HP Ferðatölva til sölu - hvernig á að verðleggja gripinn?


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

HP Ferðatölva til sölu - hvernig á að verðleggja gripinn?

Pósturaf Palm » Fös 14. Jan 2005 00:31

Ég á HP Pavilion ze5300 ferðatölvu sem ég ætla að selja hún er ca. 1 1/2 árs - hvernig á er best að átta sig á því hvað sé sanngjarnt verð fyrir hana?
Er ekki með nákvæmari spec-a á henni núna - hendi þeim inn á morgunn.

Palm



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 14. Jan 2005 08:15

Ef að hún er í góðu ástandi, 70% af verði nýrrar sambærilegrar vélar? (bara ágiskun, er frekar lélegur í svona málum)

Edit: breytti „núvirði“ í það sem ég átti við, sumir misskildu það.
Síðast breytt af MezzUp á Lau 15. Jan 2005 11:11, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Fös 14. Jan 2005 10:25

MezzUp skrifaði:Ef að hún er í góðu ástandi, 70% af núvirði? (bara ágiskun, er frekar lélegur í svona málum)


uhhh afhverju ætti hann að selja hana 70 % af núvirði???

væri ekki nær að selja hana á núvirði.....

eða einhverja ákveðna prósentu tölu af upphaflegu verði ??


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Fös 14. Jan 2005 10:32

70% af upprunalegu verði sleppur fyrir 1/2 árs vél en ekki meira en 50% fyrir 1 og 1/2 árs vél ...



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 14. Jan 2005 14:38

urban- skrifaði:uhhh afhverju ætti hann að selja hana 70 % af núvirði???
væri ekki nær að selja hana á núvirði.....
Alls ekki. Bara fjórðungur eftir af ábyrgðinni, og notuð í 1 og 1/2 ár hlýtur að telja eitthvað.

urban- skrifaði:eða einhverja ákveðna prósentu tölu af upphaflegu verði ??
Það er fáránlegt að miða við upphaflegt verð. Á hvað myndir þú þá selja 66MHz tölvuna mína sem hefur kostað c.a. 250.000 þegar hún var ný?



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Fös 14. Jan 2005 15:56

MezzUp skrifaði:
urban- skrifaði:uhhh afhverju ætti hann að selja hana 70 % af núvirði???
væri ekki nær að selja hana á núvirði.....
Alls ekki. Bara fjórðungur eftir af ábyrgðinni, og notuð í 1 og 1/2 ár hlýtur að telja eitthvað.

Ég held að hann eigi við best sé að selja tölvuna á því verði sem hún er núna virði - núvirði tölvunnar eða raunvirði eða hvað maður vill kalla það. Núvirði hennar er þá kannski 50% eða 70% af virði sambærilegrar nýrrar tölvu.

Ég myndi segja að þú getir selt hana á svona mesta lagi 50% af andvirði sambærilegrar nýrrar tölvu. 50-70 þúsund myndi ég giska.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 14. Jan 2005 17:44

skipio skrifaði:
MezzUp skrifaði:
urban- skrifaði:uhhh afhverju ætti hann að selja hana 70 % af núvirði???
væri ekki nær að selja hana á núvirði.....
Alls ekki. Bara fjórðungur eftir af ábyrgðinni, og notuð í 1 og 1/2 ár hlýtur að telja eitthvað.

Ég held að hann eigi við best sé að selja tölvuna á því verði sem hún er núna virði - núvirði tölvunnar eða raunvirði eða hvað maður vill kalla það. Núvirði hennar er þá kannski 50% eða 70% af virði sambærilegrar nýrrar tölvu.
Ahh, með núvirði átti ég vitaskuld(?) við „núverandi(ekki upphaflegt) verð af nýrri sambærilegri vél“ :)

Edit: breytti „núvirði“ í það sem ég átti við, sumir misskildu það.
Síðast breytt af MezzUp á Lau 15. Jan 2005 11:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Fös 14. Jan 2005 18:07

MezzUp skrifaði:
urban- skrifaði:uhhh afhverju ætti hann að selja hana 70 % af núvirði???
væri ekki nær að selja hana á núvirði.....
Alls ekki. Bara fjórðungur eftir af ábyrgðinni, og notuð í 1 og 1/2 ár hlýtur að telja eitthvað.

urban- skrifaði:eða einhverja ákveðna prósentu tölu af upphaflegu verði ??
Það er fáránlegt að miða við upphaflegt verð. Á hvað myndir þú þá selja 66MHz tölvuna mína sem hefur kostað c.a. 250.000 þegar hún var ný?


já en þegar að talað er um núvirði þá hlítur að vera tekið mið að því ða vélin sé gömul og bara eitthvað ákveðeið eftir af ábyrgð eð abara alment hvort að hún sé í gildi.....


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 14. Jan 2005 18:37

urban- skrifaði:já en þegar að talað er um núvirði þá hlítur að vera tekið mið að því ða vélin sé gömul og bara eitthvað ákveðeið eftir af ábyrgð eð abara alment hvort að hún sé í gildi.....
jamm, en einsog ég sagði þá átti ég við „núverandi(ekki upphaflegt) verð af nýrri sambærilegri vél“

Edit: breytti „núvirði“ í það sem ég átti við, sumir misskildu það.
Síðast breytt af MezzUp á Lau 15. Jan 2005 11:12, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Palm » Lau 15. Jan 2005 01:22

Takk fyrir öll þessi svör.

Hvar/hvernig getur maður tekið út alla nauðsynlegasta speca um vélina á sem auðveldastan hátt.

Er að spá að fara með hana í viðgerð áður en ég sel hana - eina sem er að henni er að hún er fekar hávær. Hvert getur maður farið með hana til að láta kíkja á svoleiðis - borgar sig ekki að láta skoða slíkt áður en maður selur hana? Að öllu öðru leyti er hún rosa fín.

521 MB minni
40 GB disk
Held hún sé 2.8-GHz Pentium 4 (hvernig get ég staðfest það?)
Skjástærð 15 tommur. (held ég)

Er eitthvað annað sem maður þarf að nefna þegar maður selur hana?

Palm



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Lau 15. Jan 2005 03:39

Ef ég væri að kaupa þessa vél af þér (sem ég er ekki) þá myndi ég vilja vita eftirfarandi að auki:
a) hvað dugar batteríið lengi?
b) hvernig örgjörvi er þetta - P4 eða Pentum M?
c) er þráðlaust netkort innbyggt?
d) hver er upplausnin?
e) hvernig skjákort er í vélinni?
f) er skrifari? DVD-drif?

Mezzup: Tékkaðu á orðinu núvirði í orðabók. Þetta er eitthvað skrítin notkun hjá þér á orðinu.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 15. Jan 2005 11:15

skipio skrifaði:Mezzup: Tékkaðu á orðinu núvirði í orðabók. Þetta er eitthvað skrítin notkun hjá þér á orðinu.
Arg, breytti þassu þannig að nú er ekki um að villast hvað ég átti við :)

En annars fann ég ekki núvirði í orðabókinni, til í að skella því hingað?




Lexington
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 02. Des 2004 14:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Lexington » Lau 15. Jan 2005 21:32

Endilega sendu mér pm um þessa tölvu...er að leita af gömlum grip ;)




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Palm » Sun 16. Jan 2005 17:37

Ca 1 og 1/2 árs HP Pavilion ze5300 til sölu - hér eru nánari upplýsingar um hana:

- 521 MB minni
- 40 GB disk
- 2.4-GHz Pentium 4
- Skjástærð 15 tommur
- Ekki alveg viss hvað batteríið dugir lengi - kannski 1 1/2 - 2 tíma.
- Örgjörvi P4
- Innbyggt þráðlaust netkort
- Upplausn 1024x768
- CD skrifari og DVD-drif
- Ekki viss hvernig skjákort er í henni.
- Eini gallinn er að hún er smá hávær - en það hlýtur að vera hægt að redda því.

Vil gjarnan fá tilboð í hana.

Palm



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Mán 17. Jan 2005 02:59

Handa Mezzup:

Úr íslenskri orðabók:
núvirði: hvorugkyn
Sú fjárhæð sem fæst með því að núvirða
kostnaðurinn við bygginguna er 40 milljónir reiknaður til núvirðis
milljarður að núvirði

Úr hugtakasafni Utanríkisráðuneytisins:
ÍSLENSKA
núvirði
ENSKA
current value

Núvirða í íslenskri orðabók:
reikna út núgildandi verðmæti fjárhæðar sem fellur til síðar eða fjárhæðar frá fyrri tímum, sbr. afvaxta.

Eitt dæmi úr ritmálsskrá Orðabókar Háskóla Íslands:
Núvirði þessa bílaflota er væntanlega nálægt 400 milljörðum kr.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.


w.rooney
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Fim 14. Okt 2004 22:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf w.rooney » Mið 19. Jan 2005 14:17

undirskrift hja Skipio skrifaði:Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147


Hvar finn ég töflu yfir svona á netinu eða einhvers staðar .. ég er nefninlega stundum að forrita og mer vantar þessa < og > takka á lyklaborðið á lappanum .. ? og er alltaf að leita að kóðanum fyrir þá



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Mið 19. Jan 2005 14:38

Þessi einföldu tákn eru nú í Ascii töflunni. Bara leita að ascii table.
060 fyrir < og 062 fyrir >.
Semsagt, Alt-060 og Alt-062.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.