Leikja-fartölva


Höfundur
Sante
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 18. Jan 2014 21:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Leikja-fartölva

Pósturaf Sante » Lau 19. Sep 2020 15:42

Daginn

Langaði að forvitnast hvort það væru einhverjir hér með reynslu af leikja-fartölvum og gætu bent á góða kosti, sub 200K.
Var að spá í entry-mid level vél sem myndi ráða við t.d. AC leikina og þessháttar.

Hér er dæmi um vél og verðhugmynd.
https://elko.is/lenovo-ideapad-gaming-3 ... cVklHkx1Xw

Má eitthvað vænta stökki í skjákortum á fartölvum á næstunni með tilkomu 30xx línunnar?

Takk takk




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Leikja-fartölva

Pósturaf halipuz1 » Lau 19. Sep 2020 16:37

Ég er með leikjafartölvu akkurat núna, átti borðtölvu en seldi og svo ákvað ég að stökkva í skóla og varð þá að hafa eitthvað,

keypti hérna á vaktinni notaða. Hún er með 9750 i7 örgjörva, GTX 1660 Ti skjákorti o.þ.h, virkar bara eindregið vel fyrir utan hitann á örgjörvanum sem throttlar hann síðan. En hey þetta er fartölva, get notaðð hana í að spila og nota hana í skólann. Ætli 1650 kortin séu ekki alveg ágæt að höndla í 1080 60fps. Ef þú vilt fara 144hz þá endaru líklega í 200k+

Mæli með að kíkja á coolshop.is líka.