teljandi munur á batterýi eftir að 5G kom.

Re: Tilgangur 5G á farsímum

Sent: Sun 10. Mar 2024 15:46
af Uncredible
S22 hérna, ég slökkti á 5G. Tók eftir mun betra batterý yfir daginn og einnig var það oft sem það var 5G en það virkaði illa eða ekki neitt.

Hef ekki prófað að kveikja á 5G aftur. Finnst ég ekki vera græða mikið á því.

Re: Tilgangur 5G á farsímum

Sent: Sun 10. Mar 2024 20:21
af jonsig
Hef bara 4G til að fækka cylces á rafhlöðunni. Motorola edge ultra.
Og hleð max 80%