Síða 1 af 1
Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Mið 05. Jan 2022 21:47
af Krissinn
Gott kvöld.
Hvar get ég keypt framlengingu á svona barrel jack snúru fyrir þráðlausan síma? Helst hérna heima
- 3C718F55-F3BB-4DE7-86D6-5AE09C3C0EA0.jpeg (2.22 MiB) Skoðað 2071 sinnum
Re: Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Mið 05. Jan 2022 21:57
af TheAdder
Farðu með snúruna til rafvirkja og biddu hann um að framlengja hana fyrir þig.
Klippt í sundur og splæst sú lengd inn á milli sem þig vantar.
Re: Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Fim 06. Jan 2022 15:17
af Tbot
Hin leiðin sem er oftar einfaldari, það er að kaupa 230V AC framlengingarsnúru og færa þannig spennubreytinn með.
Varðandi framlengingu á DC hlutann, gæti verið íhlutir eða örtækni.
Re: Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Fim 06. Jan 2022 20:34
af Hlynzi
Annaðhvort hægt að klippa hana í sundur og lóða framlenginguna á milli eða panta hjá Íhlutum DC tengi bæði karl og konu og lóða nýjan kapal milli þeirra tengja og þá ertu búin að búa til framleningarsnúru.
Re: Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Fim 06. Jan 2022 22:56
af Krissinn
Tbot skrifaði:Hin leiðin sem er oftar einfaldari, það er að kaupa 230V AC framlengingarsnúru og færa þannig spennubreytinn með.
Auðvitað hefði ég gert það og sleppt því að spyrja að þessu hér ef slíkt gengi upp
Snúran þarf í lagna stokk og því gengur auðvelda leiðin ekki upp
Re: Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Fös 07. Jan 2022 00:02
af Hizzman
Hvað með Örtækni? Taka þeir ekki svona verk?
Re: Framlenging á jack straumsnúru
Sent: Fös 07. Jan 2022 00:41
af hagur
krissi24 skrifaði:Tbot skrifaði:Hin leiðin sem er oftar einfaldari, það er að kaupa 230V AC framlengingarsnúru og færa þannig spennubreytinn með.
Auðvitað hefði ég gert það og sleppt því að spyrja að þessu hér ef slíkt gengi upp
Snúran þarf í lagna stokk og því gengur auðvelda leiðin ekki upp
Klippir bara og splæsir annarri snúru inní. Bara passa að nota snúru af svipuðum sverleika. Súper einfalt.