Síða 1 af 1

Apple Watch venjulegt VS LTE?

Sent: Mán 10. Jan 2022 14:58
af dedd10
Er aðeins að spá í að uppfæra Apple Watch hjá mér, sá fína díla hjá Nova á Apple Watch 5:

https://www.nova.is/barinn/tombola-1/watch-series-5-lte

og svo venjulega:

https://www.nova.is/barinn/heilsudot/watch-series-5

Það er ódýrara að kaupa LTE, ætli þeir séu ekki bara að reyna losa það.

En ég er að spá aðalega út í rafhlöðuendingu, hef séð að hún sé lakari á LTE úrum útaf cellular notkun, en það er alveg hægt að nota LTE úrin og slökkva á þeim möguleika og þá eru þau bara alveg eins og þessi "venjulegu" er það ekki?

Eini munurinn á þessum úrum er sá möguleiki að nota cellular á LTE úrunum er það ekki rétt skilið hjá mér?

Re: Apple Watch venjulegt VS LTE?

Sent: Mán 10. Jan 2022 16:02
af dori
Þetta venjulega er náttúrulega ekki til og hitt er á afslætti sem útskýrir verðmuninn.

Eini munurinn er að það er hægt að vera með það sem Nova kallar Úrlausn þar sem úrið fær símkort og getur notað data og hringt (með sama númeri og þú ert með í símanum þínum) og tekið á móti símtölum þó svo síminn sé fjarri eða slökkt á honum.

Það er alveg næs en ég verð að viðurkenna að ég nota það ekki mikið. Held að munurinn með endingu sé ekki þannig að það skipti raunverulega máli. Þú þarft að hlaða þetta allt 1-2x á dag (eftir því hversu mikið þú hleður það í hvert skipti) þannig að það breytir ekki miklu hvort það dugi í 22 eða 26 klst án hleðslu.

Re: Apple Watch venjulegt VS LTE?

Sent: Mán 10. Jan 2022 22:55
af Harold And Kumar
Já ég var akkurat að skoða þetta tilboð. Þetta er alveg mjög freystandi. Sérstaklega af því að það breyttist frekar lítið frá 5 til 6 og enn minna frá 6 til 7.


Hér er linkur af myndbandi sem lýsir munin á apple watch 5 6 og 7.
https://www.youtube.com/watch?v=UR6B065mrkw

Re: Apple Watch venjulegt VS LTE?

Sent: Þri 11. Jan 2022 00:49
af dedd10
Akkúrat sem ég var að hugsa, en þegar það er með lte möguleika, þá er enginn auka kostnaður sem kemur ef maður nýtir það ekki er það?

Re: Apple Watch venjulegt VS LTE?

Sent: Þri 11. Jan 2022 09:58
af dori
dedd10 skrifaði:Akkúrat sem ég var að hugsa, en þegar það er með lte möguleika, þá er enginn auka kostnaður sem kemur ef maður nýtir það ekki er það?

Það kostar ekkert nema þú setjir það upp í Watch appinu á símanum.

Re: Apple Watch venjulegt VS LTE?

Sent: Þri 11. Jan 2022 12:41
af ColdIce
LTE klárlega.