Ábyrgð á rootuðum síma með KNOX 0x1
Sent: Þri 11. Júl 2017 15:30
Góðan daginn, sagan mín er í stuttu máli svona:
Ég keypti S7 Edge í apríl 2016, rootaði strax og notaði hann svoleiðis í marga mánuði, eða alveg fram í febrúar síðastliðinn.
Í febrúar fór hann að haga sér undarlega , lenti í bootloopi sem entist í nokkrar klst þannig mig fór að gruna að síminn sjálfur væri bilaður en ákvað að prufa að setja upp stock hugbúnað áður, til að athuga hvort þetta væri eitthvað tengt því að hann væri rootaður (eða bara eitthvað annað hugbúnaðarlega séð, corrupt cache o.þ.h) .
Ég notaði forrit frá Samsung sem heitir Samsung Smart Switch til þess að "unroota" símann og setja upp stock recovery og stock ROM.
Vandamálið fór í burtu...
Þar til í apríl síðastliðnum þegar ég var búinn að gefa mömmu símann, hann fór að bootloopa án nokkurrar ástæðu þannig við fórum með hann í ábyrgðarviðgerð.
TVR (Tæknivörur) sem sjá um viðgerðir á Samsung á Íslandi neita því að gera við hann í ábyrgð, þar sem KNOX teljarinn er kominn í 0x1. Þeir segja mig hafa "corruptað" minnið á móðurborði símans sem hafi endað í því að hann er fastur í bootloop. Þeir sögðu líka að ekki væri hægt að prufa að setja upp stock hugbúnað því þá myndi síminn læsast. Það er 100% rangt því það er nákvæmlega það sem ég gerði í febrúar.
Þeir þora að "fullyrða" að þetta sé af mínum völdum, en ég er nokkuð viss um að manneskjan á við að það sé af mínum völdum að KNOX teljarinn er kominn í 0x1.
Ég held þetta standist ekki evrópsk neytendalög sbr t.d. https://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=1998801 en ég kemst ekki langt með málið hjá Neytendastofu á erlendum bloggpóstum einum og sér.
Ég fann tvo þræði sem snerta á þessu hérna á vaktinni : /viewtopic.php?t=58716 og /viewtopic.php?t=58376 en í hvorugum var komist að niðurstöðu.
Hefur einhver reynslu af þessu?
Ég keypti S7 Edge í apríl 2016, rootaði strax og notaði hann svoleiðis í marga mánuði, eða alveg fram í febrúar síðastliðinn.
Í febrúar fór hann að haga sér undarlega , lenti í bootloopi sem entist í nokkrar klst þannig mig fór að gruna að síminn sjálfur væri bilaður en ákvað að prufa að setja upp stock hugbúnað áður, til að athuga hvort þetta væri eitthvað tengt því að hann væri rootaður (eða bara eitthvað annað hugbúnaðarlega séð, corrupt cache o.þ.h) .
Ég notaði forrit frá Samsung sem heitir Samsung Smart Switch til þess að "unroota" símann og setja upp stock recovery og stock ROM.
Vandamálið fór í burtu...
Þar til í apríl síðastliðnum þegar ég var búinn að gefa mömmu símann, hann fór að bootloopa án nokkurrar ástæðu þannig við fórum með hann í ábyrgðarviðgerð.
TVR (Tæknivörur) sem sjá um viðgerðir á Samsung á Íslandi neita því að gera við hann í ábyrgð, þar sem KNOX teljarinn er kominn í 0x1. Þeir segja mig hafa "corruptað" minnið á móðurborði símans sem hafi endað í því að hann er fastur í bootloop. Þeir sögðu líka að ekki væri hægt að prufa að setja upp stock hugbúnað því þá myndi síminn læsast. Það er 100% rangt því það er nákvæmlega það sem ég gerði í febrúar.
Þeir þora að "fullyrða" að þetta sé af mínum völdum, en ég er nokkuð viss um að manneskjan á við að það sé af mínum völdum að KNOX teljarinn er kominn í 0x1.
Ég held þetta standist ekki evrópsk neytendalög sbr t.d. https://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=1998801 en ég kemst ekki langt með málið hjá Neytendastofu á erlendum bloggpóstum einum og sér.
Ég fann tvo þræði sem snerta á þessu hérna á vaktinni : /viewtopic.php?t=58716 og /viewtopic.php?t=58376 en í hvorugum var komist að niðurstöðu.
Hefur einhver reynslu af þessu?