Síða 1 af 1
iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 01:15
af dedd10
Nú er batteryid í Iphone 7 hjá mér farið að þreytast aðeins og var að spá í að fara í X.
Eins og örugglega margir er ég smá hræddur við að missa Touch ID og home takkann. En hef heyrt mikið jákvætt um símann samt sem áður, en langar að fá álit ykkar, þið sem eigið X, er hann þess virði og hvað eru þið ánægðastir með og hvað fer í taugarnar á ykkur?
Re: iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 01:25
af PikNik
Búinn að vera með X síðan í desember, virkilega góður sími, fékk reyndar gallaðann síma fyrst, Face ID hætti að virka en ég fékk bara annan hjá Epli þar sem um framleiðslugalla var að ræða. þetta er mjög fljótt að venjast, með home takkann og það
Re: iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 07:08
af jojoharalds
Fekk mér Samsung galaxy Note 8 í november ,
selldi hann og fekk mér iphone x í staðinn (bara til að prófa þetta)
verð að segja ég er MJÖÖÖGánægður með hann,
hríkalega góð rafhlöðuending.
og mýndavélinn er einnig mjög góð!
mæli með þessum síma serstaklega þegar þú ert apple meginn í lífinu.
Re: iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 07:46
af ColdIce
Hef verið að skoða að færa mig úr 7 í X. Ég pantaði sjöuna frá Apple þegar ég var í Skotlandi í fyrra og borgaði auðvitað engin gjöld fyrir hann þar.
Er þess virði að eltast við þetta hér, að panta hann frá Apple? Held hann sé á 125k þegar allt hefur verið greitt en missi ár af ábyrgð í staðinn...en svo er ég vanalega ekki lengur en ár með hvern síma...
Decisions decisions..
Re: iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 10:42
af Tiger
Var líka hræddur fyrst að missa home takkann, sú hræðsla var horfin á 2 dögum og hugsunin "mikið er nú gott að vera laus við home takkann" komin í staðinn. Swip up er bara miklu þægilegra.
+ að face id virkar mun betur, touch id var leiðinlegt ef þú varst rakur á fingrum, í hönskum ofl, allt vandamál sem eru horfin með faceID
Re: iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 12:00
af GullMoli
Færð nýja OEM rafhlöðu hjá Epli á 6.990 kr með vinnu i 7'una.
https://www.epli.is/thjonusta.htmlSvona ef þú vilt spara þér peninginn.
Re: iPhone X ?
Sent: Fös 11. Maí 2018 21:29
af dedd10
Takk fyrir flott svör, ég er að nálgast þá ákvörðun að skella mér á iPhone X! Þetta verður líklega mjög fljótt að venjast þó ég sé ekki mikið fyrir miklar breytingar haha!
Re: iPhone X ?
Sent: Mán 14. Maí 2018 19:07
af ColdIce
Heads up - Elko var að lækka hann
Re: iPhone X ?
Sent: Mán 14. Maí 2018 19:14
af Viktor
Reglur:
rulesAlmennar reglur
a. Bréf skulu hafa lýsandi titla, vandaða uppsetningu og ekki má pósta sama bréfi í marga flokka eða í mörgum eintökum. #