Ég er með tvö meðmæli ef þú vilt mjög nákvæm kort og virka vel í leiðsögn ef þú ert tilbúinn að leggja smá vinnu í það.
--
Kortaforritin sem ég nota mest þegar ég er að ferðast eru Avenza Maps og Gaia GPS.
Gaia GPS er ótrúlega öflugt en sumir möguleikar eru læstir á bakvið áskrift, hef aðallega verið í áskrift og finnst það vera algjörlega þess virði. Getur smíðað leiðir, skoðað leiðir frá öðrum, downloadað offline kortum og svo margt fleira. Getur sett punkt á kortið og sett guidance sem fylgir vegum.
Virkar með Android Auto!Avenza Maps gefur þér möguleikann að kaupa kort í store hjá þeim frá Ískort og virkar offline. Hef notað það í jeppaferðum og gönguferðum á stöðum þar sem ég hef ekkert símasamband. Er með kort af helstu ferðastöðum mínum í 1:25.000, 1:50.000 og allt landið í 1:250.000.
Avenza býður uppá möguleika að setja inn PDF kort (Verða að vera "Geospatial").
Tók nokkur screenshot af þessum tveim forritum, getur séð þau hér
https://imgur.com/a/89qWmwVÞessi forrit eru bæði í boði fyrir Android, mátt alveg senda mér PM ef þú vilt spyrja meira út í þetta.