Síða 1 af 1

Vivaldi á Android

Sent: Þri 09. Jún 2020 19:13
af JónSvT
Vorum að lenda Vivaldi uppærslu á Android. Fyrsta Android útgáfan kom í apríl, þannig að þetta er fyrsta uppfærslan eftir það. Látið mig gjarnan vita hvað ykkur finnst. Við höfum unnið sérstaklega mikið með að gera vafrann skemmtilegri í notkun á sima. Þannig höfum við alvöru tabs og ekki bara einvherja tölu. Hvað hafið þið marga tabs opna án þess að vita það? :)

Það má ná í Vivaldi á Android hér : https://vivaldi.com/android/ eða í app store : https://play.google.com/store/apps/details?id=com.vivaldi.browser.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Þri 09. Jún 2020 19:14
af Njall_L
Til að stela þræðinum smá, er von á Vivaldi á iOS?

Re: Vivaldi á Android

Sent: Þri 09. Jún 2020 19:19
af JónSvT
Njall_L skrifaði:Til að stela þræðinum smá, er von á Vivaldi á iOS?


Það er planið í framtíðinni, en það mun taka smá tíma. Við erum ekki það mörg og Apple gerir það erfitt fyrir okkur vegna þess að við getum ekki notað sama kóða og á Android, Windows, Mac og Linux. Þannig þarf að nota eigið teymi fyrir iOS. Okkur langar samt að koma þangað og munum gera það í framtíðinni.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Þri 09. Jún 2020 20:13
af zurien
Er að nota Vivaldi á Android sem primary vafra. Og hef verið að því frá því hann var í beta.
Verður bara betri og betri, mæli hiklaust með honum.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 04. Feb 2021 13:57
af JónSvT
Vorum að lenda nýrri útgáfu í dag. Það hefur gerst talsvert mikið síðustu mánuði. Ef þið hafið ekki testað þetta, þá væri gaman að heyra hvað ykkur finnst!

https://vivaldi.com/press/vivaldi-page-actions-android/

Jón.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 07. Okt 2021 15:06
af JónSvT

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 14. Okt 2021 18:09
af netkaffi
Get reportað að Vivaldi Android virkar vel á Xiaomi Redmi 6A ca 18 þúsund kr síma sem kom út jún 2018 erlendis og keyptur hér heima það sama ár held ég. Vivaldi performar ekki verr en Chrome, Opera og Firefox. Held að hann hafi komið einna best út. Ég fór samt í Via Browser (sem er alveg hreint magnaður browser fyrir gamla síma eða hvaða síma) af því þetta er svo cheap sími.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 14. Okt 2021 21:03
af audiophile
JónSvT skrifaði:Ný útgáfa í dag:

https://vivaldi.com/blog/vivaldi-delivers-a-tab-stack-toolbar-an-improved-sync-68-new-languages-to-translate-and-more/

Eruð þið búin að skipta yfir til Vivaldi? :)


Ég hef verið að nota Vivaldi á Android núna í nokkra mánuði og fíla það í botn. Er old school Opera notandi og finnst ég vera kominn heim með Vivaldi.

Mæli hiklaust með.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 02. Des 2021 17:16
af JónSvT
Þá er Vivaldi 5.0 klár. Hér er mikið að leika með, ekki minnst á Android. VIð höfum gert talsvert til að bæta Tabs og við höfum bætt við 2 lína tab stack...

https://vivaldi.com/blog/vivaldi-on-android-gets-worlds-first-two-rows-of-mobile-browser-tabs/

Svo höfum við unnið við að gera tablet útgáfuna betri. Núna með panel...

https://vivaldi.com/blog/go-big-with-vivaldi-browser-on-a-tablet/

Vona að ykkur líki vel. Látið mig vita hvað ykkur finnst!

Jón.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Mið 09. Feb 2022 17:16
af JónSvT
Nýr Vivaldi á Android :

https://vivaldi.com/blog/vivaldi-5-1-on-android/

Látið mig vita hvað ykkur finnst. erum farin að vinna með iOS líka. Það kemur...

Re: Vivaldi á Android

Sent: Mið 09. Feb 2022 19:08
af audiophile
JónSvT skrifaði:Nýr Vivaldi á Android :

https://vivaldi.com/blog/vivaldi-5-1-on-android/

Látið mig vita hvað ykkur finnst. erum farin að vinna með iOS líka. Það kemur...


Takk enn og aftur fyrir frábæran vafra! Smá fyrirspurn þó. Virðist sem Vivaldi keyri ekki a 120Hz I Oneplus símum eins og reyndar nokkur önnur forrit. Er það eitthvað sem þið getið haft áhrif á eða er það algjörlega í þeirra höndum?

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 10. Feb 2022 01:34
af JónSvT
audiophile skrifaði:
JónSvT skrifaði:Nýr Vivaldi á Android :

https://vivaldi.com/blog/vivaldi-5-1-on-android/

Látið mig vita hvað ykkur finnst. erum farin að vinna með iOS líka. Það kemur...


Takk enn og aftur fyrir frábæran vafra! Smá fyrirspurn þó. Virðist sem Vivaldi keyri ekki a 120Hz I Oneplus símum eins og reyndar nokkur önnur forrit. Er það eitthvað sem þið getið haft áhrif á eða er það algjörlega í þeirra höndum?


Takk fyrir það. Við höfum verið að reyna að finna út úr þessu vandamáli. Það tengist Oneplus, eins og þú veist, en ég þarf að athuga hvað staðan er þar.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 10. Feb 2022 14:34
af JónSvT
Svo vandamálið hvað varðar 90 og 120hz á Oneplus er hjá Oneplus. Virkar eins og þeir hafi lista yfir öpp sem þeir leyfa að virka á 90 og 120hz. Það finnast lausnir til að breyta því, en það þýðir að þú þarft að nota ADB eða eigin öpp til að breyta þessu... Þú mátt gjarnan senda þeim skeyti um þetta og við munum reyna það líka.

Re: Vivaldi á Android

Sent: Fim 10. Feb 2022 15:34
af audiophile
JónSvT skrifaði:Svo vandamálið hvað varðar 90 og 120hz á Oneplus er hjá Oneplus. Virkar eins og þeir hafi lista yfir öpp sem þeir leyfa að virka á 90 og 120hz. Það finnast lausnir til að breyta því, en það þýðir að þú þarft að nota ADB eða eigin öpp til að breyta þessu... Þú mátt gjarnan senda þeim skeyti um þetta og við munum reyna það líka.


Takk innilega fyrir að tékka á þessu. Kann verulega að meta það.

Já finnst þetta pínu kjánalegt að þeir geri þetta og langar takmarkað aftur í Chrome til að fá 120hz. Ég var einmitt búinn að kynna mér þetta aðeins og forritið heitir AutoHz og virkar víst mjög vel. Held að það sé næsta skref :megasmile

Re: Vivaldi á Android

Sent: Lau 25. Feb 2023 21:34
af JónSvT
Vorum að koma með nýja uppfærslu með mikið af skemmtilegum fídusum. Ekki minnst fengum við möguleikann til að stoppa auto play af vídeó og möguleikann til að hlusta á hljóð í Vivaldi í einum flipa og vafra í öðrum flipa. Látið mig vita hvað ykkur finnst!

https://vivaldi.com/blog/vivaldi-on-android-5-7/

Re: Vivaldi á Android

Sent: Sun 26. Feb 2023 12:26
af Templar
Android og windows frá upphafi, mjög sáttur og ég set flipana á neðri stikuna, alger snilld sá möguleiki í Android.
Þetta að hlusta á hljóðið í flipa með símann læstan er meiriháttar, ég reyni að nota vafra frekar en endalaust haf af öppum og vil geta læst símanum og hlustað á poddið eða YT í bakgrunninnum osf. Vel gert.