Óánægður með Macland þjónustu, hvað er til ráða?
Sent: Mán 17. Feb 2020 17:56
Seint á síðasta ári fer ég með iPhone 7 síma í Macland til að láta laga mute takka í tilvistarkreppu (hann flöktir milli þess að vera mjútaður og ekki mjútaður) og til að fá nýtt batterí. Síminn kemur til baka með nýrri rafhlöðu en hálf-biluðan takka (núna flökktir hann bara sjaldnar). Stuttu seinna fer ég með símann í frí til útlanda og þar fær hann yfir sig vatnsgusu á sundlaugarbakkanum og við það deyr skjárinn. Debugging með USB snúru og Apple Live Agent staðfestir að þetta sé vatnsskemmd.
Í ljósi þess að síminn er nýkominn úr viðgerð það sem hann er opnaður upp og gátt, og með það í huga að hann hafi þolað svona vatnsgusur og margt verra en það í rúmlega þrjú ár, vaknar sá grunur að Macland hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel frá honum aftur eftir viðgerðina. Ég hef því samband við Macland og spyr hvort þau geti eitthvað gert fyrir mig í ljósi aðstæðna og kvarta loksins í leiðinni yfir takkaviðgerðinni sem var ekki fullnægjandi.
Macland er hins vegar ekkert á þeim buxunum að viðurkenna einhver mistök og byrja á að halda fram að "þessi símar séu þó alls ekkert vatnsheldir" (!?) en eftir að hafa bent þeim á að síminn sé með IP67 vottun og hvað það þýðir biðja þau bara um að fá tækið aftur til skoðunar. Kem símanum til þeirra við fyrsta tækifæri og fæ stuttu síðar þau svör að hann sé vissulega rakaskemmdur, en að þau hafi alveg lokað honum nógu vel (sést "greinilega" á mynd sem þau senda til baka) og að vatnið virðist hafa "smogið sér inn þar sem hátalararnir eru og einnig þar sem hlustinn er" og bjóða mér að skipta um skjá fyrir 30k (original) eða 22k (copy skjár) en þó með 25% afslætti.
Núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Mér finnst þetta vera Maclandi en kenna, og vil ekki þurfa að gjalda fyrir það persónulega, en þau þvertaka fyrir nokkur mistök. Get ég eitthvað gert núna þegar orð standa gegn orði?
Í ljósi þess að síminn er nýkominn úr viðgerð það sem hann er opnaður upp og gátt, og með það í huga að hann hafi þolað svona vatnsgusur og margt verra en það í rúmlega þrjú ár, vaknar sá grunur að Macland hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel frá honum aftur eftir viðgerðina. Ég hef því samband við Macland og spyr hvort þau geti eitthvað gert fyrir mig í ljósi aðstæðna og kvarta loksins í leiðinni yfir takkaviðgerðinni sem var ekki fullnægjandi.
Macland er hins vegar ekkert á þeim buxunum að viðurkenna einhver mistök og byrja á að halda fram að "þessi símar séu þó alls ekkert vatnsheldir" (!?) en eftir að hafa bent þeim á að síminn sé með IP67 vottun og hvað það þýðir biðja þau bara um að fá tækið aftur til skoðunar. Kem símanum til þeirra við fyrsta tækifæri og fæ stuttu síðar þau svör að hann sé vissulega rakaskemmdur, en að þau hafi alveg lokað honum nógu vel (sést "greinilega" á mynd sem þau senda til baka) og að vatnið virðist hafa "smogið sér inn þar sem hátalararnir eru og einnig þar sem hlustinn er" og bjóða mér að skipta um skjá fyrir 30k (original) eða 22k (copy skjár) en þó með 25% afslætti.
Núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Mér finnst þetta vera Maclandi en kenna, og vil ekki þurfa að gjalda fyrir það persónulega, en þau þvertaka fyrir nokkur mistök. Get ég eitthvað gert núna þegar orð standa gegn orði?