Síða 1 af 1

Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fim 13. Sep 2018 20:53
af DoofuZ
Ég er að spá i nýjan síma og er aðallega að spá í annað hvort Samsung Galaxy S9+ eða LG G7 en er með smá valkvíða 8-[ Einhver annar sími sem menn mæla kannski frekar með (allt nema iPhone)?

Ég hallast aðeins að Samsung símanum, hann er örlítið stærri og með betra batterí en ég er samt svoldið óákveðinn, hef átt bæði Samsung og LG og kann vel við bæði merkin. Ætla að skoða báða símana í verslun á morgun, en hvað segið þið? :-k

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fim 13. Sep 2018 21:04
af Viggi
Myndi taka galaxy allan daginn. Lg hafa verið þektir fyrir að vera með frekar slæmt software support

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 01:41
af ChopTheDoggie
Ég mæli með S9+ yfir LG G7.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 09:17
af ÓmarSmith
Viggi skrifaði:Myndi taka galaxy allan daginn. Lg hafa verið þektir fyrir að vera með frekar slæmt software support



ha ?


Hvenær og hvar hefur það áhrif á þig

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 10:24
af chaplin
Er búinn að vera með Note 9 í nokkra daga núna, ef S9+ er einhvað eins og Note-inn að þá myndi ég sjálfsagt stökkva á hann án þess að vita einhvað um LG G7. :)

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 11:06
af DoofuZ
Er enginn hér sem mælir eitthvað frekar með LG? Og hvernig eru símarnir að standa sig í myndatökum á tónleikum? Fólk á sviði hefur alltaf verið alltof bjart í andlitinu á öllum símum mínum til þessa.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 11:25
af B0b4F3tt
Er bara mjög sáttur við minn S9+. Myndavélin að sjálfsögðu mjög góð og ekki skemmir fyrir 2x optical zoom á þeim síma.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 15:28
af ÓmarSmith
Hef bæði notað LG GX línuna og Galaxy línuna.
Mjög svipaðir símar í nær öllu, mesti munurinn er líklegast hvernig þeir nota Android.

Þá finnst mér Samsung áberandi verri þar sem síminn er TROÐINN af rusli frá Samsung sem ég amk hef 0 áhuga á að nota. Og maður virðist engan veginn geta losnað almennilega við.

Held að mér hafi fundist LGG2 og LGG4 vera þæginlegustu símarnir sem ég hef notað, ásamt iphone 4 þegar hann var nýr.
Mun amk ekki fá mér Galaxy S9 eða Samsung aftur í bráð held ég.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 18:29
af Kristján
ÓmarSmith skrifaði:Hef bæði notað LG GX línuna og Galaxy línuna.
Mjög svipaðir símar í nær öllu, mesti munurinn er líklegast hvernig þeir nota Android.

Þá finnst mér Samsung áberandi verri þar sem síminn er TROÐINN af rusli frá Samsung sem ég amk hef 0 áhuga á að nota. Og maður virðist engan veginn geta losnað almennilega við.

Held að mér hafi fundist LGG2 og LGG4 vera þæginlegustu símarnir sem ég hef notað, ásamt iphone 4 þegar hann var nýr.
Mun amk ekki fá mér Galaxy S9 eða Samsung aftur í bráð held ég.



Var að fectory reseta S8+ hjá mér og það er Samsung folder þarna með heilum 3 öppum í... hvað ertu að tala um að hann sé troðinn?

edit>> sorry veit ekkert um LG símana, til að hafa þetta on topic :D

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 19:37
af ColdIce
Fengi mér örugglega G7. LG símar hafa reynst mér mun betur en Samsung.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 21:39
af DoofuZ
ÓmarSmith skrifaði:Hef bæði notað LG GX línuna og Galaxy línuna.
Mjög svipaðir símar í nær öllu, mesti munurinn er líklegast hvernig þeir nota Android.

Þá finnst mér Samsung áberandi verri þar sem síminn er TROÐINN af rusli frá Samsung sem ég amk hef 0 áhuga á að nota. Og maður virðist engan veginn geta losnað almennilega við.

Held að mér hafi fundist LGG2 og LGG4 vera þæginlegustu símarnir sem ég hef notað, ásamt iphone 4 þegar hann var nýr.
Mun amk ekki fá mér Galaxy S9 eða Samsung aftur í bráð held ég.

Ég er sammála Kristjáni, hvað ertu að tala um? Ég kannast reyndar við það að á einhverjum síma eða símum (gæti hafa verið Samsung, man ekki alveg) sem ég hef átt hef ég séð eitthvað af óþarfa öppum í gangi eða amk. inná símanum við fyrstu ræsingu en ég kannast hins vegar ekki við að það hafi eitthvað verið að bögga mann eða verið eitthvað erfitt að slökkva á því.

ColdIce skrifaði:Fengi mér örugglega G7. LG símar hafa reynst mér mun betur en Samsung.

Eins og ég nefndi í upphafsinnleggi þá þekki ég Samsung og LG jafnvel þar sem ég hef átt bæði og hef ekki lent í neinu veseni nema á Samsung Galaxy S2 þar sem galli gerir það að verkum að hann segir að það vanti pláss þegar það eru bara örfá öpp inná honum og nóg af plássi en ég geri ráð fyrir því að það vandamál sé ekki í nýjasta módelinu. LG G3 síminn minn hefur reynst mér vel fyrir utan það að ég missti hann í gólfið og braut skjáinn sem gerðist svo aftur með alveg eins síma sem ég keypti á slikk fyrir stuttu ](*,) En það er allt í lagi, ég var orðinn þreyttur á hve léleg myndavélin var í lítilli birtu og nýjustu símarnir eru víst þúsund sinnum betri á því sviði, þarf bara að passa að missa næsta síma ekki líka í gólfið 8-[

Ég ákvað annars fyrr í dag að festa kaup á Samsung símanum og ætlaði mér að versla við Símann þar sem hann er ódýrastur hjá þeim (124.990 kr) og það stendur á síðunni þeirra að ef maður kaupir símann á raðgreiðslum þá er enginn aukakostnaður svo hann kostar það sama og staðgreitt, sem hentar mér vel þar sem ég er ekki alveg svona ríkur eins og er.

En svo þegar ég mætti í verslunina þá komst ég að því að ósýnilega smáaletrið er að maður fær þennan díl á svokölluðum léttgreiðslum bara ef maður er búinn að vera viðskiptamaður Símans síðustu 6 mánuði, síðan getur maður ekki borgað raðgreiðslur hjá þeim með Visa, bara Netgíró, og þá er síminn ekki lengur ódýrastur hjá þeim [-X

Þannig að núna stendur valið milli þess að kaupa hann annað hvort hjá Elko eða Nova. Ef ég kaupi hann hjá Elko á raðgreiðslum þá er það um 11 þúsund á mánuði í 12 mánuði sem endar í 133.946 kr, en 11 þúsund á mánuði er svoldið hátt fyrir mig svo ég hallast meira að Nova þar sem ég þarf bara að borga aðeins yfir 7 þúsund á mánuði í 18 mánuði en þá endar síminn í 140.670 kr. Svo fylgir þar að vísu 50 gb inneign með, en miðað við endalegt verð hjá Elko þá væri ég í raun að borga um 7 þúsund eða svo fyrir þá inneign og sú inneign kostar eins og er um 5 þúsund ein og sér, svo ég er með smá valkvíða :wtf

Það er greinilega ekki nóg að vera búinn að velja rétta símann, það þarf líka að velja rétta söluaðilann :popeyed

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 22:01
af Penguin6
verð að segja mig langar að prufa nokia símann næst. :) líst rosavel á hann og clean android á honum superfast og frekar öflugur er búin að vera samsung maður síðustu ár en held ég prufi nokia næst

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fös 14. Sep 2018 22:14
af stebbz13
miðað við mína reynslu af samsung símum já og bara alment allt það sem ég hef átt frá samsung (sem er ekki góð) þá færi ég allan daginn frekar í lg reyni helst að forðast allt sem er merkt samsung eins og Guðjón forðast þvottavélarnar frá þeim.
mín reynsla af lg símum hefur bara verið góð sérstaklega af nexus 5 sem er örugglega einn sá besti sími sem ég hef átt í gegnum tíðina

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Lau 15. Sep 2018 08:42
af B0b4F3tt
DoofuZ skrifaði:Ég ákvað annars fyrr í dag að festa kaup á Samsung símanum og ætlaði mér að versla við Símann þar sem hann er ódýrastur hjá þeim (124.990 kr) og það stendur á síðunni þeirra að ef maður kaupir símann á raðgreiðslum þá er enginn aukakostnaður svo hann kostar það sama og staðgreitt, sem hentar mér vel þar sem ég er ekki alveg svona ríkur eins og er.

En svo þegar ég mætti í verslunina þá komst ég að því að ósýnilega smáaletrið er að maður fær þennan díl á svokölluðum léttgreiðslum bara ef maður er búinn að vera viðskiptamaður Símans síðustu 6 mánuði, síðan getur maður ekki borgað raðgreiðslur hjá þeim með Visa, bara Netgíró, og þá er síminn ekki lengur ódýrastur hjá þeim [-X

Þannig að núna stendur valið milli þess að kaupa hann annað hvort hjá Elko eða Nova. Ef ég kaupi hann hjá Elko á raðgreiðslum þá er það um 11 þúsund á mánuði í 12 mánuði sem endar í 133.946 kr, en 11 þúsund á mánuði er svoldið hátt fyrir mig svo ég hallast meira að Nova þar sem ég þarf bara að borga aðeins yfir 7 þúsund á mánuði í 18 mánuði en þá endar síminn í 140.670 kr. Svo fylgir þar að vísu 50 gb inneign með, en miðað við endalegt verð hjá Elko þá væri ég í raun að borga um 7 þúsund eða svo fyrir þá inneign og sú inneign kostar eins og er um 5 þúsund ein og sér, svo ég er með smá valkvíða :wtf

Það er greinilega ekki nóg að vera búinn að velja rétta símann, það þarf líka að velja rétta söluaðilann :popeyed


Það er einnig hægt að fá þessa síma á 110þúsund hjá Heimkaup

https://www.heimkaup.is/samsung-galaxy-s9-plus

Ég fékk minn á tilboði þar í sumar á 104þúsund.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Lau 15. Sep 2018 09:22
af Njall_L
Myndi persónulega ekki skoða annað en Nokia ef ég ætlaði að kaupa Android síma í dag. Virkilega solid tæki með hreinu Android sem fær uppfærslur nánast um leið og þær koma, þarf ekki meira til að selja mig allavega.

https://tolvutek.is/leita/Nokia

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Lau 15. Sep 2018 09:39
af Viggi
Myndi líka skoða oneplus 6 ef þú vilt clean android. Virkilega vel speccaðir símar má flottu verði en fúla er að maður verður að flytja hann inn og þá verður maður að gera við sjálfur ef eithvað kemur uppá. En ættli að maður fari ekki í næsta samsung upp á ábyrgð hér og allt það

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Lau 15. Sep 2018 14:33
af DoofuZ
B0b4F3tt skrifaði:Það er einnig hægt að fá þessa síma á 110þúsund hjá Heimkaup

https://www.heimkaup.is/samsung-galaxy-s9-plus

Ég fékk minn á tilboði þar í sumar á 104þúsund.

Takk fyrir að benda mér á þetta, gleymdi alveg að tjékka á Heimkaup. Var að staðfesta kaup á símanum með raðgreiðslum í gegnum Netgíró og fæ símann heimsendan milli 17 og 22 í dag \:D/

Takk allir fyrir aðstoðina :happy Nú þarf ég bara að kaupa hulstur eða einhvers konar vörn utanum símann svo hann endi ekki á gólfinu hjá mér með brotinn skjá eins og allir hinir :-"

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Mið 19. Sep 2018 16:35
af isr
Hvernig eru lg v30 símarnir, er það ekki flaggskipið frá lg.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Mið 19. Sep 2018 22:57
af dori
isr skrifaði:Hvernig eru lg v30 símarnir, er það ekki flaggskipið frá lg.

V30 og G7 eru "flaggskipin" í dag. V30 er samt orðinn ársgamall. Þú getur ímyndað þér að VXX línan er svipuð og Note símarnir frá Samsung og GX línan er svipuð og Galaxy.

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fim 20. Sep 2018 14:46
af isr
dori skrifaði:
isr skrifaði:Hvernig eru lg v30 símarnir, er það ekki flaggskipið frá lg.

V30 og G7 eru "flaggskipin" í dag. V30 er samt orðinn ársgamall. Þú getur ímyndað þér að VXX línan er svipuð og Note símarnir frá Samsung og GX línan er svipuð og Galaxy.


Takk fyrir þetta, er neflilega að skoða dual sim síma, þess vegna datt mér í hug að forvitnast um v30 símann. :)

Re: Samsung Galaxy S9+ eða LG G7? Eða...?

Sent: Fim 20. Sep 2018 15:08
af vatr9
Á sjálfur LG G6 síma sem ég er ánægður með að flestu leiti en þó ekki hvað hann endist stutt yfir daginn.
Sé á netinu að G7 og V30 eru með enn verri rafhlöðuendingu en G6.
Það er eitthvað til að hafa í huga ef mikil notkun verður á símanum.