Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf RassiPrump » Lau 28. Maí 2022 12:16

Sælir spjallverjar.
Mig langaði að forvitnast hvort einhver hér sé fróður um neytendalög er snúa að viðgerðum á raftækjum, nánar tiltekið á símum.
Ég keypti mér síma í lok mars, notaði hann í 3 vikur og svo bilaði hann. Ég fer með hann til söluaðila sem segist þurfa að senda hann erlendis til viðgerða (ekki viðurkennt verkstæði fyrir þennan síma hér á landi). Ég læt þá hafa símann og þeir segja að almennt tímaviðmið hjá þeim sé 15 virkir dagar. Núna eru liðnar rúmlega 5 vikur í heildina (28 virkir dagar) síðan þeir fengu símann og þeir geta lítið sagt til um stöðuna. Ég bið þá um að fá að skila símanum því að þolinmæðin er búin hjá mér og þeir neita.
Er einhver sem er fróður um hvað ég get gert í þessum aðstæðum, því að ég vill helst bara skila símanum og aldrei versla við þetta fyrirtæki aftur.

Með fyrirfram þökk.


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent


gunni91
Vaktari
Póstar: 2980
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 215
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf gunni91 » Lau 28. Maí 2022 13:58

Hvaða fyrirtæki er þetta ef ég mætti spyrja?

Ég myndi telja eðlilegast að þú fáir bara nýjan síma og þeir selji gamla símann þinn sem B-vöru þegar hann loks kemur til baka úr viðgerð.

Fékkstu sambærilegan síma að láni meðan þinn er í viðgerð?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf jonsig » Lau 28. Maí 2022 14:21

Eftir að þú setur þeim sanngjarnan frest , eftir það getur þú heimtað að fá vöruna endurgreidda.

Lög um neytendakaup 48/2003

30.gr
Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.

32. gr. Riftun.
Í stað afsláttar skv. 31. gr. getur neytandi rift kaupum nema galli sé óverulegur.


+edit+
Síðan svona smá bónus.
Ég er nokkuð viss um að þegar maður fær nýja vöru í staðinn fyrir þann gallaða, þá er um að ræða nýja afhendingu söluaðila. Sem ég minnir að þýði 2ár ábyrgðin endurnýjast.

VI. kafli. Úrræði neytanda vegna galla á söluhlut.
26. gr. Úrræði neytanda vegna galla.
Ef söluhlutur reynist gallaður og gallinn er hvorki sök neytanda né stafar af aðstæðum sem hann varða getur neytandi:
a. haldið eftir greiðslu kaupverðs samkvæmt ákvæðum 28. gr.;
b. valið milli úrbóta eða nýrrar afhendingar samkvæmt ákvæðum 29. og 30. gr.;
Síðast breytt af jonsig á Lau 28. Maí 2022 14:43, breytt samtals 4 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf RassiPrump » Lau 28. Maí 2022 14:40

Emobi. Og nei, þeir buðu mér ekki síma til láns. Veit ekki alveg hvað ég á að gefa þeim langan frest áður en ég fer að krefja þá um endurgreiðslu, veit einhver hvort það sé gefinn einhver ákveðin tími?


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf jonsig » Lau 28. Maí 2022 14:45

RassiPrump skrifaði:Emobi. Og nei, þeir buðu mér ekki síma til láns. Veit ekki alveg hvað ég á að gefa þeim langan frest áður en ég fer að krefja þá um endurgreiðslu, veit einhver hvort það sé gefinn einhver ákveðin tími?


Ef seljandinn fer ekkert eftir lögunum...
30. gr. Framkvæmd úrbóta og nýrrar afhendingar.
Úrbætur og ný afhending skulu fara fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir neytanda, innan hæfilegs tíma og þannig að neytandinn fái bætt útgjöld sín úr hendi seljanda.

https://kvth.is/#/




gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1615
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf gutti » Lau 28. Maí 2022 15:01

Mæla með heyra í ns.is



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf Minuz1 » Lau 28. Maí 2022 19:58

Fyrirtæki elska...algjörlega elska að fá svona fyrirspurnir.
https://cdn.islandsbanki.is/image/uploa ... aerslu.pdf


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf RassiPrump » Lau 28. Maí 2022 20:25

Minuz1 skrifaði:Fyrirtæki elska...algjörlega elska að fá svona fyrirspurnir.
https://cdn.islandsbanki.is/image/uploa ... aerslu.pdf


Ég hló!


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent

Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf RassiPrump » Lau 04. Jún 2022 17:48

Uppfærsla ef einhver var forvitinn. Senti meil á þá 28. maí síðastliðinn og krafðist endurgreiðslu. Enn sem komið er hafa þeir hunsað meilið. Er að vinna í að tala við Neytendasamtökin.


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6797
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf Viktor » Sun 05. Jún 2022 08:28

Neytendasamtökin hafa ekkert um þetta að segja

https://kvth.is/

https://www.neytendastofa.is/um-okkur/k ... g-thjonus/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Neytendalög varðandi viðgerðir á raftækjum

Pósturaf Tbot » Sun 05. Jún 2022 09:39

Smá forvitni.
Var þetta dýr sími og þá hvaða tegund.

Svo ég skilji þetta rétt, kaupir í lok mars og notar í þrjár vikur en ert búinn að vera símalaus í 6 vikur.

Þetta er ekki góð auglýsing fyrir verslunina.