arons4 skrifaði:Evrópska útgáfan styður öll kerfin hér á landi og er CE merktur, td hægt að kaupa hann í danmörku. Gat ekki betur séð en að international útgáfan styðji öll kerfin hér á landi, en hún er ekki CE merkt.
CE merking á OP1 er amk prentuð á bakhlið símans. CE merkingin er ekki upprunavottorð sem slíkt heldur ábyrgðarmark framleiðanda að þetta standist reglugerðir og er í raun alveg innantómt þar sem viðeigandi prófanir eru framkvæmdar af einkaaðilum eða framleiðandanum sjálfum.
Já ókei, töff.
Það sem er ekki CE merkt þá getur alveg eins hafa farið frá framleiðslu gólfinu í Alpha testi, beint útá markað. Ekki satt?
Ég skil samt ekki hví menn setja ekki bara límmiða með CE merkingu eða prenta hana á vörurnar sínar either way. Bara til að vera safe. Er kannski eitthvað svaka inspection með þessari CE merkingu?
Hef oft pælt í því hvað þetta merki þýðir. Þetta er t.d. á síma hulstrinu mínu en virðist ekki vera á Samsung Galaxy S6 EDGE Plus símanum mínum. Kannski það sé á kassanum.
Allavegana, don't mind me, er ekki að reyna að stela þræðinum með einhverju off-topic drasli.
Væri bara gaman að vita hvort OnePlus 3 sé að own'a þessi 6gb RAM eður ey. Ég efast svo mikið um það fyrst SGS6E+'inn minn gerir það ekki með 4gb.
Viggi skrifaði:Helvíti mikið af góðum símum til núna í dag. Android markaðurinn þroskast mikið síðasta árið og það er varla orðin munur a mörgum símum.
Þessi er nýkominn út og er að fá ansi góða dóma. snilld að hafa almennilega hátalara fyrir videoin
http://www.aliexpress.com/item/Original ... 083614b324Hlýtur að detta inn CE útgáfa af honum fljótlega
No way, það eru hátalarar í staðinn fyrir Home, Back og Task Manager takkana sem eru alltaf á Android símum. Mér lýst helvíti vel á þennann.
Veit nú samt ekki hvort 9mm kallist "ultra slim" í dag... En hann er með 3250mAh batterý, það ætti að geta komið manni vel í gegnum daginn og yfir á þann næsta, með venjulegri notkun þar að segja.
Hvernig er það samt, eru snjallsímar í dag ekki með neinn svona fídus þannig að þeir slökkva á recharge port'inu þegar þeir eru orðnir fullhlaðnir eins og Nokia síminn minn hérna 2009 gerði alltaf? Þannig að um leið og hann hittar 100% þá hættir hann að taka við straum, þó hann sé í sambandi og svo um leið og hann dettur niður í 97% hleðslu eftir smá bið, þá dettur hleðslan aftur í gang og hleður þessi 3%.
Í staðinn fyrir að maður grilli batterýið smátt og smátt með því að hafa straum á honum yfir heila nótt.