Síða 1 af 1

Fartölvutrygging..

Sent: Mið 19. Jan 2005 12:41
af örninn
ég var að spá hafið þið lent í einhverju með tölvuna ykkar sem að þið hafið getað nýtt fartölvutrygginguna í ?

Tölvan mín hefur greinilega lent í einhverskonar hnjaski og það er komin sprunga utan á ramman sem að ég er smeykur við og ég vvar að spá hvernig virkar þetta , fær maður borgað út tjónið á tölvunni einhvern áætlaðan kostnað sem að verkstæðið gefur eða sendir bara töluverkstæðið reikning uppí tryggingafélag ?

Sent: Mið 19. Jan 2005 14:28
af gnarr
ég er nánast 100% viss að þetta er bara trygging gegn þjófnaði og bruna, en ekki ef þú skemmir hana sjálfur.

Sent: Mið 19. Jan 2005 15:50
af örninn
gnarr skrifaði:ég er nánast 100% viss að þetta er bara trygging gegn þjófnaði og bruna, en ekki ef þú skemmir hana sjálfur


Þetta hlýtur að falla undir Tryggingaskilmála vegna þess að þetta stendur á forsíðu fartölvutrygginguna

www.sjova.is skrifaði:Fartölvan fylgir okkur víða. Hún fer með okkur í skólann, vinnuna og nánast hvert sem er. Þetta skapar aukna hættu á óvæntu tjóni og þar sem tartölvur eru verðmæt eign getur tjónið orðið dýrkeypt. Með fartölvutryggingu Sjóvá færð þú víðtæka vernd gegn algengum óhöppum


þannig að mitt hlýtur að teljast undir þessa klausu.. ég var aðallega að spá í samb. við borgun á viðgerðinni hvernig það virkaði !

En takk samt..

Sent: Mið 19. Jan 2005 16:30
af skipio
Þetta fæst ekki bætt, myndi ég segja.

Skoðaðu bara skilmálana.

Er tölvan ekki lengur í ábyrgð?

Sent: Mið 19. Jan 2005 19:07
af Daz
Ég hef nýtt fartölvutrygginguna undir svipaðan skaða. Tölvan datt oftar en einusinni og oftar en tvisvar í gólfið (aldrei úr mikilli hæð samt en nóg til að láta manni bregða aðeins) og svo einn daginn þegar ég ætlaði að kveikja á henni gerðist ekki neitt, allt dautt (þá hafði hún verið ónotuð í tæpa viku). Ég fór með hana í viðgerð hjá Nýherja (Thinkpad gæði) og talaði við tryggingafélagði og fékk viðgerðina borgaða af tryggingunum, nema sjálfsábyrgðina sem var 10 þúsund, en þar sem heildarviðgerðin kostaði 55 þúsund var ég nokkuð sáttur.
Það sáust sprungur á skelinni utan um tölvuna og ég sagði bara að hún hefði dottið og ekki vaknað aftur :oops:

(Getur verið að þú þurfir að tala við tryggingarnar fyrst, ég man ekki alveg hvernig þetta gekk fyrir sig).
Þetta var reyndar fyrir einhverjum 2-3 árum síðan, ég varð tryggður hjá Sjóvá ef ég man rétt.

Sent: Mið 19. Jan 2005 22:51
af gnarr
það stendur í sjóvá skilmálunum að sjálfsábyrgðin sé 10%.. svo að ef þú ert með þá tryggingu varstu að borga alltof mikið.

Sent: Fim 20. Jan 2005 11:33
af Daz
gnarr skrifaði:það stendur í sjóvá skilmálunum að sjálfsábyrgðin sé 10%.. svo að ef þú ert með þá tryggingu varstu að borga alltof mikið.

Ertu með skilmálana fyrir sumarið 2002 fyrir framan þig? Nei ég hélt ekki.