Síða 1 af 1

Hjálp með verðlagningu á notaðari tölvu

Sent: Þri 04. Júl 2017 23:17
af Máni
Kærasta mín á Toshiba Satellite m50d-a-10n tölvu sem keypt er í enda árs 2014 á u.þ.b. 180.000 kr,-. Hana langar að selja hana en hefur enga hugmynd um hvað fæst fyrir slíkan grip í dag, hún var notuð í eina Bsc ritgerð en annars hefur hún lítið sem ekkert verið notuð. Áður en ég auglýsi hana vildi ég helst fá ráðlagningar varðandi verð frá ykkur reynsluboltunum.

Kær kveðja

Re: Hjálp með verðlagningu á notaðari tölvu

Sent: Þri 04. Júl 2017 23:28
af Mazi!
þetta er fljótt að falla í verði því miður, allavega er þessi vél vel undir 100þús króna virði í dag að mínu mati :)

Re: Hjálp með verðlagningu á notaðari tölvu

Sent: Mið 05. Júl 2017 02:13
af nonesenze
Ég fékk mér svipaða fartölvu fyrir næstum ári hérna á vaktinni á 30.000 þessi er aðeins nýrri en svipaðir spekkar 6gb minni enginn ssd ekki ips ekkert usb3. 2014 var 180k Rán fyrir þessa vél verð ég að segja

Re: Hjálp með verðlagningu á notaðari tölvu

Sent: Fim 06. Júl 2017 15:52
af Máni
Takk fyrir svörin. Ætti ég að auglýsa hana á 70-80 og vera opinn fyrir tilboðum?