Ég var að fá tvær vélar frá Vörn
https://vorn.is/ Komu tveir menn og boruðu í gegnum veggi til þess að hafa þetta beintengt, mjög snyrtilega gert hjá þeim. Síðan settu þeir upp tölvu sem geymir myndefnið í X tíma. Til þess að spara kostnað og vesen þar sem það var mjög langt í router þá keypti ég annan router bara fyrir þetta kerfi og þeir hringdu í Símann og græjuðu eitthvað til þess að tengja hann í ljósleiðaraboxið. Tók búnað hjá þeim fyrir fjórar vélar og mun eflaust bæta tveimur við seinna þegar buddan leyfir.
Ég á svo þetta kerfi og vélar og ekkert mánaðargjald en get heyrt í þeim ef mig vantar aðstoð. Get opnað vélarnar í síma, tölvu og gefið fólki aðgang að þeim ef ég vill.
Ég var allavega mjög sáttur og já þetta kostar aðeins meira en er allavega gert 100%.