Síða 1 af 1

Hreinsun á fartölvu

Sent: Mið 06. Júl 2016 22:13
af hulz
Sælir,
Ég er með fartölvu af gerðinni lenovo y510p. Þannig er mál með vexti að hún er farin að hitna mikið þegar hún er undir álagi svo ég ætla að fara með hana á verkstæði og láta rykhreinsa og skipta um kælikrem.
Ég er að leitast eftir hvert sé best að fara fyrir svoleiðis þar sem ég fæ góða þjónustu og samgjarnt verð.

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Mið 06. Júl 2016 22:14
af EOS
start.is

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Þri 12. Júl 2016 11:32
af rapport
tolvuvinir. is

Sent from my SM-G920F using Tapatalk

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Þri 12. Júl 2016 14:09
af AntiTrust
Er alveg fantaforvitinn að vita hvað fyrirtæki eru að rukka fyrir svona aðgerð þessa dagana.

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Mið 09. Nóv 2016 13:48
af Aimar
Þarf á þessu að halda sjálfur. Fekk verð hja ódýra dýrinu. 7þ.
flott ef aðrir hafa annað að setja það herna inn.

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Mið 09. Nóv 2016 14:17
af vesley
AntiTrust skrifaði:Er alveg fantaforvitinn að vita hvað fyrirtæki eru að rukka fyrir svona aðgerð þessa dagana.



Held það sé ansi erfitt að setja fast verð á þetta þar sem tölvurnar eru jafn mismunandi eins og þær eru margar.

Sumar fartölvur er maður innan við 5 mínútur að ná í sundur meðan maður er hátt í klukkutíma með tölvu frá öðrum framleiðanda.

Ætli flest verkstæði rukki ekki 1-2 klst fyrir svona aðgerð. Sem væri þá 5-15 þúsund.

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Mið 09. Nóv 2016 14:20
af AntiTrust
Persónulega þá rukka ég aldrei meira en hálftíma ef þetta er opnanlegur flipi undir vélinni hægt að blása úr viftu/skipta um thermalpaste á 10mín. Ef það þarf að rífa vélina í sundur er þetta alltaf í kringum klukkutímann.

Reyndur aðili ætti aldrei að vera yfir klukkutími að parta svotil hvaða vél sem er og rykhreinsa IMO.

Re: Hreinsun á fartölvu

Sent: Mið 09. Nóv 2016 14:23
af vesley
AntiTrust skrifaði:Persónulega þá rukka ég aldrei meira en hálftíma ef þetta er opnanlegur flipi undir vélinni hægt að blása úr viftu/skipta um thermalpaste á 10mín. Ef það þarf að rífa vélina í sundur er þetta alltaf í kringum klukkutímann.

Reyndur aðili ætti aldrei að vera yfir klukkutími að parta svotil hvaða vél sem er og rykhreinsa IMO.


Margt til í því. Hinsvegar var algengara en mann grunaði að tölvur eru oft með sprungur á skrítnum stöðum eða forskrúfaðar sumsstaðar eftir tilraun viðskiptavinar og álíka sem eykur tímann á að losa vélina í sundur og setja aftur saman til að forðast skemmdir.

Að rykhreinsa vélina eingöngu er yfirleitt mjög fljótlegt, það er kælikremið sem tekur meirihluta tímans.