Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf HalistaX » Fös 10. Jún 2016 23:27

Fokking shit.

Það gerðist loksins, my carelessness olli því að ég tók tappann af Aquarius drykknum mínum og setti á Schweppes Canada Dry flöskuna mína sem var nálægt því að vera full, gleymdi að loka sog-tappanum, sem er alltaf á þessum sports drykkjum, og setti hana í sama plastpokann og síminn minn var í.

Keyri í svona hálftíma, kem við heima, fer í sjoppu, kaupi Gulan Camel og samloku og rúlla svo í seinni-helminginn af vinnuni minni.

Ætla ég að teygja mig í símann þegar ég er búinn að opna kofann minn en er plastpokinn þá ekki bara fullur af þessum eplasafa-looking gosdrykk og síminn í miðju baðinu.

Þrátt fyrir langa ævi mína af ofsareiði og ofbeldisverkum gangvart sjálfum mér sem og öðrum, útaf mun smærri hlutum, sagði ég bara "Shit" eða "Fokk" og stökk inn, rólegri en ef ég væri á stórum skammt af róandi, tók síman úr hulstrinu og setti hjá ofninum þar sem mér fannst ofninn of heitur til þess að setja símann á hann.

Endurræsir síminn sig stanslaust, kynnir sig og fyrirtækið sem bjó hann til og endurtekur þetta process bara þangað til ég veit ekki af honum lengur, eftir að hafa farið útaf klósettinu þar sem ofnin var. Stekk ég út og fæ að hringja hjá viðskiptavini til þess að segja mömmu að ég hefði asnast til þess að baða símann minn uppúr einhverju helvítis klísturvatni og væri þessvegna símalaus.

Kem ég stuttu síðar aftur inná klósett og tjékka með símann, er hann þá búinn að ræsa sig og virðist allt vera í góðu með hann. Kemst ég svo að því þegar ég hringi aftur í mömmu til þess að láta hana vita af því að síminn hafi náð að ræsa sig, að mér finnst eins og media hátalarinn, nota oftast 'Speaker' fítusinn þegar ég er einn, er með eitthvað svona dósahljóð, skrækt dósahljóð.

Allt annað virðist virka, þangað til ég strík klístrið af honum með rétt svo smá rökum klósettpappír. Þá, þegar ég fer að fikta meira, kemst ég að því að snertitakkarnir, þú veist, snerti fletirnir tveir sem eru sitthvoru meginn við 'Home' takkann, 'Back' og 'App Manager' eða eitthvað álíka, virka ekki. Súr, loka ég símanum og opna hann aftur stuttu seinna, virka þeir þá báðir en hætta svo að virka stuttu seinna.

Þríf ég hleðslutækið sem var í sama poka og síminn og þurrka svo á ofninum til þess að vera allavegana 90% á því að ég myndi ekki slá út ef ég stingi honum í samband í litla, sæta, kofanum mínum. Plugga símanum svo inn eftir soldinn tíma af hleðslutækinu á ofninum og þá kemur ekki upp 'Fast Charging' eins og gerist vanalega með þessa snúru(tekur þá svona 50-60 mín að fullhlaða sig) heldur stendur á skjánum að hleðsla sé í gangi og taki hún tvo tíma þangað til 100% takmarki er náð.

Skil ég hann eftir í hleðslu á meðan ég sets niður og fæ mér sígarettur, sofna og vakna svo og tek símann úr hleðslu með 50ogeitthvað porósent komin. Úr 8% í, segjum, 56% á ríflega klukkutíma. Á þessum tíma hefði hann fullhlaðið sig venjulega.

Mæti ég heim, ætla að sýna mömmu hátalara vandræðin, virkar hátalarinn þá ekki bara sem skildi og er ég ekkert annað en sáttur. Nota ég símann mikið á Youtube í vinnuni, sem ég ætti líklegast ekki að gera, það styttir tímann bara, og væri því algjör hörmung ef hljóðið brenglaðist á einn eða annan hátt.

Þegar ég mæti heim er mamma reddí með safnið af þarna, þú veist, litlu kúlunum sem eru í litlu pökkunum inní nýjum skóm og sumum lyfjaglösum, á að safna í sig raka ef eitthvað svoleiðis kæmist í vöruna, því við(Hún, ég er óður í þau) borðum ekki hvít hrísgrjón og því ekki hægt að nota það trick. En mútta las og hef ég lesið það líka að þetta trick ætti að virka jafn vel ef ekki betur þar sem þessar kúlur eru hannaðar í það að taka á móti raka og geta tekið við töluvert meiru en hrísgrjónin.

Hendum við öllu draslinu í sama pokann, símanum og skrilljón litlum sem og stórum pokum með þessum ógéðs kúlum sem maður á víst ekki að borða, en sú staðreynd að það skuli þurfa að prenta það á pakkana að megi ekki borða þá lætur mig bara vilja borða þá enn meir.

Eru nú nokkrir klukkutímar síðan síminn fór í boltabaðið, því klukkan var um 18:00 þegar ég setti símann ofaní pokann og er ég bara chill, rétt eins og þegar ég tók eftir þessu heimsku, gleymsku slysi.

Hringdi ég einhvern tímann í Grænir Símar á meðan ég var að reyna að prufa hátalarana í vinnuni, en netið svo lélegt að ég náði ekki að hlaða Youtube niður, og sögðu þeir að þeir gætu tekið þetta að sér, skoðunargjaldið væri um 5000 kall en ef þeir findu ástæðu til þess að gera við eitthvað í símanum, þá færi sá 5þk uppí viðgerðina, sem sparar mér pening. Og allt sem sparar mér pening er gott, þar sem ég held svoldið uppá þessar tölur í tölvu.

Finnst mér þetta vera frábær fídus hjá Grænum Símum, og vildi ég óska að allir sem krefjast skoðunargjalds myndu bjóða uppá þetta.

Ekki bara er ég að segja ykkur frá því hvernig ég eyðilagði næstum því, skemmdi að minnsta kosti, 160.000+ króna síma, enda kostaði hann eitthvað svoleiðis nýr, sem ég er enn að borga af síðan í Nóvember á síðasta ári, með líklegast 1-2 afborganir eftir, heldur langaði mig til þess að spyrja ykkur að því hvað þið haldið vera að símanum núna fyrst þessir snertihnappar virka bara þegar ég er nýbúinn að aflæsa símanum? Hvað myndi það kosta að laga svoleiðis? Ég reyndi að nota símann svona, reyndist það mjög erfitt þar sem þú getur hvorki farið til baka, nema sé boðið uppá það á skjánum, né lokað virkum forritum sem gætu verið að hægja á símanum, eða eitthvað, ég veit það ekki, I'm just guessing here guys....

Vona bara að þetta bréf sé ekki of langt, veit ég að ekki allir eru vanir því að lesa svona langlokur en fyrst þið gátuð vel-flestir lesið geðrofs og ævisögu vælið í mér þá held ég að þið ættuð að getað tekið þetta í nefið.

Og af því að ég er siðblindur, þá ætla ég ekki að setja TL;DR neðst eins og kann að tíðkast á mjög löngum bréfum.

Takk og bless :D

DISCLAIMER: Er ég ekki að hvetja neinn til tóbaksnotkunar hvað þá að hanga á Youtube eða sofa í vinnuni. Vinn ég bara vinnu, hálfgerða afgreiðslu vinnu þar sem koma tímar þar sem er enginn sem hægt er að aðstoða, þarf þá að stytta tíman einhvern veginn, ekki það að ég sé að réttlæta þessa hegðun mína.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf lukkuláki » Lau 11. Jún 2016 10:36

Þetta er allt svo ýtarlegt hjá þér að ég er mest hissa að þú segir ekkert um hvernig samloka þetta er sem þú keyptir :sleezyjoe


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf Bioeight » Lau 11. Jún 2016 12:32

halistax skrifaði:hvað þið haldið vera að símanum núna fyrst þessir snertihnappar virka bara þegar ég er nýbúinn að aflæsa símanum?

Myndi giska á að það sé bleyta/klístur/drulla undir tökkunum eftir baðið, líklega registerar það fyrstu key presses af því að takkarnir eru óvirkir á meðan hann er læstur en svo fer hann að fá random key presses eftir að hann er opnaður og hættir að taka við skipunum.

Bara skot út í loftið, source : hef gert við einn síma sem lenti í baði(ekki samsung galaxy heldur nokia lumia eitthvað) og á sjálfur samsung galaxy s6.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


einarbjorn
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf einarbjorn » Lau 11. Jún 2016 13:04

Ég heyrði einhvernstaðar að ef þú setur blautann síma í poka af hrísgrjónum og geymir hann þar yfir nótt þá koma litlir japanar og gera við símann í skjóli næturs en þetta hef ég heyrt en get ekki staðfest það. en gangi þér vel með símann.


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf AntiTrust » Lau 11. Jún 2016 15:35

lukkuláki skrifaði:Þetta er allt svo ýtarlegt hjá þér að ég er mest hissa að þú segir ekkert um hvernig samloka þetta er sem þú keyptir :sleezyjoe


Datt þetta atriði í hug þegar ég las þráðinn - https://youtu.be/aSf34KF3bck?t=14m6s



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf Swooper » Lau 11. Jún 2016 17:08

lukkuláki skrifaði:Þetta er allt svo ýtarlegt hjá þér að ég er mest hissa að þú segir ekkert um hvernig samloka þetta er sem þú keyptir :sleezyjoe

Við þurfum augljóslega að vita hvað var á samlokunni til að geta hjálpað þér, OP.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf HalistaX » Sun 12. Jún 2016 13:53

Bioeight skrifaði:
halistax skrifaði:hvað þið haldið vera að símanum núna fyrst þessir snertihnappar virka bara þegar ég er nýbúinn að aflæsa símanum?

Myndi giska á að það sé bleyta/klístur/drulla undir tökkunum eftir baðið, líklega registerar það fyrstu key presses af því að takkarnir eru óvirkir á meðan hann er læstur en svo fer hann að fá random key presses eftir að hann er opnaður og hættir að taka við skipunum.

Bara skot út í loftið, source : hef gert við einn síma sem lenti í baði(ekki samsung galaxy heldur nokia lumia eitthvað) og á sjálfur samsung galaxy s6.

Og þarf ma að taka hann i sundur til að laga þetta? Er það dyrt?

Annars sotti eg bara app a google play sem er með þessa takka on screen. Mjog þægilegt!

Og svo var samlokan Sóma Klúbbur með salati, beikoni og liklegast kjuklingi.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf braudrist » Sun 12. Jún 2016 17:22

Ættir líka að kíkja á hvernig staðan er á heimilistryggingunni ykkar, ef þið eruð með þannig. Nógu andskoti mikið er maður að borga árlega fyrir þessar helvítis tryggingar, um að gera að nýta sér þær.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf tdog » Sun 12. Jún 2016 17:32

Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvað þetta efni heitir sem er í lyfjaglösum, skókössum og allskonar, þá heitir það desicant.

Takk OP.



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf HalistaX » Sun 12. Jún 2016 20:42

braudrist skrifaði:Ættir líka að kíkja á hvernig staðan er á heimilistryggingunni ykkar, ef þið eruð með þannig. Nógu andskoti mikið er maður að borga árlega fyrir þessar helvítis tryggingar, um að gera að nýta sér þær.

Já, ég geri það.

Fer samt eftir þvi hvað viðgerðin kostar. Ef þetta er 5-20 þús staðgreiði ég það bara en ef það fer mikið hærra en það er aldrei að vita hvort við bætum ekki bara tryggingunum inní þetta mál. :)

EDIT: Ástæðan fyrir lengdinni á póstinum gæti verið sú að ég hafi verið á örvandi lyfjum, gæti verið.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf HalistaX » Fös 17. Jún 2016 01:44

Og viti menn, virka þessir takkar í dag ekki bara eins og nýjir.

Það þýðir að ég á enn eftir að finna það sem þoldi ekki þessa bleytu, sem hlýtur að vera eitthvað því þætti mér alveg ótrúlega ótrúlegt að síminn hafi komist heill úr þessu baði mínu.

Var ég svo heimskur, þegar ég tek eftir þessu, að grípa í höldin á pokanum og lyfta honum upp, sem gerði væntanlega það að verkum, þar sem síminn var það þyngsta í pokanum að hann endaði á botninum með öllum vökvanum ofaná. Svo þetta var bókstaflegt gos-bað sem síminn lenti í.

Að það sé ekki einn smá hlutur að símanum í dag finnst mér mjög ólíklegt. Að það sé ekki smá klístur einhverstaðar inní hátalara eða inní fingrafaraskanna er, eins og ég sagði áðan, ótrúlega ótrúlegt.

Það sem þessi sími hefur gagnast mér, þolað mikið og hvað hann hefur endst sannar það fyrir mér að það var ekkert óvitlaust að kaupa dýrasta Samsung símann sem ég sá.

Ástæðan fyrir því að ég á þennan síma ku vera sú að ég er búinn að fá mig full saddann af óteljandi ódýrum(<50.000 kr.) símum og ákvað að ég myndi nú kaupa eitthvað sem skyldi nú endast mér, allavegana út árið, án leiðinda.

Ég veit, 160.000 kr. Er svoldið overkill, hefði ég getað keypt mér venjulegann S6 á rúmar 100.000 kr. en ég ákvað nú, fyrst ég er svona mikill græju karl, að skella mér bara á kjarnorkukafbátinn, sjálfann Samsung Galaxy S6 EDGE Plus.

Það fyndna við þessi kaup mín var að ég kynnti mér símann ekkert áður en ég keypti hann, eins og ég er vanur að gera með öll mín græju kaup. En þarmar mínir hafa svo sjaldan rangt fyrir sér að ég ákvað bara að kíkja á hann. Fóru kaupin fram í gegnum netið og fékk ég því ekki einu sinni raunhæfa hugmynd af stærðini á ferlíkinu.

Er hann í dag, eftir daglega notkun í átta mánuði, mikla notkun ef dæma má útfrá mínum síðustu símum, eins og nýr. Hann er svo snöggur, sama hversu mikið af drasl leikjum ég treð inná hann, sama hve mörg öpp fara inná hann, sama hversu mikið Youtube ég horfi á í honum og sama hve margar stúlkur vilja mig ekki á Tinder, er hann ekkert annað en eins og nýr.

Að samskonar sími hafi farið á hálfvirði hérna fyrir stuttu gerir mig ekkert annað en sorgmæddann, því ég myndi ekki einu sinni skoða boð undir 90.000 kr. fyrir þessa merkissmíði.

Þetta ku vera Black Sapphire, 32gb útgáfan. Pældi ég reyndar mikið í því að fara bara all out, fyrst ég var nú að kaupa svona dýrann síma, hvað er 20.000 kr. í viðbót við 160.000 kr.? Ekki neitt, þannig að mig langaði mikið í 64gb útgáfuna en sá svo ekki fram á að ég myndi nota nema 10-16gb max af þeirri heild hvort eð er svo ég ákvað bara að sleppa því og skella mér á 32gb.

Er tilgangur þessa pósts alls ekki til þess að segja hve efnaður ég er, að eiga 160.000 kr. liggjandi um herbergið mitt, enda tók ég hann á raðgreiðslum hjá Netgíró og er, þökk sé raðgreiðslunum og að hafa staðið í skílum, alltaf, kominn með heimild uppá hátt í 500.000 eða 382.000 kr. hjá Netgíró. En er þetta eitthvað sem maður á líklegast einhvern daginn eftir að freistast til þess að nota.

Gott tip fyrir framtíðina, ef þig langar að kaupa eitthvað af Bland.is í framtíðinni á raðgreiðslum, t.d. bíl, kauptu þá bara eitthvað á hátt í 200.000 núna, svo sem nýtt sjónvarp, stattu í skilum, alltaf, og halaðu inn inneinginni hjá Netgíró.

Þá ertu sko set for life.

Annars er ég byrjaður að skrifa bara því mér finnst svo gaman að skrifa. Ætlaði ég bara að henda í eina línu af mér að segja ykkur, kæru Vaktarar, að síminn væri með hestaheilsu, en breyttist það í einhverskonar late-night rant.

Kannski ég noti þessa skriforku mína á öðrum þræði, noti hana til góðs.

Allavegana, já, síminn er geggjaður, besti sími sem ég hef átt. Miklu betri en helvítis Nokia ruslið sem allir áttu árið 2010. Sá sími rétt blotnaði smá og þá var skjárinn ónýtur, nothæfur, en ónýtur.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 70
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf peturthorra » Sun 19. Jún 2016 15:52

Frábært að heyra að síminn gangi eins og klukka (Digital klukka). Ég er ekki mikið fyrir að lesa þræði með ritgerðum en þessi kom skemmtilega á óvart og endaði eins og í fallegri prinsessu mynd framleidd af Disney.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf HalistaX » Mán 11. Júl 2016 22:26

peturthorra skrifaði:Frábært að heyra að síminn gangi eins og klukka (Digital klukka). Ég er ekki mikið fyrir að lesa þræði með ritgerðum en þessi kom skemmtilega á óvart og endaði eins og í fallegri prinsessu mynd framleidd af Disney.

Hahahaha, þakka þér fyrir þessar hamingju óskir.

Ég var víst full fljótur á mér að segja að allt væri í lagi með símann þar sem helvítis takkarnir virka bara svona stundum, þegar ég rek mig í þá eða er annars ekki að búast við því að þeir virki...

Svo finnst mér hann vera eitthvað leiðinlegur að tengja sig við netið. Vill oft á tímum meina að ég sé ekkert tengdur, þrátt fyrir það að HAFA, bókstaflega, verið að skoða Facebook eða eitthvað álíka. Annað en þetta vökvaslys, veit ég ekki hvað gæti verið að. Kannski maður fari með hann í tjékk hjá Grænum Símum einhvern daginn, kannski.

En já, stundum borgar það sig að lesa langlokur, manni líður oft vel í hjartanu á eftir, líkt og að horfa á prinsessu mynd framleidda af Disney ;)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

EOS
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 19:38
Reputation: 37
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf EOS » Mán 11. Júl 2016 22:31

Innbústrygging dekkar þetta. Tryggingafélagið mitt sagði mér það einu sinni og að fólk viti það almennt ekki og þeir eru ekkert að auglýsa það. =D> Hentu honum í klósettið og fáðu svo nýjan :D


Turn: Intel i5 6500 - ASRock Z170M Pro4S - 16gb Kingston DDR4 HyperX Black Fury 2666 - Samsung Evo 850 250gb - EVGA GTX970SSC 4gb - CoolerMaster Silencio 352 - EVGA 500B 80+ Bronze - Windows 10
Skjár: AOC 27" LED 144Hz
Annað: Trust GXT 285 - Corsair M65 Pro RGB

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ég sullaði Schweppes Canada Dry yfir SGS6E+ símann minn

Pósturaf HalistaX » Mán 11. Júl 2016 22:46

EOS skrifaði:Innbústrygging dekkar þetta. Tryggingafélagið mitt sagði mér það einu sinni og að fólk viti það almennt ekki og þeir eru ekkert að auglýsa það. =D> Hentu honum í klósettið og fáðu svo nýjan :D

Hahahahahaha það væri nú eitthvað, Fá sér bara nýjann, kannski S7 EDGE :megasmile

En neinei, ég er ekki alveg svoleiðis gaur, að vera eitthvað að gera eitthvað extra fát útí þetta, svo lengi sem ég get hringt, svarað, sent SMS og vafrað Facebook þá er ég góður, ef myndavélin virkar þá fer ég ekkert að gráta heldur. :)

Annars hafði ég ekki grænan þetta með Innbústrygginguna... Hefði leyst mörg vandamál í gamladaga þegar þeir hjá Árvikrjanum á Selfossi, sem selja vörur fyrir Ormsson. Pfaff og Hátækni meðal annars, tjáðu mér að ekkert væri að gera í vökva skemmda Nokia 5230 annað en að framkvæma einhverja aðgerð sem kostaði átti 5000 krónur eða henda honum. Ég og það sem ég stend fyrir gaf þeim puttann, að þeir skyldu ekki voga sér að framkvæma aðgerð á símanum mínum sem var ekki einu sinni garanterað að virkaði, allt fyrir 5000 krónur úr mínu litla, sárþjáða, námsmanna veski.

Þetta er samt gott að vita, að maður getur treyst á tryggingarnar í stað ábyrgðar. :megasmile

Takk fyrir þessar upplýsingar, kæri EOS, þú ungi og upprennandi Vaktari!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...