Síða 1 af 1

Velja disk í fartölvu

Sent: Lau 20. Feb 2016 09:36
af sirkus
Ég er með Y50-70 Laptop (Lenovo). Langar að setja SSD disk í hana, en er ekki viss hvaða diskur er bestur miðað við verð.
Hef verið að skoða diska frá 480 GB til 512 GB, síðan sá ég að það er ekki svo mikill verðmunur á 256 GB og 480 GB.
Er einhver með góðar ráðleggingar fyrir val á góðum disk?


Allar ráðleggingar vel þegnar.

Re: Velja disk í fartölvu

Sent: Lau 20. Feb 2016 18:28
af Sydney
Myndi mæla með Samsung 850 Pro, einn af bestu SATA SSD-um á markaðnum í dag.

Re: Velja disk í fartölvu

Sent: Sun 21. Feb 2016 00:47
af Klemmi
Tekur Samsung 850 Evo 500GB, engin spurning :)

Re: Velja disk í fartölvu

Sent: Sun 21. Feb 2016 14:29
af sirkus
Takk fyrir góðar ábendingar, mun skoða þetta eftir helgi :)