Síða 1 af 1

Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Fös 13. Jan 2017 22:03
af gretarjons
Ég get ekki séð að neinn sé að flytja inn fartölvurnar frá Razer. Ég er frekar spenntur fyrir Razer Blade Stealth. Hafa menn keypt frá þeim beint eða í gegnum þriðja aðila? Einhver nýlega sem getur gefið upp flutning, tolla og þessháttar?

Re: Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Lau 14. Jan 2017 16:36
af gretarjons
Enginn með snefill af upplýsingum?

Re: Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Lau 14. Jan 2017 17:56
af htmlrulezd000d
getur örugglega spurt tölvubúðir sem selja razer vörur um að sérpanta fyrir þig, kostar örugglega smá skilding en nokkuð viss um að það sé hægt. Síðan kemur það bara með næstu sendingu.

Re: Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Lau 14. Jan 2017 20:09
af brain
Skoða að panta hjá Bestbuy eða Amazon og senda heim með einhverjum af þessu pakka forvarding fyrirtækjum.

Re: Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Lau 14. Jan 2017 21:22
af kiddi
Tölvulistinn eru með umboðið fyrir RaZer, getur prófað að heyra í þeim.

Re: Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Lau 14. Jan 2017 21:54
af steinarsaem
Þessir eru með shipping til Íslands fyrir 63$
Dýrasta vélin + shipping 2463$
Miðað við reiknivélina hjá tollinum kostar hún hingað komin 350k með vsk.
https://www.bhphotovideo.com/c/search?N ... rtclk=sort
https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/

Re: Razer fartölvur, hvernig er best að kaupa þær?

Sent: Mán 16. Jan 2017 00:20
af hilmard94
ég pantaði mér Razer Blade Stealth 4K Touchscreen (6th Generation Intel Core i7, 8GB RAM, 256 GB SSD) frá amazon, pantaði hana á föstudegi og kom til mín á mánudegi.
svo eyðilagðist hleðslutakið mitt á miðvikudegi og ég pantaði 3rd party hleðslutaki fyrir hana sem virkar mjög vel.
hafði samband við gaurinn sem var að selja hana á amazon og hann vildi ekki bæta mér þetta nema með 30 dollurum eða eh.. og nýja hleðslutakið kostaði mig 80 dollara eða eh mann ekki alveg.
Hef ekki mikið notað hana þar sem ég hætti í skóla og fór að vinna. var alltaf að nota chromebook tölvu í skólanum og þurfti betri tölvu til að keyra adobe forrit og svona.
Hef pælt í að selja hana...