Síða 1 af 1
Vantar fartölvuráðleggingar
Sent: Sun 09. Jan 2005 13:06
af Palm
Ég er að spá að fá mér ferðavél og vantar smá ráðleggingar hvað er best að gera. Líst ágætlega á DELL vélarnar (hverjir selja þær hér á landi aðrir en Tölvulistinn og EJS?)
Hvaða tölvum mælið þið með og hvað þarf maður að hafa í huga?
Það sem skiptir mig máli er að hún sé allavega: hljóðlát, góð batteriending, skjáupplausn ( meir en 1024x768), létt, ...
Hvað annað þarf maður að spá í?
Hér er ein DELL vél sem mér líst ágætlega á - hverjir eru kostir gallar á þessari og hvaða aðrar sams konar vélar ætti ég að skoða?
Fartölva - Dell Latitude D505 ferðatölva með TV Out (S-VHS)
Örgjörvi - 1.7 GHz Intel PM Centrino með 2MB cache og 400MHz bus
Vinnsluminni - 512MB 333MHz DDR 200pin - stækkanlegt í 1024MB
Harðdiskur - 60 GB Ultra DMA ATA100 harðdiskur
DVDskrifari - DVD+RW Skrifari sem einnig skrifar CD-RW diska
Hljóðkort - Hljóðkort, góðir hátalarar og hljóðnemi
Módem / netkort - Innvært 56K V.92 módem og 10/100 base netkort
Skjákort - 64MB DDR Intel Extreme Graphics II með TV-út
Skjár - 15" SXGA TFT LCD, 1400 x 1050 x 16.7 milljón litir
Lyklaborð - 88 hnappa lyklaborð / DELL Dualpoint snertimús
Stýrikerfi - Windows XP PRO
Þráðlaust net - Dell þráðlaust netkort og loftnet innbyggt í skjáinn 54Mbps
Bluetooth Innbyggt Bluetooth kort
Tengingar - 2x USB 2.0, Firewire, 1xPCMCIA, VGA, SVHS
Þyngd og mál - frá 2.3kg, H 33.1mm x W 338.4mm x D 273mm
Rafhlaða - 6-cell 48Whr allt að 5 tíma ending rafhlöðu
Ábyrgð - 3ja ára ábyrgð á tölvu, 1 árs ábyrgð á rafhlöðu
Allar ráðleggingar vel þegnar...
Palm
Sent: Sun 09. Jan 2005 13:29
af hagur
Ég myndi skoða HP nx7010 vélarnar hjá Opnum kerfum. Þær fást líka í fleiri búðum, er ekki alveg með á hreinu hvar samt.
Ég er með c.a ársgamla svoleiðis vél, reyndar aðeins eldri týpu, nx7000.
Hún er með Pentium M 1.5 GHz (Centrino), 15.4" skjá í 1680x1050 upplausn, ATi Radeon 9200 skjákorti, 512mb minni ofl. Ég er hæst ánægður með hana.
nx7010 vélarnar eru komnar með 60-80 gb diska á örgjörva uppí a.m.k 1.8 GHz Dothan. Held líka að þær séu fáanlegar með ATi Radeon 9600 kortum, jafnvel 9700.
Sent: Sun 09. Jan 2005 15:15
af einarsig
eina sem ég set útá er : Skjákort - 64MB DDR Intel Extreme Graphics II með TV-út = innbyggt = drasl
Sent: Sun 09. Jan 2005 18:17
af Palm
Takk fyrir þessi svör. Væri gaman að fá álit frá fleirum um þetta.
HP nx7010 virðist vera frekar dýr - held um 220 Þ hér á Íslandi en bara um 120 Þ í US (veit án vsk og flutningskostnaðar).
Já var búinn að heyra að skjákortið væri lélegt - er engin leið að skipta því út fyrir eitthvað annað betra - er það ekki hægt?
Palm
Sent: Sun 09. Jan 2005 20:09
af Pandemic
mæli með að þú verslir þér alienware tölvu
Sent: Mán 10. Jan 2005 09:00
af einarsig
það eru því miður ekki kominn út skjákort sem mar getur skipt út í ferðatölvum.... þó væri það snilld ef mar gæti keypt svona utanáliggjandi usb 6800 kort
Re: Vantar fartölvuráðleggingar
Sent: Mán 10. Jan 2005 09:27
af jericho
Palm skrifaði:Það sem skiptir mig máli er að hún sé allavega: hljóðlát, góð batteriending, skjáupplausn ( meir en 1024x768), létt, ...
Hvað annað þarf maður að spá í?
Ef þú hafðir hugsað þér að geta notað hana í leiki, þá myndi ég segja að skjákortið skipti mestu máli. Einmitt vegna þess að það er ekki hægt að skipta út skjákorti á ferðavélum, þá ertu
fastur með það skjákort sem þú velur þér.
Ég myndi reyna eftir fremsta megni að fá mér a.m.k. 128MB skjákort (t.d. ATi Radeon 9700) en það er þitt að ákveða. Einnig að reyna að fá þér hraðvirkan og stóran harðan disk. Þú getur uppfært minnið á lífsleiðinni o.fl. en þú ert alltaf fastur með sama skjákortið...
gangi þér vel í kaupunum
jericho
Sent: Mán 10. Jan 2005 09:48
af einarsig
fá sér alienware lappa með gforce go6800 korti.... þá verðuru í góðum málum
Sent: Mán 10. Jan 2005 11:15
af gnarr
einarsig skrifaði:það eru því miður ekki kominn út skjákort sem mar getur skipt út í ferðatölvum.... þó væri það snilld ef mar gæti keypt svona utanáliggjandi usb 6800 kort
usb er einmit nógu hraðvirkt fyrir sjkákort
hehe.. og er enþá að býða eftir USB örgjörfum og minnum..
Sent: Mán 10. Jan 2005 11:20
af einarsig
hehe æji þú veist hvað ég á við
nota þá bara einhverskonar ljósleiðara, það ætti vera nóg
Sent: Mán 10. Jan 2005 11:23
af gnarr
PCI er ekki nóg, og AGP er að verða ekki nóg.. það væri hinsvegar hugsanlegt að búa til 8x/16x PCIe link. svo svipað og er hægt með SCSI. það er bara spurning hvort að stýrikerfi eins og þau eru hönnuð í dag og driverar fyrir skjákortin myndu hreinlega höndla þetta.
Sent: Mán 10. Jan 2005 13:03
af Yank
æji DELL
Ég á Acer með AMD 64 3000+ 9600 pro korti virkar fínnt en rafhlaðan mætti endast betur. Það er bæði cpu og kort sem spila þar inní. Reglan er eitthvað á þessa leið ef öflugra skjákort þá þyngri laptop og eyðir meira rafmagni. Ættir að skoða Acer áður en þú ákveður þig komið eitthvað nýtt útlit og flottheit frá því ég keypti.
Svo er annar punktur þegar þú ert að bera saman laptop ekki bara horfa á cpu, hdd og kort. Skoðaðu hleðslutækið og þyngd þess en það getur verið fáránlegur munur á þessu. En þú þarft víst að druslast með það líka.
en svona annars, IBM. HP, Acer, Mitac þau merki sem ég myndi skoða.
Kveðja Yank
Sent: Mán 10. Jan 2005 13:58
af gnarr
Sent: Mán 10. Jan 2005 14:34
af einarsig
LOL!!!! þvílík snilld
Sent: Mán 10. Jan 2005 15:07
af arnarj
Ef þú ert ekki að spá í leikjum þá er þessi dell vél sem þú nefnir MJÖG fín. Annars þarftu að leita annað.
Sent: Mán 10. Jan 2005 15:34
af nomaad
Þetta er mjög sweet vél (þekki tvo sem eiga svona). Annar hefur reyndar lent í einhverju smá veseni (þurfti að skipta um móðurborð) en annars vinna þær mjög vel.
Þú veist samt að þú ert ekkert að fara að spila neina leiki.
Sent: Mið 12. Jan 2005 21:14
af sako
Ég á svona vél og get mælt með henni.
Eins og þú segir er skjákortið einni gallin, en ferðavélar eru hvort eð er lélegar leikjavélar og skjákort úreltast mjög fljótt.