Þýskur sími og hugbúnaðurinn úr honum slær í gegn (heitir Ratio)


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Þýskur sími og hugbúnaðurinn úr honum slær í gegn (heitir Ratio)

Pósturaf netkaffi » Þri 14. Apr 2020 10:33

Mér hefur alltaf fundið Android eins og ég þekki það semi-leiðinlegt viðmót. Hefur tekið mig tíu ár að venjast því (kannski 5). Ég fílaði eiginlega Windows 10 Mobile viðmótið frekar. Það gerði samt eitthvað þýskt fyrirtæki síma, og sinn eigin launcher ofan á Android sem er eiginlega eins og Windows 10 Mobile nema enn stílhreinara.

Ég verð eiginlega að prófa þetta. Þessi gaur er líka smekksmaður held ég, og vann í tæknihliðinni í snjallsímaiðnaðinum, gerir mjög pro video.




Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Þýskur sími og hugbúnaðurinn úr honum slær í gegn (heitir Ratio)

Pósturaf chaplin » Þri 14. Apr 2020 12:06

Stærsta vandamálið við Windows 10 Mobile (mitt mat) var hvað það var erfitt að navigate-a í því. Mér fannst ég aldrei vita hvar ég væri í stýrikerfinu, stórir reitir út um allt þannig lítið af upplýsingum á skjánum og síðan var það svo rosalega polished til að vera minimalist að það var eiginlega bara of polished.

Þetta er áhugavert concept en ég gæti alveg trúað því að þetta verði svo rosalega "clean", "flat" og "polished" að það verður ekkert sérstaklega notendavænt. Meira að segja vefsíðan hjá þeim er svo polished að ég get ekki scrollað því eitt scroll færir mig stundum um tvö snap-points.

Það verður svo subscription til að fá aðganga að launcher-num, spurning hvað fólk er tilbúið að borga fyrir það.

Ég sé samt rosalega mikið potential og vona að þetta verkefni gangi vel.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Þýskur sími og hugbúnaðurinn úr honum slær í gegn (heitir Ratio)

Pósturaf netkaffi » Þri 14. Apr 2020 13:34

Ok, ég lenti einmitt ekki í vandræðum með að finna shit í WM (Win Mobile). Fannst svo gott að skrolla í því. Fyndið að heimasíðan þeirra sé erfið að skrolla, hef ekki farið á hana bara séð þetta youtube video. Ég ætla tjekka á þessari síðu og eitthvað. Takk fyrir að segja þína upplifun á þessu öllu saman!

N.b. hérna er um fyrri útgáfuna og þar líka símann sjálfann sem þeir framleiddu. Fyrra vídjóið (að ofan) er bara um hugbúnaðinn settann á kínverskann OnePlus síma. Þýski síminn er frá Blloc og heitir Zero18.