Vandamál með síma/símaþjónustu
Sent: Mán 07. Des 2015 13:32
Góðan daginn,
Ég og konan erum með símaáskrift hjá 365 og höfum verið að lenda í því nýlega að stundum þegar það er hringt í okkur hefur fólk verið að kvarta yfir að við svörum mjög seint. Fyrst héldum við að við værum bara lengi að heyra í símanum en svo lenti ég í þessu þegar ég var að horfa á símann og sá því þegar hann byrjaði að hringja.
Málið er því þannig að síminn hjá þeim sem er að hringja er búinn að hringja allt frá 5-10 sinnum áður en síminn byrjar að hringja hjá okkur.
Við erum sitthvora gerðina af símum, Samsung galaxy S4 og Sony xperia z1 compact. Báðir á lollipop.
Er einhver sem kannast við þetta vandamál? Hvort haldið þið að þetta sé vandamál tengt símunum/útgáfu af android eða símaþjónustunni (365)?
Með fyrirfram þökk fyrir svör.
Ég og konan erum með símaáskrift hjá 365 og höfum verið að lenda í því nýlega að stundum þegar það er hringt í okkur hefur fólk verið að kvarta yfir að við svörum mjög seint. Fyrst héldum við að við værum bara lengi að heyra í símanum en svo lenti ég í þessu þegar ég var að horfa á símann og sá því þegar hann byrjaði að hringja.
Málið er því þannig að síminn hjá þeim sem er að hringja er búinn að hringja allt frá 5-10 sinnum áður en síminn byrjar að hringja hjá okkur.
Við erum sitthvora gerðina af símum, Samsung galaxy S4 og Sony xperia z1 compact. Báðir á lollipop.
Er einhver sem kannast við þetta vandamál? Hvort haldið þið að þetta sé vandamál tengt símunum/útgáfu af android eða símaþjónustunni (365)?
Með fyrirfram þökk fyrir svör.