Var samsung X-cover3 aldrei auglýstur höggvarinn
Sent: Þri 09. Feb 2016 11:25
Góðan daginn
Ég er aðeins að velta fyrir mér, ég keypti Samsung X-cover 3 og hann datt aðeins í gólfið hjá mér, á dúk og innri skjárinn virðist hafa brotnað, allavega virkar ekki skjárinn.
Ég fór að skoða þetta og hann er bara auglýstur ryk og skvettuvarinn en ég var einhvernveginn með þetta frekar fast í hausnum að hann væri eitthvað höggvarinn líka. Var hann aldrei auglýstur þannig eða er búið að breyta þessu? Síminn er ekki orðinn ársgamall.
Meðan ég var að skrifa þetta þá fór ég að grennslast fyrir og fann það að emobi auglýsti hann höggvarinn, en eg keypti minn af tengli sem er held ég með umboð fyrir símann.
https://www.facebook.com/emobiis/posts/877533748959208
Ég stóð í þeirri trú að þetta væri höggvarinn sími, ekki það að ég hafi verið að grýta honum í gólfið heldur hélt ég bara að hann væri frekar öflugur en fékk þau svör að svo væri ekki og það væru margir sem héldu það. Af hverju eru margir sem halda það?
Og enn var ég að skoða málið betur, hann er auglýstur hjá símanum þannig að hann uppfylli kröfur fyrir MIL-STD810G staðalinn og þá á hann held ég að þola það að detta úr vasanum þegar ég er að sækja lyklana, eða hvað.
Er þetta rangt hjá mér?
Kv. Dagur
Ég er aðeins að velta fyrir mér, ég keypti Samsung X-cover 3 og hann datt aðeins í gólfið hjá mér, á dúk og innri skjárinn virðist hafa brotnað, allavega virkar ekki skjárinn.
Ég fór að skoða þetta og hann er bara auglýstur ryk og skvettuvarinn en ég var einhvernveginn með þetta frekar fast í hausnum að hann væri eitthvað höggvarinn líka. Var hann aldrei auglýstur þannig eða er búið að breyta þessu? Síminn er ekki orðinn ársgamall.
Meðan ég var að skrifa þetta þá fór ég að grennslast fyrir og fann það að emobi auglýsti hann höggvarinn, en eg keypti minn af tengli sem er held ég með umboð fyrir símann.
https://www.facebook.com/emobiis/posts/877533748959208
Ég stóð í þeirri trú að þetta væri höggvarinn sími, ekki það að ég hafi verið að grýta honum í gólfið heldur hélt ég bara að hann væri frekar öflugur en fékk þau svör að svo væri ekki og það væru margir sem héldu það. Af hverju eru margir sem halda það?
Og enn var ég að skoða málið betur, hann er auglýstur hjá símanum þannig að hann uppfylli kröfur fyrir MIL-STD810G staðalinn og þá á hann held ég að þola það að detta úr vasanum þegar ég er að sækja lyklana, eða hvað.
Er þetta rangt hjá mér?
Kv. Dagur