Síða 1 af 1
Íslenskt lyklaborð á mac keypta í UK?
Sent: Þri 06. Jún 2017 13:44
af capteinninn
Er að spá að kaupa Macbook í UK á næstunni en er að velta fyrir mér hvernig ég tækla að fá íslenska stafi á lyklaborðið.
Get keypt með allskonar lyklaborðsuppsetningu en ekki Íslenskt svo ég velti fyrir mér hvort ég þurfi þá að kaupa límmiða til að líma á lyklaborðið.
Hvernig hafið þið gengið frá þessu ?
Re: Íslenskt lyklaborð á mac keypta í UK?
Sent: Þri 06. Jún 2017 14:26
af Tiger
Já verður að kaupa límmiða, og velja Spanish layout sem er eins og það Íslenska (nema ekki með íslenskum stöfum per se).
Re: Íslenskt lyklaborð á mac keypta í UK?
Sent: Þri 06. Jún 2017 15:29
af dori
UK layout er líka eins og íslenska (ISO) annað en USA layout sem er ANSI.
Ef þú virkilega vilt hafa íslensk tákn á lyklaborðinu þá er hægt að fá límmiða hjá mörgum tölvuverslunum. Snöggt google og ég fann:
https://www.tl.is/products/limmidar-a-lyklabord
Re: Íslenskt lyklaborð á mac keypta í UK?
Sent: Þri 06. Jún 2017 16:43
af capteinninn
Takk fyrir svörin, vitiði annars hvernig þetta er gert með tölvurnar sem eru seldar hér á landi, eru þær með sérgerðum lyklaborðum fyrir Ísland?
Re: Íslenskt lyklaborð á mac keypta í UK?
Sent: Þri 06. Jún 2017 17:48
af Opes
capteinninn skrifaði:Takk fyrir svörin, vitiði annars hvernig þetta er gert með tölvurnar sem eru seldar hér á landi, eru þær með sérgerðum lyklaborðum fyrir Ísland?
Já, eru framleiddar með íslensku lyklaborði.