Síða 1 af 1

Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 09:39
af Tigereye
Ég er að leita að fartölvu fyrir skólann og dugar áfram í Háskólann í haust.

Lyklaborðið þarf að vera gott, því ég skrifa mikið. Skjárinn þarf að vera með góðri upplausn allavega 1900-1080 og helst ekki minni en 15"

i5 eða i7 örgjörva osfr. góðan hljómburð og endingagóð

Hef verið að skoða Asus, Thinkpad og Ideapad og er mjög óviss

Hvernig lýst ykkur á þessar tölvur ? eða er eithvað annað sem kemur til greina ? Dell ?

http://tl.is/product/g551jw-cn049h-i7-fartolva


http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 2,957.aspx


http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 0,826.aspx

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 10:54
af Tigereye
Ég þarf að kaupa hana fljótlega og hef áhyggjur af því öllum þessum sniðugu sölumönnum í búðunum .. þar sem ég er ekki mjög reynd í tölvukaupum :) Vil ekki láta pranga einhverju inn á mig :) Þess vegna leita ég til ykkar fyrst :)

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 11:56
af Axel Jóhann
Af þessum 3 myndi ég taka ASUS virðist vera mest fyrir peninginn.

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 14:01
af Kristján
engin fartölva er með góðann hljómburð, þar er bara ekki til, en góð heyrnatól redda því alveg.

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 15:16
af Tigereye
Kristján skrifaði:engin fartölva er með góðann hljómburð, þar er bara ekki til, en góð heyrnatól redda því alveg.



Já það er rètt ;) við skulum umorða þetta í sæmilegann hljómburð :) En það er reyndar aukaatriði fyrir mig :)

Er að hugsa um að skjárinn mætti kanski fara niður í 14 " aðeins meira úrval sýnist mèr en hvernig eru Ideapad tölvurnar að koma út ?

Èg er komin í mikla flækju yfir þessu :/

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 16:22
af Tigereye
En nú var ég að skoða Asus Zenbook og líst ótrúlega vel á hana þótt hún sé mun minni en ég hafði í huga. Hefur einhver reynslu af henni ? http://www.tl.is/product/ux302la-c4003h ... nertiskjar

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 16:40
af svensven
Af fyrri reynslu þá myndi ég ekki hika við að taka Asus vél.

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 18:16
af FreyrGauti
Myndi fara og fá að prufa lyklaborðin og hvernig touchpadinn er, tæki reyndar aldrei þessa Asus ROG vél nema þú ætlir að vera spila leiki líka, virkar sem rosalegur hlunkur og örugglega leiðinlegt að vera bera út úm allt.

Er sjálfur með Lenovo Thinkpad 450s og er mjög ánægður með hana.

Tæki þessa líklega ef ég færi að versla sjálfur...
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 8,956.aspx

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 21:09
af linenoise
Ég myndi íhuga þessa:
viewtopic.php?f=11&t=68101

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Jan 2016 21:48
af Tesy
Myndirðu íhuga Macbook Pro Retina 13? Klárlega það sem ég myndi kaupa ef ég væri að leita mér af fartölvu á 240-300þ.
Ef ekki þá myndi ég skoða Dell XPS 13: https://www.advania.is/vefverslun/tolvu ... /dell-xps/

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Þri 29. Mar 2016 19:24
af stkr
Nú veit ég ekki hvort þú sért búin að kaupa vél en ég er að selja 18 mánaða vél með eftirfarandi speccum:

Samsung Series 7 Chronos

Intel(R) Core(TM) i7-3635 CPU @ 2.40GHz
15.6" 1920x1080 skjár
12 GB 1600MHz DDR3 (uppfært úr 8 GB)
AMD Radeon R9 M270X
250GB SSD diskur

Licensed Windows 10 stýrikerfi
Batteríið endist í um 2-3 tíma eins og er
Hún er í mjög góðu ástandi annars.

Ég keypti hana á 320 þús haustið 2014 í Samsung setrinu, ég set á hana 180 þús eins og er. Sendu mér sms (skoða forumin lítið) ef þú hefur áhuga í síma 848-9678.

Re: Fartölvukaup 240-300 þús

Sent: Mán 11. Apr 2016 16:13
af Tigereye
Takk en ég er búin að kaupa tölvu. Önnin var byrjuð og ég þurfti að vera nokkuð snögg að gera upp hug minn. Sé eftir því núna.. keypti Zenbook ux303 hjá Tölvulistanum :/ náði að njóta hennar í 60 daga áður en hún bilaði.