Síða 1 af 1

Á maður að kaupa S8 eða hvað er sambærilegt?

Sent: Þri 05. Sep 2017 16:57
af netkaffi
Rafhlaðan í nýja S7 virðist hafa skaðast eftir að ég hlóð hann þegar hann var (apparently) enn blautur. Rafhlaðan endist bara í uþb. 12-20 klst.

Er mjög ánægður með S7 annars, en auðvitað má alltaf gera betur. Hvaða símum mæla menn með?

Re: Á maður að kaupa S8 eða hvað er sambærilegt?

Sent: Þri 05. Sep 2017 17:15
af Tesy
iPhone 8/Edition (Hvað sem síminn á eftir að heita) verður kynntur í næstu viku.
Google Pixel verður svo kynntur í okt/nov.
Galaxy Note 8 var kynntur um daginn - Verður líklega mjög dýr á Íslandi þar sem síminn kostar um $950 úti.

Ef þú virkilega þarft síma strax þá er S8/S8+ líklega besta kaupið í dag þar iPhone 7 og Pixel eru að verða outdated og svo er LG símar eitthvað sem maður ætti aldrei að snerta (imo).