Daginn.
Mig vantar ódýra ferðavél, aðallega notuð við netráp,torrent,netflix og tölvupóst/word og þesshátttar. Engin leikjaspilun.
Vil hafa hraðvirka vél og með nóg geymslupláss. Almennileg rafhlöðuending væri kostur.
Og gott þráðlaust netkort ( er með ljósnet/ VDSL með vectoring og vil auðvitað kreysta eins mikinn hraða upp og hægt er þráðlaust.
Hverja af þessum mynduð þið velja?
Er mikill munur á Intel og AMD örgjörva ?
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Fartol ... B090NO.ecp
http://tl.is/product/f552mj-sx028h-fartolva
Finn ég mikinn mun á 4GB vinnsluminni og 8GB?
Dugar þessi mér kannski? http://tl.is/product/x553ma-xx913h-fartolva-fjolubla
Eitthvað fleira sem ykkur spekingunum dettur í hug sem þarf hafa í huga?
Hvað skal velja? Fartölva.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 44
- Skráði sig: Sun 02. Nóv 2008 18:07
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Hvað skal velja? Fartölva.
Síðast breytt af Glókolla á Þri 24. Nóv 2015 18:55, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
ASUS vélin að mínu mati nema ég mundi taka 240GB SSD í staðinn fyrir þennan harða disk...
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 44
- Skráði sig: Sun 02. Nóv 2008 18:07
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
rapport skrifaði:ASUS vélin að mínu mati nema ég mundi taka 240GB SSD í staðinn fyrir þennan harða disk...
Það heillar en vil meira geymslupláss, jafnvel þó ég hafi afrit af flestu á skýi.
Hvað er betra við Asus vélina fyrir utan SSD möguleikam? Spyr sú sem ekki veit ☺
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
rapport skrifaði:Hún er ekki AMD eða Celeron
Hún er reyndar víst með Celeron örgjörva, en það þýðir ekki að það sé eitthvað að henni.
Margir eru með mikla fordóma gagnvart Intel Celeron örgjörvum, eitthvað sem er fast í fólki frá því fyrr á tímum þegar þeir voru ekki að standa undir nafni. Í dag eru Celeron fínir örgjörvar sem henta í alla helstu heimilis- og skrifstofuvinnslu
Annars myndi ég einnig skoða þessa, en fá þennan SSD í hana í staðin. Einfaldlega því Lenovo er mjög traust og gott merki.
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
rapport skrifaði:Hún er ekki AMD eða Celeron, er með 8Gb minni og nVidia skjákorti
Er það ekki líka rétt skilið að skjákortið í Asus nýtir sitt eigið minni meðan HP tölvan samnýtir vinnsluminnið með örgjörvanum.
Plús það að Asus tölvurnar hafa lægri bilanatíðni en HP.
En það gæti alveg verið þess virði fyrir þig að skoða þær báðar í persónu. Mögulega er lyklaborðið á annari ömurlegt meðan hitt er frábært.
Líta reyndar bæði mjög svipað út þannig að munurinn er kannski enginn.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 44
- Skráði sig: Sun 02. Nóv 2008 18:07
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
Ég skoðaði báðar, fannst Asus huggulegri, HP vélin svolítið klunnaleg. Lyklaborð mátaðist álíka á báðum.
Er SSD bara eina sem kemst að í dag, og svo bara flakkari fyrir auka geymslupláss? Finnst 240 GB svo lítið pláss þar sem þetta verður eina tölva heimilsins. En SSD hefur vissulega sína kosti.. er engu nær enþá
Líst líka vel á þessa Lenovo sem Klemmi linkar á.
Er SSD bara eina sem kemst að í dag, og svo bara flakkari fyrir auka geymslupláss? Finnst 240 GB svo lítið pláss þar sem þetta verður eina tölva heimilsins. En SSD hefur vissulega sína kosti.. er engu nær enþá
Líst líka vel á þessa Lenovo sem Klemmi linkar á.
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
Klemmi skrifaði:rapport skrifaði:Hún er ekki AMD eða Celeron
Hún er reyndar víst með Celeron örgjörva, en það þýðir ekki að það sé eitthvað að henni.
Sé það núna, bara orðalag sem munar "Celeron" v.s. "Dual Core".
m.v. afköstin á örgjörvunum á passmark: "www.cpubenchmark.net/compare.php?cmp[]=2356&cmp[]=742"
Þá er ég ekki hrifinn af þessum vélum sem þú ert að skoða.
Frúin var með TP EDGE með m330 örgjörva (sem er jafn öflugur í það heila en 50% öflugri í single core) og sú vél varð rétt brúkanleg eftir að hafa fengið SSD.
Þessir örgjörvar sem þú ert að skoða eru máttlausir, skelfilega máttlausir.
Er með ferðavélar heima fyrir börnin sem ég keyri á Linux því þær eru svo máttlausar með 520M örgjörva sem er samt 33% öflugri í það heila, næstum tvöfallt öflugri í single core performance en þessar sem þú ert að skoða.
Ég er eiginlega viss um að þú getur fengið miklu betri vél hérna á vaktinni notaða fyrir þessa upphæð sbr. viewtopic.php?f=11&t=66581
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
rapport skrifaði:Frúin var með TP EDGE með m330 örgjörva (sem er jafn öflugur í það heila en 50% öflugri í single core) og sú vél varð rétt brúkanleg eftir að hafa fengið SSD.
Þessir örgjörvar sem þú ert að skoða eru máttlausir, skelfilega máttlausir.
Er með ferðavélar heima fyrir börnin sem ég keyri á Linux því þær eru svo máttlausar með 520M örgjörva sem er samt 33% öflugri í það heila, næstum tvöfallt öflugri í single core performance en þessar sem þú ert að skoða.
f=11&t=66581
Ég ætla ekki að mótmæla þinni upplifun, en pabbi var nýlega að leita sér að nýrri tölvu og keypti mjög svipaða vél og þessa Lenovo. Við skelltum í hana Samsung 120GB Evo disk og hann er hrikalega ánægður með hana Það er frekar tölvan sem er að bíða eftir honum heldur en öfugt.
Hann notar hana þó bara í Office vinnslu, e-mail, horfa á RÚV.is og þess háttar einfalda hluti.
Hins vegar setti ég upp alveg hreina uppsetningu sem að skiptir gífurlegu máli, vera ekki með allt ruglið sem kemur frá framleiðendum alltaf keyrandi í bakgrunni, takandi upp vinnsluminni, CPU tíma og diskapláss
Re: Hvað skal velja? Fartölva.
Klemmi skrifaði:tölvumál
Þetta stemmir alveg, í almennt netráp er þessi vél kannski fín, en krakkarnir eru að spila minecraft og minetest
Og einhverna minni leiki + að horfa óendanlega mikið af efni á netinu.