Síða 1 af 1

Smá bras með FujitsuSimens ferðavél (leyst)

Sent: Sun 08. Jan 2006 01:56
af so
Sælir félagar,

Fékk í hendurna í dag ferðavélina hjá systur minni og virtist XP explorerinn ónýtur. Það var búið að vera eitthvað vírusa og sheriff spyware bras með hana. Eftir að hafa keyrt repair af stýrirskerfisdiskinum kom ég henni á lappirnar og gat náð út þeim gögnum sem skiptu máli.

Hún var samt mjög furðuleg og meðal annars var Internet exploerinn með stæla, opnaði 50 síður í einu og fleira svo það var lítið annað að gera en að strauja hana frá grunni enda lítið á henni nema námsgögnin sem búið var að bjarga.
Eftri að hafa endurnýjað partitionina og forsniðið, sett upp ferskt xp stýrikerfi og driveradiskin var hún ljúf eins og lamb og allt eðlilegt nema 5 flýtitakkar sem eru vinstra megin við lyklaborðið vilja ekki virka. Þeir eru til að starta þráðlausa kortinu, póstinum, netvafra og eitthvað fleira.

Þeir virka ekki en verða að virka því það þarf að ýta á einn þeirra til þess að vélin fari að leita að þráðlusum tengingum og tengist þeim.

Er búinn að ganga úr skugga um að allir driverar eru inni og fulluppfæra stýrikerfið. Allt er eðlilegt í device manager og ég finn ekkert software á vélinni sem gæti tengst þessum tökkum.
Búinn að endurinnsetja drivera fyrir lyklaborðið, "snerti músina" og það sem mér dettur til hugar að þessir hnappar kunni að tengjast en allt kemur fyrir ekki.
Þetta er 2 ára Fujitsu-Siemens Amilo pro vél og er með XP pro styrikerfi.

Ég var að spá í hvort þið þekktuð þetta og hvort þið hefðuð hugmynd um hvernig á að virkja þessa takka.

Allar hugmyndir vel þegnar?

Sent: Sun 08. Jan 2006 02:46
af galileo
Ég sé að þú ert búinn að hugsa útí driverana en það er nefnilega oft þannig með þessa aukatakka og svoleiðis á lyklaborðum að það þurfi að installa driverunum og passa að velja alla möguleikana en ekki bara custom og sleppa sumum.

Sent: Sun 08. Jan 2006 17:58
af so
Vandamál leyst.

Sérstakur launch manager sem sér um þessa hnappa hafði ekki installerað sér af driveradisknum.
Hann fluttist bara yfir og ég var mjög lengi að finna hann og átta mig á samhenginu en þegar ég var búinn að installera honum þá var allt gott á eftir.