Síða 1 af 2

Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 16:26
af GuðjónR
Hvernig lýst ykkur svo á nýju farsíma pakkana hjá Hringdu?
Ef þið berið þetta saman við þá þjónustu sem þið hafið fyrir, er þetta betra eða verra?

https://hringdu.is/farsimi/

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 16:30
af vesley
Ég hringi ansi lítið til útlanda og nota meira en 5GB af gagnamagni í hverjum mánuði og þar hentar Nova pakkinn mér betur sem er á 2.990kr

Ég er líka eins og margir af yngri kynslóðinni (30 og yngri) hálf fastur í Nova þar sem margir sem ég þekki eru nánast alltaf inneignarlausir og í Nova og myndu því tæplega geta hringt í mig ef ég skipti yfir til annars fyrirtækis.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 16:45
af emmi
Símafélagið var að kynna nýja farsíma verðskrá, https://www.simafelagid.is/einstaklinga ... i/farsimi/

Þetta er bara of dýrt ennþá hjá þeim, þeir virðast ekki átta sig á því að fólk er að nota meira niðurhal í dag en í tal/sms.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 17:30
af GuðjónR
Ég er svo gamaldags að ég nota símann nánast eingöngu til að tala í, þyrfti þess vegna ekkert á snjallsíma að halda en ég skil vel þá sem nota símana sína sem hálfgerða tölvur og þurfa því mikið gagnamagn. Í einu skiptin sem ég þarf að tala til útlanda þá er það skype eða FB call.
NOVA eru búnir að gera öðrum símafélgögum mikinn óleik með NOVA-NOVA fyrirkomulaginu, því það eru svo margir fastir í því.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 19:18
af urban
Ég kem til með að skipta til þeirra sem að verða fyrstir að gera það sem að þeir eiga að gera.

Fella niður ólögleg roaming gjöld.
Hringdu eru komnir nálægt því, en engan vegin nógu langt, ég vil getað labbað uppí flugvél með síman minn og gert það sem að ég vil í evrópu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ca 12 milljón króna símreikning.
Þeir eru allavega komnir með það þannig fyrir skandinavíu en restin er eftir.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 20:37
af kjartanbj
Ég myndi alveg íhuga það ef þeir væru með almennilegan gagamagns pakka og ég vissi á hvaða sendum þeir væru, því ég ferðast mikið um landið og það kemst engin nálægt símanum í útbreiðslu að mínu mati , sérstaklega á 3g/4g sambandi

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 21:35
af Moldvarpan
Ummm mér lýst alveg nokk vel á þetta.

Get fengið net + heimasíma + 3 pakka af gsm áskrift fyrir minna en bara netið hjá Símanum.... :wtf

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 21:59
af bigggan
urban skrifaði:Ég kem til með að skipta til þeirra sem að verða fyrstir að gera það sem að þeir eiga að gera.

Fella niður ólögleg roaming gjöld.
Hringdu eru komnir nálægt því, en engan vegin nógu langt, ég vil getað labbað uppí flugvél með síman minn og gert það sem að ég vil í evrópu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ca 12 milljón króna símreikning.
Þeir eru allavega komnir með það þannig fyrir skandinavíu en restin er eftir.


15 Júni 2017 er árið sem það verður að veruleika. Núna er hámarksviðbotargjald á 6 krónur eða minna. það er nánast ómögulegt að lenda i svona innan ESB nuna.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Sun 27. Nóv 2016 22:46
af urban
bigggan skrifaði:
urban skrifaði:Ég kem til með að skipta til þeirra sem að verða fyrstir að gera það sem að þeir eiga að gera.

Fella niður ólögleg roaming gjöld.
Hringdu eru komnir nálægt því, en engan vegin nógu langt, ég vil getað labbað uppí flugvél með síman minn og gert það sem að ég vil í evrópu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ca 12 milljón króna símreikning.
Þeir eru allavega komnir með það þannig fyrir skandinavíu en restin er eftir.


15 Júni 2017 er árið sem það verður að veruleika. Núna er hámarksviðbotargjald á 6 krónur eða minna. það er nánast ómögulegt að lenda i svona innan ESB nuna.


Já það er nánast ómögulegt ef að ég fer út og kaupi mér simkort.
Ef að ég fer með kortið mitt út, þá þarf að borga hjá ýmsum símafélögum "útlandapakka" eða álíka, 500 - 800 krónur á dag, til þess að geta notað síman einsog þú ert úti. ***EDIT eða var það allavega í sumar þegar að ég fór út
Semsagt 1 símtal og þú borgar þetta gjald (vissulega mismunandi eftir símafélögum)

Þau semsagt komu sér undan takmörkunum sem að var búið að setja með því að gera þetta svona.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Fös 02. Des 2016 11:57
af GunniH
kjartanbj skrifaði:Ég myndi alveg íhuga það ef þeir væru með almennilegan gagamagns pakka og ég vissi á hvaða sendum þeir væru, því ég ferðast mikið um landið og það kemst engin nálægt símanum í útbreiðslu að mínu mati , sérstaklega á 3g/4g sambandi


Við erum á dreifikerfi Símans þannig þú munt ekki finna neinn mun!

urban skrifaði:Já það er nánast ómögulegt ef að ég fer út og kaupi mér simkort.
Ef að ég fer með kortið mitt út, þá þarf að borga hjá ýmsum símafélögum "útlandapakka" eða álíka, 500 - 800 krónur á dag, til þess að geta notað síman einsog þú ert úti. ***EDIT eða var það allavega í sumar þegar að ég fór út
Semsagt 1 símtal og þú borgar þetta gjald (vissulega mismunandi eftir símafélögum)

Þau semsagt komu sér undan takmörkunum sem að var búið að setja með því að gera þetta svona.


Við bjóðum upp á ferðapakka en hann er algjörlega opt-in, ef þú vilt frekar borga álagið sem er 5 evru cent per MB og að hringja. Álagið er gengistryggt til 1. júlí 2017 á 140,56 evrur þannig hvert MB er 8,71 kr. Fyrir 650 kr. á dag í ferðapakka færðu 500 MB á dag sem annars myndu kosta 4.355 kr. Þú þarft í raun einungis að nota 75 MB til að það borgi sig. Ég er nokkuð viss um að það sé einnig opt-in hjá öðrum símafyrirtækjum.

Ég veit ekki hvernig það er hjá öðrum með að opt-a út bara í einn dag ef þú sérð fram á að hringja bara eitt símtal þann daginn, en það er ekki hægt hjá okkur. Segi það þó með fyrirvara því það gæti breyst.

Við bíðum spenntir eftir því að geta boðið upp á roam like home í allri Evrópu en á meðan reglugerðin er ekki til staðar þá kostar þetta okkur sinn skerf og er þetta þess vegna í takmörkuðum löndum til að byrja með. Það gæti þó vel verið eftir að við sjáum hversu mikil notkun á sér stað að við bætum við öðrum löndum áður en lögin taka gildi næstkomandi ágúst.

Kveðja,
Gunnar

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Fös 02. Des 2016 12:43
af kassi
Gunnar bjóðiði uppá ljósleiðaratengingu frá Símanum?
Er semsagt bara með ljósleiðara frá mílu hjá mér.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 11:50
af GunniH
kassi skrifaði:Gunnar bjóðiði uppá ljósleiðaratengingu frá Símanum?
Er semsagt bara með ljósleiðara frá mílu hjá mér.


Ekki eins og staðan er í dag en það mun líklegast breytast fljótlega.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 12:11
af urban
En já til þess að svara nú upprunalega póstinum.

Ég er hjá 3a.is og er að borga 2990 ef að ég man rétt.

Það er ótakmörkuð notkun í heimasíma og gemsa og SMS
síðan 9 GG gagnamagn sem að safnast síðan upp, semsagt dettur ekki niður dautt í næsta mánuði.

Minnir að hámarkið á því sé semagt 50GB
Síðan get ég notað neysluna hjá mér í að borga þetta niður, semsagt í gegnum gomobile, hef einmitt alveg lennt í því að borga bara ekkert í símreikning.

Þannig að mér persónulega finnst þessir pakkar bara ekkert sérstakir.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 12:45
af braudrist
urban skrifaði:En já til þess að svara nú upprunalega póstinum.

Ég er hjá 3a.is og er að borga 2990 ef að ég man rétt.

Það er ótakmörkuð notkun í heimasíma og gemsa og SMS
síðan 9 GG gagnamagn sem að safnast síðan upp, semsagt dettur ekki niður dautt í næsta mánuði.

Minnir að hámarkið á því sé semagt 50GB
Síðan get ég notað neysluna hjá mér í að borga þetta niður, semsagt í gegnum gomobile, hef einmitt alveg lennt í því að borga bara ekkert í símreikning.

Þannig að mér persónulega finnst þessir pakkar bara ekkert sérstakir.


Já, ég verð að vera sammála þér í þessu Þr3nnan er drullusniðugt. Þú hringir endalaust í alla vini þína sama hjá hvaða fyrirtæki þeir eru hjá, 9GB safnamagn á mánuði — sem safnast upp í allt að 50Gb ef þú notar ekki allt. 3000 kall á mánuði og svo geturu bætt við Spotify premium fyrir 1,490 kr. á mánuði.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 12:52
af jagermeister
braudrist skrifaði:
urban skrifaði:En já til þess að svara nú upprunalega póstinum.

Ég er hjá 3a.is og er að borga 2990 ef að ég man rétt.

Það er ótakmörkuð notkun í heimasíma og gemsa og SMS
síðan 9 GG gagnamagn sem að safnast síðan upp, semsagt dettur ekki niður dautt í næsta mánuði.

Minnir að hámarkið á því sé semagt 50GB
Síðan get ég notað neysluna hjá mér í að borga þetta niður, semsagt í gegnum gomobile, hef einmitt alveg lennt í því að borga bara ekkert í símreikning.

Þannig að mér persónulega finnst þessir pakkar bara ekkert sérstakir.


Já, ég verð að vera sammála þér í þessu Þr3nnan er drullusniðugt. Þú hringir endalaust í alla vini þína sama hjá hvaða fyrirtæki þeir eru hjá, 9GB safnamagn á mánuði — sem safnast upp í allt að 50Gb ef þú notar ekki allt. 3000 kall á mánuði og svo geturu bætt við Spotify premium fyrir 1,490 kr. á mánuði.


Streamið á Spotify telur heldur ekki inn í gagnamagnið ef þú kaupir áskriftina í gegnum símann.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 12:53
af urban
jagermeister skrifaði:Streamið á Spotify telur heldur ekki inn í gagnamagnið ef þú kaupir áskriftina í gegnum símann.


Ég hef bara aldrei spáð í því hvort að það telji hjá þrennu.
Þetta er á kerfi símans, þannig að mér þykir alveg eins líklegt að það sé ekki, en ég bara nota það ekki það mikið að ég hafi spáð í því.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 17:10
af depill
urban skrifaði:
jagermeister skrifaði:Streamið á Spotify telur heldur ekki inn í gagnamagnið ef þú kaupir áskriftina í gegnum símann.


Ég hef bara aldrei spáð í því hvort að það telji hjá þrennu.
Þetta er á kerfi símans, þannig að mér þykir alveg eins líklegt að það sé ekki, en ég bara nota það ekki það mikið að ég hafi spáð í því.


Þrenna er vara frá Símanum og allar farsímavörur Símans eru með gjaldfrjálst streymi frá Spotify.

https://www.3a.is/adstod/grein/Spotify-i-askrift skrifaði:Með því að gerast áskrifandi nýtur þú allra kosta Spotify og þú greiðir ekki fyrir tónlistarstreymið á farsímaneti Símans.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 17:35
af nidur
Ég er með þrennu og er ekki að fara að færa mig fyrr en að gagnamagnið er komið í 3gb og ótakmarkað á 2000 kr. :)

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 17:49
af Halli25
nidur skrifaði:Ég er með þrennu og er ekki að fara að færa mig fyrr en að gagnamagnið er komið í 3gb og ótakmarkað á 2000 kr. :)

Vonafone One tekur þrennuna í nefið, 5GB gagnamagn á 2.390 kr.(var 1990 kr. fyrir hækkun)

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 17:56
af urban
Halli25 skrifaði:
nidur skrifaði:Ég er með þrennu og er ekki að fara að færa mig fyrr en að gagnamagnið er komið í 3gb og ótakmarkað á 2000 kr. :)

Vonafone One tekur þrennuna í nefið, 5GB gagnamagn á 2.390 kr.(var 1990 kr. fyrir hækkun)


Er það að taka það í nefið ?
2.390 fyrir 5 GB
2.990 fyrir 9 GB (sem safnast upp)

Ég get ekki séð að þetta sé að taka það í nefið.

En þara að auki sé ég ekki þetta tilboð hjá þeim á síðunni þeirra.

Sé eitt á 2100 krónur, en það er engan vegin sambærilegt, þar sem að það eru ekki ótakmörkuð símtöl.
Get þar að auki ekki farið á pöbbinn og greitt símreikninginn minn þannig :D

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 19:52
af depill
urban skrifaði:
Halli25 skrifaði:
nidur skrifaði:Ég er með þrennu og er ekki að fara að færa mig fyrr en að gagnamagnið er komið í 3gb og ótakmarkað á 2000 kr. :)

Vonafone One tekur þrennuna í nefið, 5GB gagnamagn á 2.390 kr.(var 1990 kr. fyrir hækkun)


Er það að taka það í nefið ?
2.390 fyrir 5 GB
2.990 fyrir 9 GB (sem safnast upp)

Ég get ekki séð að þetta sé að taka það í nefið.

En þara að auki sé ég ekki þetta tilboð hjá þeim á síðunni þeirra.

Sé eitt á 2100 krónur, en það er engan vegin sambærilegt, þar sem að það eru ekki ótakmörkuð símtöl.
Get þar að auki ekki farið á pöbbinn og greitt símreikninginn minn þannig :D


Ef þú ert með farsíma + Internet hjá Vodafone þá kemstu í Vodafone ONE. Þá geturðu valið þér "ávinning" þar á meðal 5 GB með Smart áskrift með 1x GSM áskrift. Það setur 5 GB + Unlimited Calling á 2.390 kr. ( Ekki að mæla með, enda er ég hlutdrægur en bara svona segja facts :D )

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Mán 05. Des 2016 20:00
af urban
depill skrifaði:
urban skrifaði:
Halli25 skrifaði:
nidur skrifaði:Ég er með þrennu og er ekki að fara að færa mig fyrr en að gagnamagnið er komið í 3gb og ótakmarkað á 2000 kr. :)

Vonafone One tekur þrennuna í nefið, 5GB gagnamagn á 2.390 kr.(var 1990 kr. fyrir hækkun)


Er það að taka það í nefið ?
2.390 fyrir 5 GB
2.990 fyrir 9 GB (sem safnast upp)

Ég get ekki séð að þetta sé að taka það í nefið.

En þara að auki sé ég ekki þetta tilboð hjá þeim á síðunni þeirra.

Sé eitt á 2100 krónur, en það er engan vegin sambærilegt, þar sem að það eru ekki ótakmörkuð símtöl.
Get þar að auki ekki farið á pöbbinn og greitt símreikninginn minn þannig :D


Ef þú ert með farsíma + Internet hjá Vodafone þá kemstu í Vodafone ONE. Þá geturðu valið þér "ávinning" þar á meðal 5 GB með Smart áskrift með 1x GSM áskrift. Það setur 5 GB + Unlimited Calling á 2.390 kr. ( Ekki að mæla með, enda er ég hlutdrægur en bara svona segja facts :D )


Já þá horfir málið allt öðruvísi við.
Þá ertu að fá afslátt út á meiri viðskipti.

Er semsagt ekkert í gildi fyrir þá sem að eru bara að leita sér af símatilboðum.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Þri 06. Des 2016 00:30
af braudrist
Halli25 skrifaði: Vonafone One tekur þrennuna í nefið, 5GB gagnamagn á 2.390 kr.(var 1990 kr. fyrir hækkun)


Samkvæmt Vodafone síðunni er þetta Smart dæmi með

- Ótakmarkaðar mínútur
- Ótakmörkuð SMS
- 100 MB gagnamagn

á 2.390 kr. Ef þú vilt 5GB auka þá þarftu að borga extra 1.800 kr. Þannig að þú ert kominn í 4.190 kr.

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Þri 06. Des 2016 13:04
af Halli25
braudrist skrifaði:
Halli25 skrifaði: Vonafone One tekur þrennuna í nefið, 5GB gagnamagn á 2.390 kr.(var 1990 kr. fyrir hækkun)


Samkvæmt Vodafone síðunni er þetta Smart dæmi með

- Ótakmarkaðar mínútur
- Ótakmörkuð SMS
- 100 MB gagnamagn

á 2.390 kr. Ef þú vilt 5GB auka þá þarftu að borga extra 1.800 kr. Þannig að þú ert kominn í 4.190 kr.

Færð að velja ávinning uppá 5GB í Vodafone one, sjá póst frá Depill
Er með t.d. 150GB internet en fæ 2x gagnamagn eða 300GB þar sem það er val, færð 1 val við hverja þjónustu

Re: Nýju farsíma pakkarnir hjá Hringdu

Sent: Fös 09. Des 2016 15:31
af Dúlli
Eithver búin að prufa þetta ?

Er hreinlega búin að fá nóg af símanum og ég nenni ekki þessu rugli hjá þeim.