Síða 1 af 1

Fartölva

Sent: Fim 17. Des 2015 13:34
af Vaktari
Sælir

Ég er í smá veseni með að velja fartölvu.
Er að leita af vél fyrir múttu sem er góð og ekki of dýr.
Ég var að skoða þessa vél hérna http://www.elko.is/elko/is/vorur/Fartol ... escription
en það er sagt að skjárinn á henni sé ekki nógu góður og eitthvað fleira.
Spurning með einhverja vél sem er á minni pening en samt svona bang for the buck vél.
Ef þið gætuð hjálpað þá væri það frábært.


Með fyrirfram þökk Vaktari

Re: Fartölva

Sent: Fim 17. Des 2015 17:07
af Klara
Ertu að horfa á 150 þús sem hámark?

Ertu að leita að fartölvu með skjákorti eða dugir skjástýring? Viltu 15.6" helst ?

Er það atriði að tölvan sé með SSD eða skiptir það engu máli ? Er geymslupláss atriði ?

Einhverjar kröfur varðandi örgjörva og vinnsluminni ?

Hvað er notkunarsviðið hjá mömmu þinni? Vill hún keyra BF4 á 60 fps ?

Re: Fartölva

Sent: Fim 17. Des 2015 21:40
af Vaktari
200 þús er svona hámark.
Raun skiptir ekki máli hvort það sé kort eða skjástýring. En kannski fyrir 200 k myndi það vera betra.
Skiptir svosem ekki máli hvort það sé ssd eða ekki.
8 GB minni allavega I5 2,7 GHZ kannski, ekki minna.
Hún myndi persónulega ekki vera að spila neina leiki

Re: Fartölva

Sent: Fim 17. Des 2015 23:41
af Klara
Nú veit ég ekki hversu vel þessar tölvur eru byggðar og hversu góður skjárinn er en mér sýnist í fljótu bragði að Lenovo Ideapad G50-80 sé að koma vel út verðlega. 135 þúsund með sshd, skjákorti, 8gb og 2,7 ghz i5

https://www.tolvutek.is/vara/lenovo-ide ... olva-svort

Re: Fartölva

Sent: Fös 18. Des 2015 14:08
af Vaktari
Já akkúrat.
Þessi er ekkert vitlaus.
Takk kærlega fyrir innleggið.