Síða 1 af 1

Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Mið 15. Jún 2016 20:34
af nidur
Vitið þið um einhvern sem gerir við Samsung S6, þarf að láta skipta um hleðsluportið á einum slíkum.

Re: Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Mið 15. Jún 2016 22:45
af Swooper
Getur pottþétt farið á unlock.is verkstæðið, það er í turninum í Kringlunni. Þeir skiptu akkúrat um hleðsluport á mínum S2 á sínum tíma, og hafa gert við aðra síma fyrir mig.

Re: Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Mið 15. Jún 2016 23:26
af EOS

Re: Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Fim 16. Jún 2016 10:22
af nidur
Takk fyrir þetta, var einmitt búinn að sjá þessa tvo.

Verðið hjá Icephone er það hátt að ég nenni alveg að gera þetta sjálfur, en það er lítið um varahluti og tól í viðgerðir í boði á íslandi :)

Re: Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Fim 16. Jún 2016 20:06
af jonsig
Get lánað þér síma viðgerðarsett ef þú lofar að skila því . Hugsa að þeir sendi þetta sjálfir út í viðgerð því þetta eru líklega ekki rafeindavirkjar bakvið þessar símviðgerðarþjónustur .

Re: Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Fim 16. Jún 2016 21:05
af axyne
jonsig skrifaði:Get lánað þér síma viðgerðarsett ef þú lofar að skila því . Hugsa að þeir sendi þetta sjálfir út í viðgerð því þetta eru líklega ekki rafeindavirkjar bakvið þessar símviðgerðarþjónustur .


Ég held það framkvæmir einginn eiginlega viðgerð á símtækjum í dag. það er eingöngu skipt um það sem er bilað og finndist mér skrítið ef símaviðgerðafyrirtæki á íslandi geta ekki gert það.

Ef þú treystir þér sjálfur geturðu keypt charging port á Amazon og Hér er svona guide
þetta er það sem ég fann í fljótu bragði, það er fullt af leiðbeiningum til staðir til að kaupa varahluti ef þú leitar.

Ég hef sjálfur skipt um charging port á SGS4 með góðum árangi og skjáinn reyndar 2svar og einu sinni gler... verkfærin sem fylgja með duga fínt.

Re: Viðgerð á Samsung S6 hleðsluporti

Sent: Fim 16. Jún 2016 22:42
af nidur
Já ég keypti 3x charging port og nýtt batterý af Ebay, koma næstu helgi, og ég fékk mér viðgerðasett í íhlutum, frekar basic en á eftir að virka í þetta.

Þangað til þá er það bara Wireless charging sem bjargar mér :)