GuðjónR skrifaði: Ég er alls ekki að dissa verðið, gerði það að ganni að velja dýrustu útfærsluna, hver fer annars að kaupa svona vél með 8GB ram og 256GB SSD án möguleika á uppfærslu?
Tja þessi vél kemur default með 16GB í ram og 512GB SS, það er glatað að geta ekki stækkað það eftir á.
GuðjónR skrifaði:USB kom út fyrir þrjátiu árum síðan og USB fyrir tæpum 17 árum, flestir eiga ennþá slatta af USB2-3 græjum, þ.e. mýs lyklaborð, minnislykla eða flakkara. Það hefði verið flott að bæta við 1 eða 2 USB-C en galið að slátra öllum öðrum portum á einu bretti. Það tekur miklu meira en 2 ár að endurnýja allt USB2-3 dótið sem er í umferð. Þetta eru sömu rök og voru þegar thunderbolt tengin komu, þá átti allt að verða thunderbolt innan tveggja ára.
USB kom á markað 1996, svo það verða 21 ár á næsta ári. Thunderbolt er mikið notað af pro-fólki, syndin við það tengi er að allt er svo dýrt í gegnum það, snildar tengi þó.
Er alveg sammála því að það er undarlegt múv að slátra öllum USB tengjum á kostnað þess að hafa fleirri USB-C og mögulega þynna vélina, skil sjálfur ekki þennan eltingarleik að hafa hana sem þynnsta, þær eru alveg nógu þunnar og léttar í dag.
GuðjónR skrifaði: Hvernig færðu út úr því að þynna vélar og létta þær, lóða og líma allt saman í litlu plassi auki endingu þeirra? Minna pláss og samþjappaðra ætti þvert á móti að auka hitamyndun sem væntanlega minnkar endingu.
Þarna ertu kominn á level þar sem allt er útreiknað í tætlur , álboddýið hjálpar til við kælingu og auðvitað viftur. Lega álboddýs að innan er þannig hannað, þetta er ekki bara tóm skel. Aukin hitamyndun hefur auðvitað áhrif á lóðningu, nú hafa hippsteranir í Cupertino ágætis reynslu í þessu að nýta boddýinn sem kælingu. Á ekki von á því að þetta hafi stór áhrif, en tíminn leiðir það í ljós. Með endingu átti ég við batterýs-endingu. Apple eru allavega að standa sig vel þar þegar kemur að fartölvum, þeir geta farið til fjandans með batteríslíf á síminum hjá sér.
GuðjónR skrifaði:Hentar mér? Ég hef engra hagsmuna að gæta, á sjálfur iPad, iPhone, iMac, Macbook Pro og AppleTV, á sama tíma á ég Lenovo Yoga og Intel Skull. Hef almenn verði mjög ánægður með Apple, amk. meðan hugsjónamaðurinn Steve rak skútuna, núna er Apple rekið á allt öðrum forsendum, eða maxa hagnað með öllum tiltækum ráðum. Ekkert nýtt bara þynnra og þynnra og þynnra...
Apple hafa alltaf verið að hugsa um að maxa hagnað, þetta var betra þegar SJ var við völd, enda hafði hann framboð einfalt og tækin framúrstefnuleg. Þegar hann tók við aftur árið 1997 þá var framboðið hjá þeim alltof flókið, hann einfaldaði það og við sjáum hvaða flug þetta fór á þá.
"Hentar þér", segiru, þarna er átt við það hentar rantinu, ekki endilega þér sjálfum.
Mín reynsla af Apple fartölvum er að þær eru nokkað fínar, helsti kosturinn við þær er að í mínu tilfelli endast þær betur og lengur en aðrar vélar sem ég hef átt. Það er til dæmis ágæt ástæða að eyða kannski 50k meira í tölvu og hún endist þér ári lengur, jafnvel meira.