Síða 1 af 1

Hvernig fer maður best með batterýið?

Sent: Mán 02. Maí 2005 20:37
af joigudni
Hæhæ er að velta því fyrir mér hvernig best er að geyma batterýið úr ferðavélinni ef það er ekki í notkun í langan tíma... tomt eða fullhlaðið?

Sent: Mán 02. Maí 2005 20:59
af arnifa
tekur batteríið úr...

Sent: Mán 02. Maí 2005 23:46
af Snorrmund
tómt myndi ég halda.. annars tæmist það víst með tímanum mynnir mig :)

Sent: Þri 03. Maí 2005 00:36
af axyne
best að geyma það fullhlaðið.

Sent: Þri 03. Maí 2005 10:43
af NortherWooD
lang best að geyma það hálfhlaðið

Sent: Þri 03. Maí 2005 12:39
af gnarr
það er best að geyma það bara ekkert.. farðu með það beint útí rusl, eða sturtaðu því niður í klósettið.

Sent: Þri 03. Maí 2005 14:33
af DoRi-
hef líka verið að pæla í þessu
fer það ekki illa með batteríið að hlaða það þegar þar er hálf fullt?

Sent: Þri 03. Maí 2005 17:44
af corflame
DoRi- skrifaði:hef líka verið að pæla í þessu
fer það ekki illa með batteríið að hlaða það þegar þar er hálf fullt?


Það fer reyndar eftir því hvernig rafhlöðu þú ert með. Nánast allar nýrri ferðavélar eru seldar með Lithium-Ion rafhlöðum sem basically þýðir að það skiptir ekki máli hver hleðslan á batteríinu er þegar þú hleður það, það skemmist ekki. Aftur á móti þá er bara takmarkaður fjöldi hleðsla sem hver rafhlaða nær (var einhverntímann sagt að það væri um 1000 hleðslur) sem ég er ekki viss um hver er.

Li-ion rafhlöður þola illa að afhlaðast _algjörlega_, það getur skemmt þær.

Svo skiptir auðvitað máli hvernig rafhlaða þetta er, rafhlöður í Dell/IBM/HP ferðavélum virðast koma einna skást út á meðan t.d. Mitac og þess háttar no-name dót endist ekki árið.... (ekki algilt, en veit um 6 slíkar vélar hjá jafnmörgum eigendum)

Sent: Þri 17. Maí 2005 21:41
af mbh
Fann þetta á netinu, gæti hjálpað.

http://www.batteryuniversity.com/partone-21.htm

Sent: Þri 17. Maí 2005 22:45
af MezzUp
mbh skrifaði:Fann þetta á netinu, gæti hjálpað.

http://www.batteryuniversity.com/partone-21.htm
Snilldar linkur, many thanks :)

Sent: Þri 17. Maí 2005 23:39
af Pandemic
Snorrmund skrifaði:tómt myndi ég halda.. annars tæmist það víst með tímanum mynnir mig :)


Nei það hleðst með tímanum oft t.d ef bílar eru algerlega batteríslausir er að bíða í nokkra klukkutíma þá er hleðslan orðinn það góð að þú getur startað bílnum.
Gerist stundum með tannburstan minn :lol:

Sent: Mið 18. Maí 2005 00:20
af hahallur
Mjög sniðugt að á sumum fartölvum getur slökt á sumum fítusum, eins og wireless neti o.f.l