ÓmarSmith skrifaði:Hef bæði notað LG GX línuna og Galaxy línuna.
Mjög svipaðir símar í nær öllu, mesti munurinn er líklegast hvernig þeir nota Android.
Þá finnst mér Samsung áberandi verri þar sem síminn er TROÐINN af rusli frá Samsung sem ég amk hef 0 áhuga á að nota. Og maður virðist engan veginn geta losnað almennilega við.
Held að mér hafi fundist LGG2 og LGG4 vera þæginlegustu símarnir sem ég hef notað, ásamt iphone 4 þegar hann var nýr.
Mun amk ekki fá mér Galaxy S9 eða Samsung aftur í bráð held ég.
Ég er sammála Kristjáni, hvað ertu að tala um? Ég kannast reyndar við það að á einhverjum síma eða símum (gæti hafa verið Samsung, man ekki alveg) sem ég hef átt hef ég séð eitthvað af óþarfa öppum í gangi eða amk. inná símanum við fyrstu ræsingu en ég kannast hins vegar ekki við að það hafi eitthvað verið að bögga mann eða verið eitthvað erfitt að slökkva á því.
ColdIce skrifaði:Fengi mér örugglega G7. LG símar hafa reynst mér mun betur en Samsung.
Eins og ég nefndi í upphafsinnleggi þá þekki ég Samsung og LG jafnvel þar sem ég hef átt bæði og hef ekki lent í neinu veseni nema á Samsung Galaxy S2 þar sem galli gerir það að verkum að hann segir að það vanti pláss þegar það eru bara örfá öpp inná honum og nóg af plássi en ég geri ráð fyrir því að það vandamál sé ekki í nýjasta módelinu. LG G3 síminn minn hefur reynst mér vel fyrir utan það að ég missti hann í gólfið og braut skjáinn sem gerðist svo aftur með alveg eins síma sem ég keypti á slikk fyrir stuttu
En það er allt í lagi, ég var orðinn þreyttur á hve léleg myndavélin var í lítilli birtu og nýjustu símarnir eru víst þúsund sinnum betri á því sviði, þarf bara að passa að missa næsta síma ekki líka í gólfið
Ég ákvað annars fyrr í dag að festa kaup á Samsung símanum og ætlaði mér að versla við Símann þar sem hann er ódýrastur hjá þeim (124.990 kr) og það stendur á síðunni þeirra að ef maður kaupir símann á raðgreiðslum þá er enginn aukakostnaður svo hann kostar það sama og staðgreitt, sem hentar mér vel þar sem ég er ekki alveg svona ríkur eins og er.
En svo þegar ég mætti í verslunina þá komst ég að því að ósýnilega smáaletrið er að maður fær þennan díl á svokölluðum léttgreiðslum bara ef maður er búinn að vera viðskiptamaður Símans síðustu 6 mánuði, síðan getur maður ekki borgað raðgreiðslur hjá þeim með Visa, bara Netgíró, og þá er síminn ekki lengur ódýrastur hjá þeim
Þannig að núna stendur valið milli þess að kaupa hann annað hvort hjá Elko eða Nova. Ef ég kaupi hann hjá Elko á raðgreiðslum þá er það um 11 þúsund á mánuði í 12 mánuði sem endar í 133.946 kr, en 11 þúsund á mánuði er svoldið hátt fyrir mig svo ég hallast meira að Nova þar sem ég þarf bara að borga aðeins yfir 7 þúsund á mánuði í 18 mánuði en þá endar síminn í 140.670 kr. Svo fylgir þar að vísu 50 gb inneign með, en miðað við endalegt verð hjá Elko þá væri ég í raun að borga um 7 þúsund eða svo fyrir þá inneign og sú inneign kostar eins og er um 5 þúsund ein og sér, svo ég er með smá valkvíða
Það er greinilega ekki nóg að vera búinn að velja rétta símann, það þarf líka að velja rétta söluaðilann