Síða 1 af 1

HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Þri 02. Mar 2021 02:07
af gRIMwORLD
Einhverjir hérna sem hafa drillað ofan í VoLTE?

Tók eftir því fyrir stuttu að ég var að detta í lélegt/ekkert netsamband á símanum mínum á meðan ég er í símtali. Ákvað svo að heyra í Vodafone sem segjast hafa skipt yfir í Volte kerfi og að þetta sé "by design" í augnablikinu. Ekkert ETA á hvenær þetta verði lagfært. Fann fullt af póstum um þetta út í hinum stóra heimi þar sem símafyrirtækin hafa virkjað þetta og þá eiga að birtast nýjir valmöguleikar í stillingum símtækjanna sem leyfa mobile data á meðan símtal er í gangi, en Vodafone er greinilega ekki komið svo langt, engar stillingar available á mínum S21 síma.

Frekar glatað að missa net ef maður er ekki WIFI tengdur bara af því það er símtal í gangi. Your thoughts?

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Þri 02. Mar 2021 04:36
af jonfr1900
VoLTE er yfir 4G og yfir IP kerfi. Þannig að þú ættir ekki að missa internet samband þegar farsíminn þinn notar VoLTE. Ég hef aldrei tapað internet sambandinu á mínum síma (Samsung Galaxy S9+ og Samsung Galaxy S20 Ultra 5G). Íslensku símafyrirtækin eru ekki farin að bjóða upp á VoWiFi sem myndi tryggja samband innanlands. Síminn þinn á einnig að vera fær um að skipta frá VoLTE yfir í hefðbundið farsímakerfi ef 4G sambandið er lélegt.

Ég hélt að Nova væri eina farsímafyrirtækið sem væri að bjóða upp á VoLTE á Íslandi. Vissi ekki að Vodafone væri búið að kveikja á VoLTE.

Það sem þú talar um og vantar fylgja sim kortinu. Væntanlega þarf Vodafone að senda út sim korta uppfærslu til farsíma til að kveikja á þessu. Svona stilling er ekki í boði hjá Nova heldur hef ég tekið eftir.

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Þri 02. Mar 2021 07:15
af mainman
Ég er búinn að vera með tvö kort í seinustu tvemur símum hjá mér ( S9 og S20+ 5G) og annað kortið er frá Hringdu og hitt frá Nova.
Alveg síðan ég fékk þetta setup þá hef ég adrei getað haft cellular data still á Nova því þá verð ég netlaus á meðan símtali stendur.
Ég talaði við Nova um þetta fyrir hátt í tvemur árum síðan og þá fékk ég bara eitthvað kjaftæði eins og " ertu búinn að restarta símanum?" Og svoleiðis og það nennti enginn að fara neitt lengra með þetta.
Ég hef þess vegna haft netið alltaf still ä Hringdu og þä er allt í lagi.
Ég er líka búinn að prófa að svissa kortum og láta Nova vera Sim1, ahringdu Sim2 og öfugt en þetta eltir alltaf Nova kortið.
Ég er líka búinn að disable volte en það skiptir engu mäli.
Þú ert semsagt ekki einn á bäti með þetta vandamál þitt !

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Þri 02. Mar 2021 10:28
af L0ftur
Ég kannast við vandamálið er einmitt líkja hjá Vodafone. Lenti aldrei í þessu áður. Þeir könnuðust ekkert við þetta þegar ég hringdi í þá fyrir um 6 mán síðan.

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Þri 02. Mar 2021 14:35
af dori
mainman skrifaði:Ég er búinn að vera með tvö kort í seinustu tvemur símum hjá mér ( S9 og S20+ 5G) og annað kortið er frá Hringdu og hitt frá Nova.
Alveg síðan ég fékk þetta setup þá hef ég adrei getað haft cellular data still á Nova því þá verð ég netlaus á meðan símtali stendur.
Ég talaði við Nova um þetta fyrir hátt í tvemur árum síðan og þá fékk ég bara eitthvað kjaftæði eins og " ertu búinn að restarta símanum?" Og svoleiðis og það nennti enginn að fara neitt lengra með þetta.
Ég hef þess vegna haft netið alltaf still ä Hringdu og þä er allt í lagi.
Ég er líka búinn að prófa að svissa kortum og láta Nova vera Sim1, ahringdu Sim2 og öfugt en þetta eltir alltaf Nova kortið.
Ég er líka búinn að disable volte en það skiptir engu mäli.
Þú ert semsagt ekki einn á bäti með þetta vandamál þitt !

Þú ert væntanlega með "dual standby" síma. Þannig að þó svo þú sért með tvö símkort þá er bara annað þeirra með alvöru samband við símkerfi en hitt er á standby sem þýðir að það er bara að bíða eftir að taka yfir aðal loftnetið ef það kemur símtal.

Vandamálið þitt er sem sagt ekki Nova heldur það að þú ert með númerið sem fólk hringir í hjá Hringdu og eitthvað sem á að vera data kort hjá Nova og alltaf þegar kortið frá Hringdu er notað þá getur síminn þinn ekki notað hitt. Ef þú myndir færa númerið sem fólk hringir í til Nova þá ætti þetta að virka fyrir þig, ég er með númer hjá Nova og það virkar frábærlega að nota netið á meðan ég er í símtali. Svo er ég með eSim frá Símanum sem secondary og netið dettur alltaf út þegar það er hringt í það.

Flestir dual sim símar eru "dual standby" af því að loftnet taka pláss. Það er til útgáfa af dual sim símum sem kallast "dual active sim" þar sem bæði símkortin eru tengd í einu. Þú getur athugað hvort eitthvað slíkt henti þér. Þú getur líka stillt símann til að leyfa að flakka á milli og nota data tengingu af báðum símkortum. En þá myndi nettengingin þín samt detta út þegar símkortið sem er í notkun er ekki VoLTE.

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Þri 02. Mar 2021 19:16
af mainman
dori skrifaði:
mainman skrifaði:Ég er búinn að vera með tvö kort í seinustu tvemur símum hjá mér ( S9 og S20+ 5G) og annað kortið er frá Hringdu og hitt frá Nova.
Alveg síðan ég fékk þetta setup þá hef ég adrei getað haft cellular data still á Nova því þá verð ég netlaus á meðan símtali stendur.
Ég talaði við Nova um þetta fyrir hátt í tvemur árum síðan og þá fékk ég bara eitthvað kjaftæði eins og " ertu búinn að restarta símanum?" Og svoleiðis og það nennti enginn að fara neitt lengra með þetta.
Ég hef þess vegna haft netið alltaf still ä Hringdu og þä er allt í lagi.
Ég er líka búinn að prófa að svissa kortum og láta Nova vera Sim1, ahringdu Sim2 og öfugt en þetta eltir alltaf Nova kortið.
Ég er líka búinn að disable volte en það skiptir engu mäli.
Þú ert semsagt ekki einn á bäti með þetta vandamál þitt !

Þú ert væntanlega með "dual standby" síma. Þannig að þó svo þú sért með tvö símkort þá er bara annað þeirra með alvöru samband við símkerfi en hitt er á standby sem þýðir að það er bara að bíða eftir að taka yfir aðal loftnetið ef það kemur símtal.

Vandamálið þitt er sem sagt ekki Nova heldur það að þú ert með númerið sem fólk hringir í hjá Hringdu og eitthvað sem á að vera data kort hjá Nova og alltaf þegar kortið frá Hringdu er notað þá getur síminn þinn ekki notað hitt. Ef þú myndir færa númerið sem fólk hringir í til Nova þá ætti þetta að virka fyrir þig, ég er með númer hjá Nova og það virkar frábærlega að nota netið á meðan ég er í símtali. Svo er ég með eSim frá Símanum sem secondary og netið dettur alltaf út þegar það er hringt í það.

Flestir dual sim símar eru "dual standby" af því að loftnet taka pláss. Það er til útgáfa af dual sim símum sem kallast "dual active sim" þar sem bæði símkortin eru tengd í einu. Þú getur athugað hvort eitthvað slíkt henti þér. Þú getur líka stillt símann til að leyfa að flakka á milli og nota data tengingu af báðum símkortum. En þá myndi nettengingin þín samt detta út þegar símkortið sem er í notkun er ekki VoLTE.


Nei alls ekki.
Ég er ekki bara með data kort frá nova.
Ég er með tvö símanúmer og það er hringt í þau bæði alla daga og ég hringi úr þeim báðum.
Það skiptir ekki máli hvort ég er með nova eða hringdu númerið stillt sem default eða hvort númerin séu í sim 1 eða sim 2.
Netið má bara aldrei vera stilt á nova númerið, þá missi ég netsamband alveg sama hvort númerið hringir.

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Mið 03. Mar 2021 15:52
af dori
mainman skrifaði:Nei alls ekki.
Ég er ekki bara með data kort frá nova.
Ég er með tvö símanúmer og það er hringt í þau bæði alla daga og ég hringi úr þeim báðum.
Það skiptir ekki máli hvort ég er með nova eða hringdu númerið stillt sem default eða hvort númerin séu í sim 1 eða sim 2.
Netið má bara aldrei vera stilt á nova númerið, þá missi ég netsamband alveg sama hvort númerið hringir.

Ef þú ert með síma sem er með dual standby þá gildir það samt að bara annað þeirra getur verið virkt í einu, ég veit svosem ekki hvaða tæki þú ert með. Ef þú ert með það þá skiptir engu máli hvort er stillt sem sjálfgefið virkt og hvort er í sim1/sim2.

Það virkar að vera á netinu hjá Nova með kveikt á VoLTE og fá símtöl og nota netið í einu. Ég myndi frekar horfa á einhverjar stillingar í símanum þínum. Ertu búinn að prófa að hafa eingöngu Nova kortið í símanum, fara í símtal og reyna að nota netið?

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Mið 03. Mar 2021 21:46
af orn
Kíktu líka í stillingar fyrir númerið þitt í Nova appinu/vefsíðunni. Þegar Nova var að rúlla út VoLTE voru sumir að lenda í miklum vandræðum og það var sökkt á VoLTE fyrir símanúmerið þeirra. Þú getur séð þar hvort það sé tilfellið fyrir þitt númer.

Re: HD Voice / VoLTE = ekkert mobile net á símanum í símtali

Sent: Fim 04. Mar 2021 14:33
af jonfr1900
Ég var að fá mér Nova frelsi svo að ég geti notað 5G hjá þeim og núna fæ ég upp möguleikann "Nota farsímagögn í símtölum" upp í símanum hjá mér. Ég er að nota Samsung Galaxy S20 Ultra 5G.