Mér finnst verðið vera ekkert allt of hátt hérna heima, mætti alveg vera 10.000 kr ódýrara en það að verslanir hérna heima eru allar þriðji aðili (vs. að geta keypt beint frá Apple), 25% skattur (og önnur innflutningsgjöld) og að þurfa að bjóða upp á 2 ára ábyrgð að þá "skil" ég verðið.
Ég er einnig nokkuð viss um að verslanir hérna heima verði að kaupa símana frá Epli og fái aðeins 1 ár í ábyrgð (hugsanlega fá þær 2 ára ábyrgð) þannig að smyrja 20.000 kr á síma og taka á sig kostnað ef síminn bilar á öðru ári, húsnæði, starfsmannakostnaður ofl. að þá finnst mér persónulega verðið hérna heima ekkert allt of hátt.
Mér finnst bara síminn sjálfur vera of dýr. Geri mér grein fyrir því að A12 Bionic er líklegast öflugasta kubbasett-ið á markaðinum, og ef allt við símann væri betra en það sem aðrir væri að bjóða uppá að þá væri verðið "allt-í-lagi", þú borgar premium fyrir það besta, þótt það sé aðeins pínulítið betra. En það virðist vera að myndavélin sé í mörgum tilvikum betra í Pixel 2, skjárinn á Note 9 sé amk. jafn góður os.frv. Í raun eina þar sem Apple eru með algjöra yfirburði er hugbúnaðaruppfærslur. iPhone 5s sem kom út árið 2013 fær iOS12, Galaxy S7 kom út árið 2016 og fær ekki Android P.
Apple geta svo auðvita sett hvaða verð sem er á símana, það er enginn skyldugur til að kaupa þá og það að kaupa nýjan síma á hverju ári er alveg út í hött. OnePlus 6 er mjög áhugaverður sími, Note 9 er tær snilld og POCOPHONE F1 er líklegast fínn ef þú ert til í að vera hluti af vörunni (auglýsingar í stýrikerfinu). Pixel 3 er síðan handa við hornið, mv. hvað Pixel 2 var og er flottur, að þá er P3 sími sem ég er peppaður fyrir!
editKermitTheFrog skrifaði:Hvernig eiga þeir öðruvísi að selja þér cloud geymslu þá?
Þetta! Þetta finnst mér vera algjörlega glatað hjá Apple. Þeir vilja að upplifunin sé 100% frá því þú ferð í búðina, opnar símann og byrjar að nota hann. En síðan tekst þeim að klúða þessari upplifun með iCloud. 95% af því sem ég heyri fólk kvata yfir iPhone er "Það er alltaf einhvað icloud/storage dót að poppa upp, ógeðslega pirrandi, hvað er þetta?".
iCloud ætti amk. geta tekið við 100% backup af stýrikerfinu, risa plús ef það myndi einnig vista ljósmyndir/myndbönd (á HEIF/HEVC formati eins og Google bjóða upp á).
Einnig mjög góður punktur. iMac Pro er á mjög góður verði mv. ef þú ætlar að smíða jafn öfluga non-iMac vél (stærð, hraði, borðpláss, litanákvæmni etc.). Eru Apple að setja storage kubba + controller-a í nýjustu símana sem eru 500% hraðari en aðrir bjóða upp á?